Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 117
Valsblaðið 2011 115
Starfið er margt
enda styrkst jafnt og þétt og í dag er Val-
ur eitt öflugasta og glæsilegasta íþrótta-
félag landsins.
Að lokum vil ég þakka afmælisnefnd
félagsins sem undir stórn Reynis Vignis
fyrrverandi formanns Vals hefur unnið
mjög fórnfúst og metnaðarfullt starf í þau
tvö ár sem afmælisnefndin hefur starfað.
Einnig vil ég þakka minjanefnd undir
stjórn Magnúsar Ólafssonar fyrir þeirra
frábæra starf en minjanefndin hjálpar
okkur að halda utan um merka sögu
félagsins og víst er að ekkert félag stend-
ur undir nafni sem ekki varðveitir og
heldur vel utan um og sögu sína. Jafn-
framt færi ég Valsmönnum kærar þakkir
fyrir stuðning þeirra við uppsetningu
sögusýningarinnar.
Kæru Valsmenn, gleymum því ekki að
félagið okkar verður aldrei öflugra en að-
koma okkar að starfinu er hverju sinni.
Félag eins og Valur er fyrst og fremst
rekið af sjálfboðaliðum og við vitum að
margar hendur vinna létt verk. Því vil ég
hvetja ykkur kæru Valsmenn til áfram-
haldandi starfa um leið og ég þakka ykk-
ur fyrir að stuðlað að því að gera Val að
mesta afreksfélagi Íslands.
Til hamingju með daginn
starfi Vals. Samtakamáttur félaga í Val
hefur allar götur frá stofnun félagsins
gert því kleift að halda úti fjölbreyttu
starfi. Enda má með sanni segja að
Knattspyrnufélagið Valur hafi árum sam-
an verið hornsteinn æskulýðs- og tóm-
stundastarfs í félagshverfinu sínu. Það er
eðlileg skylda íþróttafélags að vinna að
fjölbreyttum markmiðum með börnum
og unglingum, skapa þeim ákjósanlegan
vettvang til að þroska félagsfærni sína en
jafnframt því að ástunda heilbrigða
keppni í íþróttum með það að markmiði
að ná sem bestum árangri. Hlíðarendi er
og á að vera staður þar sem kynslóðir
mætast, standa saman og vinna að sam-
eiginlegum markmiðum.
Styrkur Vals byggir á trúmennsku og
stuðningi félagsmanna sem á hverjum
tíma leggja félaginu lið. Þeir skapa með
ötulu starfi sínu það blómlega starf sem
við þekkjum hjá Val. Í gegnum árin hefur
félagið átt því láni að fagna að fá til
starfa sérstakega vandað og gott fólk.
Það á jafnt við um forystumenn, leið-
beinendur, starfsfólk, sjálfboðaliða að
ógleymdum iðkendum og foreldrum
þeirra barna og unglinga sem keppt hafa
undir merkjum Vals. Það má öllum ljóst
vera að umfram allt annað er það öflugt
innra starf sem er mælikvarði á styrk
félagsins, aðstaðan kemur svo þar á eftir.
Ekki má heldur gleyma aðkomu Reykja-
víkurborgar og þeim fjölmörgu styrktar-
aðilum sem hafa átt sinn þátt í því að
skapa þá umgjörð sem við þekkjum á
Hlíðarenda. Allir þessir aðilar eiga mikl-
ar þakkir skildar.
Á þeirri öld sem liðin er frá stofnun
Knattspyrnufélagsins Vals hefur þjóðin
og heimsbyggðin öll lifað margvíslega
umbrotatíma. Það má með sanni segja að
allan þennan tíma hafi starfið á Hlíðar-
hundrað ár? Hvernig verður þá horft til
baka og mat lagt á stöðu félagsins í dag?
Þessum spurningum getur enginn svarað
enda erfitt að geta sér til um framtíðina.
Við sem að félaginu stöndum hverju
sinni verðum að sameinast um að félagið
hafi skýra stefnu, metnaðarfull markmið
og raunhæfar leiðir sem hver og einn
Valsmaður getur unnið eftir svo að tak-
marki okkar verði náð. Aðeins þannig
nær Valur að viðhalda og þróa áfram það
góða og árangursríka starf sem einkennt
hefur Val í heila öld.
Síðustu árin höfum við leynt og ljóst
unnið að því að gera hlut beggja kynja
sem jafnastan innan félagsins, efla barna-
og unglingastarf og aðkomu foreldra að
starfinu. Jafnframt höfum við sett okkur
metnaðarfull markmið á afrekssviði
félagsins. Það er staðreynd að góður ár-
angur innan vallar eykur áhuga og
ástundun barna í íþróttum og margir ólík-
ir þættir í félagsstarfinu syðja hver við
annan og mynda þannig sterka liðsheild.
