Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 148

Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 148
146 Valsblaðið 2011 Darri hefur æft handbolta í tæp 4 ár og hefur alltaf átt heima í Hlíðunum og seg- ir að ekkert annað lið hafi því komið til greina þegar hann byrjaði að æfa íþróttir. Æfir þú aðrar íþróttagreinar? „Ég er á fullu í fótboltanum og hef verið síðan ég var 5 ára, að sjálfsögðu hjá Val. Einu sinni tók ég hálfan vetur í frjálsum, en það var of mikið að vera í þremur greinum. Ég legg meiri áherslu á handboltann á vet- urna og fótboltann á sumrin. Æfingaálag- ið er samt svipað þó að æfingarnar séu gerólíkar. Ég er líka markmaður í hand- bolta en útispilari í fótbolta. Það er stefnt á keppnisferð erlendis í báðum í greinun- um í sumar svo það verður mikið um að vera við fjáröflun og þess háttar bæði í handboltanum og fótboltanum.“ Hvers vegna heldur þú að unglingar hætti að æfa íþróttir? „Ég held að flest- ir hætti vegna þess að þeir missa áhugan og finnst þeir ekki hafa tíma fyrir allar þessar æfingar. Þeir sem eru mikið í íþróttum missa af ýmsu – alltaf spurning um að velja og hafna.“ Hvernig er hópurinn núna í vetur? „Í handboltanum eru Maksim og Gunnar Ernir að þjálfa okkur og þeir eru frábær- ir. Næstum allir í liðinu eru á yngra ári og því eigum við á brattann að sækja, lið- ið er þó að eflast, og búið að vinna nokkra leiki. Markmið okkar er að kom- ast í úrslitakeppnina í vor. Við erum tveir sem höfum æft með U-16 landsliðsæf- ingahópnum. Það er mikil áskorun að æfa með þeim líka.“ Skemmtileg atvik úr boltanum? „Skemmilegustu mótin í yngri flokkunum eru nú örugglega túrneringarnar sem eru úti á landi. Ég man vel eftir skemmtileg- um ferðum til Húsavíkur og Vestmanna- eyja. Þegar við vorum á eldra árinu í 6. flokki endaði Íslandsmótið í Eyjum og við náðum silfrinu. Þá var ferðin í fyrra á Húsavík skemmtileg þó að við hefðum ekki náð í verðlaun. Valur fékk sérstakt einbýlishús fyrir sig til að gista í og þar var ótrúlega gaman á milli leikja.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar í hand- boltanum? „Það eru tveir markmenn í dag sem mér finnst standa upp úr. Björg- in Páll landsliðsmarkmaður Íslands og leikmaður Magdeburgar og besti mark- maður heims Frakkinn Thierry Omeyer.“ Hvað þarf til að ná langt í íþróttum al- mennt? „Æfa, æfa og æfa og hafa brenn- andi trú á sjálfum sér. Þannig nær maður langt. Mig langar til að fá betri mark- mannsþjálfun eða tilsögn frá góðum markmönnum, það myndi hjálpa mér að ná lengra.“ Hvers vegna handbolti? „Það var nú eig- inlega mamma sem þrýsti á mig að byrja prófa handboltann. Ég var eitthvað tregur fyrst en sé alls ekki eftir því núna.“ Hverjir eru helstu Valsararnir í fjöl- skyldunni? „Það eru nú ekki margir Valsarar í minni fjölskyldu. Mamma og pabbi fluttu í Hlíðarnar en komu annars staðar frá og flestir fjölskyldumeðlimir búa annars staðar og halda með öðrum liðum. Það eru helst frændur og frænkur sem búa í hverfinu sem eru Valsarar en ég held að enginn þeirra sé frægur/fræg fyrir íþróttaafrek, ætli Örvar í FM Belfast og MÚM sé ekki frægastur ættingja en hann er gallharður Valsari.“ Hvaða hvatningu og stuðning hefur þú fengið frá foreldrum þínum? „Pabbi og mamma hafa alla tíð stutt mig mikið í íþróttunum, allaf er verið skutla og sækja og ég veit að þau hafa verið í foreldra- ráðum og sinna ýmsum sjálfboðastörfum hjá Val. Auðvitað er það rosalega mikil- vægt. Litla systir mín, sem er sex ára veit samt fátt leiðinlegra en að koma og horfa á leiki.