Valsblaðið - 01.05.2011, Side 7
Valsblaðið2011 5
Hundrað ára unglingur afmælinu fagnar,
aðdáendahópurinn gleðina magnar.
Af frískum stuðningsmönnum fyllist okkar salur
og fullum hálsi segir: Lengi lifi Valur!
Langa sögu og farsæla er freistandi að rekja,
af fögrum, björtum minningum næg er eftirtekja.
Á svona traustum grunni er gæfulegt að byggja
og glaðir, sprækir liðsmenn árangurinn tryggja.
Á Hlíðarenda fimlega er fótboltanum sparkað,
fræknir drengir hafa þar sigurgöngu markað.
Yfir sigri á Frömmurum af fögnuði þeir springa
og fjarskalega er mikilvægt að baka KR-inga.
Og stelpurnar í Val eru virkilega góðar
af velgengni í fótbolta brosa hérna rjóðar.
Sigurinn var tvöfaldur því bikarana báða
Báru þær á Hlíðarenda, himneskt var að sjá það.
Í handbolta og körfubolta hetjur eigum líka
sem heiðurstitlum fjölmörgum skarta hér og flíka.
Með dugnaði og baráttu, ánægju og aga
og aðstoð góðra þjálfara skráð er sigursaga.
Aðstaðan á Hlíðarenda stöðugt bara stækkar,
stjórnun öll til fyrirmyndar, gengi Vals því hækkar.
Bakhjarlarnir öflugu róa öllum árum
svo uppbyggingu svæðisins við farsællega klárum.
Í anda Séra Friðriks stolt við hérna störfum
stefnum fram til sigurs, hvetjum, leiðum, örvum.
Með keppnisskapið mikla mun krafan ætíð vera:
Að kappið aldrei fegurðina má ofurliði bera!
Í tilefni af hundrað ára afmæli
Knattspyrnufélagsins Vals orti Unnur
Halldórsdóttir kvæði um félagið og
færði því að gjöf á afmælisdaginn
Valurhundraðára
11. maí 2011
12 Valsblaðið2011
Starfiðermargt
JónGunnar
Zoëga
heiðursfélagi 11. maí 2011
Lék knattspyrnu í yngri flokkum Vals, sat í
stjórn handknattleiksdeildar 1974–1976.
Á árunum 1978–1981 sat Jón í stjórn
knattspyrnudeildar og var formaður í tvö
ár. Hann varð formaður Vals 1988 og
gegndi því hlutverki til 1994. Í formannstíð
sinni gekkst Jón fyrir því að makaskipti
voru höfð á landi við Reykjavíkurborg sem
tryggði að landsvæði á Hlíðarenda varð
aftur ein heild. Hann var sæmdur heiðurs-
orðu Vals á 85 ára afmæli félagsins.
Pétur
Sveinbjarnarson
heiðursfélagi 11. maí 2011
Lék knattspyrnu með yngri flokkum Vals
og var annar tveggja af fyrstu drengjum
Vals til að hreppa gull fyrir leikni í knatt-
þrautum. Pétur var formaður knattspyrnu-
deildar frá 1976 til 1979. Hann var kjörinn
formaður Vals árið 1981 og gegndi því for-
ystuhlutverki til 1988. Í formannstíð Péturs
var ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir á
Hlíðarenda, s.s. byggingu félagsheimilis,
íþróttahúss og knattspyrnuvallar. Pétur var
frumkvöðull og formaður framkvæmda-
nefndar um byggingu Friðrikskapellu. Pét-
ur var sæmdur heiðursorðu Vals á 80 ára
afmæli félagsins 1991.
Ægir
Ferdinandsson
heiðursfélagi 11. maí 2011
Lék knattspyrnu með yngri flokkum félags-
ins og um árabil í meistaraflokki, frá 1951.
Hann þjálfaði yngri iðkendur um nokkurra
ára skeið. Árið 1958 var Ægir kjörinn í vara-
stjórn Vals. Við deildaskiptingu árið 1959
varð hann formaður knattspyrnudeildar og
gegndi formennsku til 1962. Í upphafi for-
mannstíðar sinnar var Ægir jafnframt leik-
maður meistaraflokks. Hann sat í stjórn
knattspyrnudeildar næstu tvö ár eftir að
formennsku hans lauk.
Árið 1967 var Ægir kjörinn formaður
Vals og sat til ársins 1970. Hann var kjör-
inn formaður á ný árið 1975 og gegndi
formennsku til ársins 1977. Ægir var for-
maður fulltrúaráðs Vals 1978–1983. Í for-
mannstíð sinni lagði hann kapp á að efla
félagslíf að Hlíðarenda en það stóð höllum
fæti á þessum árum. Ægir var sæmdur
heiðursorðu Vals á 70 ára afmælinu 1981.
Þrír heiðursmenn voru sæmdir nafnbótinni heiðursfélagar Vals á 100 ára afmæli félagsins, hinn 11. maí 2011. Hörður Gunn-
arsson (t.v.), formaður Vals frá 2009 og Reynir Vignir (t.h.) formaður afmælisnefndar og formaður Vals 1994–2002, sáu um at-
höfnina. Á milli þeirra eru, frá vinstri: Jón Gunnar Zoëga, Pétur Sveinbjarnarson og Ægir Ferdinandsson en þeir eru einu nú-
lifandi heiðursfélagar Vals, en alls hafa nú 14 verið sæmdir þessari æðstu nafnbót félagsins.
1A
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
1
1112276 V
alur