Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 29

Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 29
22 Valsblaðið 2011 Framtíðarfólk værum eins leikmenn. Þann dag hætti ég að hata Lee Bowyer. Fullkomið laugardagskvöld: Vinna lottóið, horfa á Man Utd slátra Liverpool í úrslitaleik í meistaradeildinni, fara snemma að sofa og vakna ferskur. Fyrirmynd þín í fótbolta: Ronaldo feiti var fyrsta fyrirmyndin. Gaman að sjá boltameðferðina hjá Zidane og Iniesta líka, annars er engin fyrirmynd núna þannig séð. Draumur um atvinnumennsku í fót- bolta: Draumurinn er að spila á Englandi í efstu deild, verða einhver goðsögn þar og lifa rólegu lífi eftir það ef þjálfun mun ekki heilla mig. Landsliðsdraumar þínir: Spila með landsliðinu til fertugs, slá leikjametið og markametið og vinna öll stórmót. Besti söngvari: Sigfús Pétursson stór- söngvari í Álftagerðisbræðrum. Besta hljómsveit: Rolling Stones, dína- mísk hljómsveit. Besta bíómynd: The Departed kom fyrst upp í hugann. Besta bók: Ævisagan hans George Best var góð og skrautleg, frábær fyrirmynd þar. Besta lag: Mýrdalssandurinn. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Manchester United. Eftir hverju sérðu mest: Að hafa ekki skorað fleiri mörk gegnum tíðina. Senni- lega með þeim bestu að koma mér í færi en ömurlegur að klára þau. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Sniðugur, gáfaður, ástríðufullur, snickers. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Byggja knattspyrnuhöll þar sem æfingasvæðið er og koma skuldinni yfir á einhvern annan. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Hún er frábær, stórkostleg þegar potturinn í klefanum er í góðum gír. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Vil sjá Val í góðum málum fjár- hagslega séð og að moka inn titlum, ekki flókið. Kærasta: Stefanía Jakobsdóttir. Af hverju Valur: Stærsti klúbbur lands- ins, allt við Val heillaði mig, auðveld ákvörðun. Hjá hvaða liðum hefur þú verið í fót- bolta, hvar varstu í yngri flokkunum? Uppalinn á Sauðárkróki og spilaði þar til 17 ára aldurs, meðal annars í 2. og 3. deildinni. Fór þaðan til HK og spilaði fyrsta árið með 2. flokki og Ými í 3. deildinni, svo 1 tímabil í efstu deild og svo eitt í 1. deild, svo kom ég í Val. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í fótboltanum: Þau hafa stutt mig það mikið að það er nánast fáránlegt. Mamma býr fyrir norðan en sér alla þá leiki sem eru í sjónvarpinu og kemur reglulega suður til að horfa á. Pabbi mætir á alla leiki, það er bara þannig. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða: Munkur. Af hverju fótbolti: Það kom í rauninni aldrei neitt annað til greina, það var alltaf sú íþrótt sem mér fannst skemmtilegust. Var lengi vel í körfubolta en það datt út þegar ég hætti að stækka. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Vann til verðlauna á skíðum einu sinni á Andrésar Andarleikunum á Akureyri. Var í öllum úrtakshópum fyrir yngri landslið í körfubolta á sínum tíma, var svo valinn í lokahóp en þá hætti ég. Hver hefur landsliðsæfingar í körfubolta á sumrin. Eftirminnilegast frá 100 ára afmælisári Vals: Held að það sé undirbúningstímabil- ið. Reykjavíkurmeistarar og Lengju- bikarmeistarar. Ein setning eftir tímabilið: Klúðruðum þessu sjálfir. Markmið fyrir næsta tímabil: Skora meira og enda ofar. Hvernig líst þér á hópinn í meistara- flokki núna: Bara nokkuð vel, fínir leik- menn sem hafa komið og ef við byggjum ofan á það sem við gerðum gott á síðasta tímabili þá er maður bara bjartsýnn. Sakna Bjössa samt hrikalega. Besti stuðningsmaðurinn: Pabbi. Skemmtilegustu mistök: Ekkert skemmti legt við að gera mistök. Erfiðustu samherjarnir: Jón Vilhelm Ákason, gat aldrei skorað þegar ég gaf á hann, óþolandi. Fyndnasta atvik: Þegar Þórir Guðjóns- son (Tóti rauði) settist ofan á steinana í saununni út á Spáni í æfingarferðinni. Hann má þakka Arnari Sveini að hann sé á lífi. Fyndið eftir á. Stærsta stundin: Ætli það sé ekki fyrsti u-21 árs leikurinn á móti Englendingum. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Val: Elín Metta og Hildur gætu náð hrikalega langt. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Það er Sindri Snær Jensson án nokkurs vafa, ótrúlegur. Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- bolta hjá Val: Held að kvennaflokkarnir vinni allt án þess að hafa mikið fyrir því svo þar er verið að vinna gott starf. Eftir því sem ég best veit vantar töluvert upp á yngri flokkana hjá strákunum, helsta vandamálið er held ég að það eru bara of fáir iðkendur. Hvað lýsir þínum húmor best: Kald- hæðinn, er einnig fljótur að aðlaga mig að húmor annarra. Fleygustu orð: „Ekkert fokk!“ – Sigur- björn Hreiðarsson. Mottó: Ef einhver tæklar þig, tæklaðu hann. Leyndasti draumur: Djöfull sem mig langar að vera rokkstjarna. Við hvaða aðstæður líður þér best: Líður fáránlega vel þegar ég er inn á miðjunni og hitt liðið á ekki séns í okkur, elska það. Hvaða setningu notarðu oftast: Hvað eigum við að éta? Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig: Það er þegar Atli Sveinn Þórarinsson sagði að ég og Lee Bowyer Allt við Val heillaði mig Rúnar Már Sigurjónsson er 21 árs og leikur fótbolta með meistaraflokki og var valinn efnilegasti leikmaður flokksins á uppskeruhátíðinni í haust Lífsorka með nýtingu náttúruaflanna Skráðu þig í Vinaklúbbinn og njóttu betri kjara af fjölbreyttri þjónustu http://www.bluelagoon.is/Badstadur/Vinaklubbur-Blaa-Lonsins/ A N T O N & B E R G U R Valsblaðið 2011 27 Starfið er margt Sveinn Aron Sveinsson, Aron Daði Hauksson, Alexander Júlíusson, Daði Laxdal Gautason, Gunnar Malmquist Þórsson. Uppskeruhátíð yngri flokka í handbolta og viðurkenningar Uppskeruhátíðin í handboltanum fór að þessu sinni fram í stóra íþróttasalnum í afmælisvikunni í maí og var hún haldin sameiginleg með körfuboltanum. Um- gjörð uppskeruhátíðarinnar var öll sú glæsilegasta, enda nýtt glæsileg aðstaða sem komið hafði verið upp vegna hátíð- arhalda í tengslum við 100 ára afmæli félagsins. Í lokin voru veitingar á hlað- borði en foreldrar sáu um að koma með veitingar en Valur bauð upp á kaffi og safa. Uppskeruhátíðin var afar fjölmenn og gekk vel fyrir sig og vel þótti til fund- ið að hafa báðar uppskeruhátíðirnar á sama tíma. 3. flokkur karla Þjálfarar: Heimir Ríkarðsson og Maksim Akbachev Flokkurinn tók þátt í Reykjavíkur- og Íslandsmóti auk bikarkeppni HSÍ. Flokk- urinn komst í úrslit í Reykjavíkurmótinu en úrslitaleikurinn fór aldrei fram. Þá lék flokkurinn til úrslita í bikarkeppni HSÍ en tapaði þeim leik. Í Íslandsmótinu féll liðið úr keppni í 8 liða úrslitum. Mestu framfarir: Valdimar Sigurðsson Besta ástundun: Agnar Smári Jónsson Leikmaður flokksins: Bjartur Guð- mundsson 3. flokkur kvenna Þjálfarar: Karl Guðni Erlingsson og Jóhannes Lange 3. flokkur kvenna var sögulega fá- mennur þetta árið enda var eingöngu ein stúlka sem var á þriðja flokks aldri í flokknum og því var ákveðið að sameina þriðja og fjórða flokk í vetur. Árangur flokksins í vetur var þokkalegur en liðið spilaði í annarri deild og eins og fyrr seg- ir var flokkurinn borinn uppi af stelpum í fjórða flokki og því voru sumar stelpurn- ar að spila við andstæðinga sem eru fjór- um árum eldri. Liðið spilaði 14 leiki, unnu 3, gerðu 2 jafntefli og töpuðu 9. Mestu framfarir: Kristín Yuxin Bu Besta ástundun: Sólveig Lóa Höskulds- dóttir Leikmaður flokksins:Rakel Jóhanna Ragnarsdóttir 2B B lack Y ellow M agenta C yan 1112276 V alur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.