“ Hvernig finnst þér að eigi að efla starf- ið í yngri flokkunum hjá Val í hand- bolta? „Það verður að fjölga krökkunum, fá sem flesta á æfingar. Mjög fljótlega t.d. strax í 4. flokki verður að koma með sér- stakar tækniæfingar fyrir handboltamenn í mismunandi stöðum.“ Hverjir eru þínir framtíðardraumar? „Topplið í Þýskalandi, verða eftir 10 ár annar tveggja aðalmarkmanna landsliðs- ins eða kominn í enska boltann í fótbolt- anum.“ Hvað finnst þér mikilvægast að gera til að efla íþróttalífið hjá Val? „Það eru óteljandi hlutir sem hægt er að gera, t.d. mega þjálfaranir tala meira saman og samræma æfingarnar hjá krökkum sem æfa margar greinar. Af hverju ekki að senda fótbolta- og körfuboltastráka á eina og eina æfingu yfir veturinn í handbolta og öfugt? Það væri hægt að halda mót á milli deilda þar sem keppt er í öllum greinunum og alls konar.“ Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik 11. maí 1911.“ Ungir Valsarar Langar að leika hand­ bolta með toppliði í Þýskalandi Darri Sigþórsson er 14 ára og leikur handbolta og fótbolta með 4. flokki Darri með Björgvini Páli Gústafs- syni landsliðsmarkverði í hand- bolta, en Björgvin er ein helstu fyrirmynda hans. Valsblaðið 2011 159 Starfið er margt Nám: Hef verið að sýsla í MH undanfar- in ár. Kærasta: Auður Harpa. Hvað ætlar þú að verða: Fótboltakall. Af hverju Valur: Ég er alinn upp í hverf- inu. Hjá hvaða liðum hefur þú verið í fót- bolta: Hef alltaf verið í Val fyrir utan stutt stopp í HK og hjá Tindastóli á láni. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í fótboltanum: Þau hafa stutt mig með því að mæta á leiki og hafa hvatt mig áfram. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni: Ég. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða: Kr-ingur eða stelpa. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Hún er örugglega frábær. Af hverju fótbolti: Ég prófaði nokkrar „bumbu-íþróttir“ og áttaði mig á að fót- boltinn var yfirburðar dæmi. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Íslandsmeistari í hnefaleikum 2010. Eftirminnilegast úr boltanum: Fyrsti leikurinn með meistaraflokki. Eftirminnilegast frá 100 ára afmælis- ári Vals: Því miður 0-1 tapið á móti ÍBV á afmælisdaginn. Markmið fyrir næsta tímabil: Skora mörk og vinna leiki. Hvernig líst þér á hópinn í meistara- flokki núna: Við erum frekar fáliðaðir akkúrat núna en mér líst mjög vel á þá sem nú eru til staðar. Besti stuðningsmaðurinn: Húsvörður- inn, vallarþulurinn og goðsögnin Einar Gunnarsson Skemmtilegustu mistök: Sjálfsmark á Shell-mótinu í Eyjum þegar ég skaut boltanum upp í vindinn og hann fauk í okkar mark. Erfiðustu samherjarnir: Haukur Páll er erfiður innan vallar sem utan. Erfiðustu mótherjarnir: Edvard Börkur og félagar hans í Tindastóli undir stjórn Donna. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Magni Fannberg sem þjálfaði okkur í 3. flokki. Mesta prakkarastrik: Í æfingabúðum í Vogum á Vatnsleysuströnd með hand- boltanum hlupum við allir naktir um hverfið þar til einhver hringdi á lögguna. Fyndnasta atvik: Mörg fyndin atvik, eft- irminnilegast þegar Jóhannes Sæmundur Guðbjörnsson knattspyrnuþjálfari og fag- maður óð inn á miðjan völlinn í bræðis- kasti á Norway cup og öskraði á dómar- ann „DOMMER, DET ER STRAFFE- SPARK“ Stærsta stundin: Þegar ég fæddist. