Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 7

Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 7
Valsblaðið2011 5 Hundrað ára unglingur afmælinu fagnar, aðdáendahópurinn gleðina magnar. Af frískum stuðningsmönnum fyllist okkar salur og fullum hálsi segir: Lengi lifi Valur! Langa sögu og farsæla er freistandi að rekja, af fögrum, björtum minningum næg er eftirtekja. Á svona traustum grunni er gæfulegt að byggja og glaðir, sprækir liðsmenn árangurinn tryggja. Á Hlíðarenda fimlega er fótboltanum sparkað, fræknir drengir hafa þar sigurgöngu markað. Yfir sigri á Frömmurum af fögnuði þeir springa og fjarskalega er mikilvægt að baka KR-inga. Og stelpurnar í Val eru virkilega góðar af velgengni í fótbolta brosa hérna rjóðar. Sigurinn var tvöfaldur því bikarana báða Báru þær á Hlíðarenda, himneskt var að sjá það. Í handbolta og körfubolta hetjur eigum líka sem heiðurstitlum fjölmörgum skarta hér og flíka. Með dugnaði og baráttu, ánægju og aga og aðstoð góðra þjálfara skráð er sigursaga. Aðstaðan á Hlíðarenda stöðugt bara stækkar, stjórnun öll til fyrirmyndar, gengi Vals því hækkar. Bakhjarlarnir öflugu róa öllum árum svo uppbyggingu svæðisins við farsællega klárum. Í anda Séra Friðriks stolt við hérna störfum stefnum fram til sigurs, hvetjum, leiðum, örvum. Með keppnisskapið mikla mun krafan ætíð vera: Að kappið aldrei fegurðina má ofurliði bera! Í tilefni af hundrað ára afmæli Knattspyrnufélagsins Vals orti Unnur Halldórsdóttir kvæði um félagið og færði því að gjöf á afmælisdaginn Valurhundraðára 11. maí 2011 12 Valsblaðið2011 Starfiðermargt JónGunnar Zoëga heiðursfélagi 11. maí 2011 Lék knattspyrnu í yngri flokkum Vals, sat í stjórn handknattleiksdeildar 1974–1976. Á árunum 1978–1981 sat Jón í stjórn knattspyrnudeildar og var formaður í tvö ár. Hann varð formaður Vals 1988 og gegndi því hlutverki til 1994. Í formannstíð sinni gekkst Jón fyrir því að makaskipti voru höfð á landi við Reykjavíkurborg sem tryggði að landsvæði á Hlíðarenda varð aftur ein heild. Hann var sæmdur heiðurs- orðu Vals á 85 ára afmæli félagsins. Pétur Sveinbjarnarson heiðursfélagi 11. maí 2011 Lék knattspyrnu með yngri flokkum Vals og var annar tveggja af fyrstu drengjum Vals til að hreppa gull fyrir leikni í knatt- þrautum. Pétur var formaður knattspyrnu- deildar frá 1976 til 1979. Hann var kjörinn formaður Vals árið 1981 og gegndi því for- ystuhlutverki til 1988. Í formannstíð Péturs var ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir á Hlíðarenda, s.s. byggingu félagsheimilis, íþróttahúss og knattspyrnuvallar. Pétur var frumkvöðull og formaður framkvæmda- nefndar um byggingu Friðrikskapellu. Pét- ur var sæmdur heiðursorðu Vals á 80 ára afmæli félagsins 1991. Ægir Ferdinandsson heiðursfélagi 11. maí 2011 Lék knattspyrnu með yngri flokkum félags- ins og um árabil í meistaraflokki, frá 1951. Hann þjálfaði yngri iðkendur um nokkurra ára skeið. Árið 1958 var Ægir kjörinn í vara- stjórn Vals. Við deildaskiptingu árið 1959 varð hann formaður knattspyrnudeildar og gegndi formennsku til 1962. Í upphafi for- mannstíðar sinnar var Ægir jafnframt leik- maður meistaraflokks. Hann sat í stjórn knattspyrnudeildar næstu tvö ár eftir að formennsku hans lauk. Árið 1967 var Ægir kjörinn formaður Vals og sat til ársins 1970. Hann var kjör- inn formaður á ný árið 1975 og gegndi formennsku til ársins 1977. Ægir var for- maður fulltrúaráðs Vals 1978–1983. Í for- mannstíð sinni lagði hann kapp á að efla félagslíf að Hlíðarenda en það stóð höllum fæti á þessum árum. Ægir var sæmdur heiðursorðu Vals á 70 ára afmælinu 1981. Þrír heiðursmenn voru sæmdir nafnbótinni heiðursfélagar Vals á 100 ára afmæli félagsins, hinn 11. maí 2011. Hörður Gunn- arsson (t.v.), formaður Vals frá 2009 og Reynir Vignir (t.h.) formaður afmælisnefndar og formaður Vals 1994–2002, sáu um at- höfnina. Á milli þeirra eru, frá vinstri: Jón Gunnar Zoëga, Pétur Sveinbjarnarson og Ægir Ferdinandsson en þeir eru einu nú- lifandi heiðursfélagar Vals, en alls hafa nú 14 verið sæmdir þessari æðstu nafnbót félagsins. 1A B lack Y ellow M agenta C yan 1 1112276 V alur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.