Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 27

Gerðir kirkjuþings - 1970, Blaðsíða 27
1970 7. Kirkjuþing 18. mál Tillaga til þingsályktunar um prestssetur. Fim. biskup. Kirkjuþing leyfir sér að árétta áður samþykkta ályktun sína, svo og samþykkt kirkjuráðs sama efnis, þar sem þeirri ráðstöfun er andmælt að svipta fjölmennustu prestaköllin rétti til embættis- bústaðar handa prestum sínum. Leggur Kirkjuþing áherzlu á, að þessu máli sé haldið vakandi^ þar til viðunandi leiðrétting og lausn er á því fengin. Einnig bendir Kirkjuþing á nauðsyn þess, að framlög séu aukin til endurbóta og nýbygginga á prestssetrum og að leigu eftir prestsseturshús sé í hóf stillt. Visað til allsherjarnefndar. Frsm. sr. Sigurður Kristjánsson. Nefndin lagði til, að tillagan væri samþykkt óbreytt og var það gert.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.