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki kvenna hjá Val: Katrín Gylfa- dóttir er flottur spilari en er fyrst og fremst athyglisverð vegna þess hversu áhugaverður kærastinn hennar, hann Atli Már Báruson, er. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Atli Már Báruson handboltamaður er virkilega áhugaverður kappi og það er klárlega þess virði að kynna sér þennan ótrúlega leikmann. Hvernig líst þér á yngri flokkana í fót- bolta hjá Val: Ágætlega, margir leik- menn sem lofa góðu. Fleygustu orð: „If you are first you are first. If you are second you are nothing“, Bill Shankly. Mottó: Hakuna matata. Við hvaða aðstæður líður þér best: Slakur í pottinum eftir sigur á heimavelli. Hvaða setningu notarðu oftast: Hvað er í matinn? Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig: Að ég sé fáranlega myndar- legur. Fullkomið laugardagskvöld: Í sumar- bústað með góðu fólki. Fyrirmynd þín í fótbolta: Robbie Fow- ler og Rivaldo voru alltaf í uppáhaldi. Draumur um atvinnumennsku í fót- bolta: Það er draumurinn að gera ekkert annað en að spila fótbolta. Landsliðsdraumar þínir: Já, það væri draumur að spila fyrir Ísland, vonandi geri ég það einhvern tíma. Besti söngvari: Sigurjón Kjartansson. Besta hljómsveit: Skálmöld. Besta bíómynd: Djöflaeyjan. Besta bók: Englar alheimsins. Besta lag: Dust in the wind. Uppáhaldsvefsíðan: YouTube. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Liverpool. Eftir hverju sérðu mest: Engu, en ég sé eftir Jóni Vilhelmi. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Ef ég hefði einhverja seðla til að nota myndi ég byggja gervigrashöll. Af hverju heldur þú að fáir leikmenn komi upp í meistaraflokk karla úr yngri flokkum Vals undanfarin ár: Of lítil áhersla á yngri flokkana undanfarin ár. Nokkur orð um aðstöðuna á Hlíðar- enda: Hún er frábær, líklega sú besta á landinu. Hvernig viltu sjá Val þróast á næstu árum: Vil sjá sem flesta uppalda Valsara í öllum íþróttagreinum félagsins og að Lollastúku verði breytt í Kollastúku. Of lítil áhersla á yngri flokkana undanfarin ár Kolbeinn Kárason er tvítugur og leikur fótbolta með meistaraflokki BLÁSUM LÍFI Í GAMLAR LAGNIR! VANDAMÁLIÐ Stíflur, leki og hrun eldri lagna geta valdið losun mengandi efna sem eru skaðleg fyrir bæði menn og náttúru. LAUSNIN Lögnin er endurnýjuð án þess að þurfi að grafa: – endingargóð lausn – minni fyrirhöfn – lægri kostnaður! Bjargaðu verðmætum! Ko du í veg fyrir eyðileggingu af völdum skemmdra lagna með miklum tilheyrandi endurbótum og viðgerðarkostnaði. Metum ástand lagna Við endurnýjum lagnirnar innanfrá með háþróaðri tækni sem tryggir endingu og lágmarks rask. Fáðu okkur til þess að mynda lagnirnar og við metum kostnaðinn ef viðgerða er þörf. Einstaklingar og sveitarfélög Bjóðum heildarlausnir fyrir einstaklinga jafnt sem sveitarfélög. Þú færð tilboð og við fóðrum og skiptum um lagnir eftir því sem hagkvæmast þykir hverju sinni. Ástandsskoðun og viðhald sem margborgar sig! Viðgerðir Viðhald Nýlagnir Breytingar Snjóbræðslukerfi Ofnkranaskipti Heilfóðrun Partfóðrun Greinafóðrun Lagnaskipti Drenlagnir ... og öll almenn pípulagningaþjónusta GG lagnir ehf. Dugguvogi 1b 104 Reykjavík Sími 517 8870 G m 660 8870 gglagnir@gglagnir.is ÁRALÖNG REYNSLA VÖNDUÐ ÞJÓNUSTA GOTT VERÐ www.gglagnir.is 10 B B la ck Y el lo w M ag en ta C ya n 11 12 27 6 V al ur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.