Til að gera allt starf félagsins öflugra
og markvissara er Valur kominn í hóp
fyrirmyndarfélaga innan ÍSÍ og má geta
þess að allar deildir félagsins náðu því
markmiði. Jafnframt því að leggja
áherslu á að styrkja allt innra starf félags-
ins hefur á undanförnum árum verið reist
hér á Hlíðarenda glæsileg aðstaða til
félagsstarfs og íþróttaiðkunar – nú síðast
var unnið að viðamiklum endurbótum á
gamla íþróttahúsinu. Það er stefna félags-
ins að á næstu árum verði gert enn betur í
að byggja hér upp og bæta aðstöðuna.
Þeir sem þekkja sögu félagsins vita að
aðeins fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf
frumkvöðlanna getur Valur státað af öfl-
ugu félagsstarfi og einstaklega góðri að-
stöðu hér á Hlíðarenda – sem hefur frá
árinu 1939 verið miðpunkturinn í öllu
Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarp á
hátíðardagskránni á afmælisdaginn og
þakkaði m.a. félaginu fyrir mikilsvert
framlag til íþróttastarfs í landinu og
brýndi Valsmenn til frekari dáða, ekki síst
í uppbyggingarstarfinu í yngri flokkum og
félagsstarfi. Við þetta tækifæri færðu Vals-
menn forsetaembættinu að gjöf inn-
rammaða mynd af æskulýðsleiðtoganum
sr. Friðriki Friðrikssyni sem forseti Ís-
lands þakkaði fyrir og sagðist myndu
hengja upp í góðum stað á Bessastöðum.
126 Valsblaðið 2011
Starfið er margt
Laugardaginn 12. nóvember sl. var hald-
in glæsileg ráðstefna um þjálfun barna og
unglinga í Vodafone höllinni að Hlíðar-
enda. Ráðstefnan var haldin í samstarfi
Fálkanna og Vals. Á ráðstefnunni héldu
nokkrir af fremstu þjálfurum landsins
fyrirlestra um ýmsa mikilvæga þætti í
þjálfun barna og unglinga. Lögð var
áhersla á að fá Valsara til að halda fyrir-
lestra. Þetta er stærsta verkefni sem Fálk-
arnir hafa komið að frá stofnun félagsins
2009, sjá nánar á falkar.is. Valsblaðiðið
fór þess á leit við nokkra fyrirlesara úr
hópi Valsara að birta erindi þeirra og
urðu þeir góðfúslega við þeirri beiðni og
eru þeim færðar þakkir fyrir.
Þjálfun barna
og unglinga
Glæsileg ráðstefna um þjálfun barna
og unglinga í Vodafone höllinni
Þann 12. nóvember var haldin ráðstefna
um íþróttir barna og unglinga á vegum
Fálkanna og Vals. Undirrituð hélt þar er-
indi þar sem skoðuð var íþróttaþátttaka
barna og unglinga hjá íþróttafélögum,
ástæður brottfalls og sjálfsmat, notkun
vímuefna og námsárangur út frá íþrótta-
þátttöku. Gögnin sem fjallað var um í fyr-
irlestrinum og í þessari grein eru fengin
úr æskulýðsrannsóknunum Ungt fólk sem
Rannsóknir & greining vinnur fyrir
mennta- og menningarmálaráðurneytið.
Hér er unnið með gögn sem safnað var
í öllum grunnskólum landsins í febrúar
2009. Svörunin var frá tæplega 84% í 10.
bekk þar sem hún var lökust upp í rúm-
lega 88% í 5. bekk þar sem hún var best.
Ég var svo heppin að fá aðgang að gögn-
um Rannsókna og greiningar og Margrét
Lilja Guðmundsdóttir Valsmamma og
starfsmaður Rannsókna & greiningar var
svo elskuleg að keyra út úr gagnagrunn-
inum þau gögn sem að okkar mati voru
spennandi.
Íþróttaþátttaka barna og unglinga
hjá íþróttafélögum
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að
íþróttaiðkun undir stjórn ábyrgra aðila
hefur margvísleg jákvæð áhrif á hegðun-
armynstur barna og unglinga. Í því ljósi
er fróðlegt að skoða hver raunveruleg
þátttaka íslenskra barna og unglinga er í
íþróttum með íþróttafélagi.
Þegar íþróttaþátttaka grunnskólabarna
frá 5.–10. bekk er skoðuð (mynd1) kem-
ur í ljós að tæplega 40% barna í 5. bekk
æfa ekki íþróttir með íþróttafélagi og er
sú tala komin upp í 49% þegar börnin eru
komin upp í 10. bekk. Íþróttaþátttaka er
mest í 7.–8. bekk en þá fer að draga úr
þátttökunni og brottfall að aukast. For-
varnargildi íþrótta eykst eftir því sem
íþróttaþátttakan er meiri og er því mest
hjá þeim sem æfa fjórum sinnum í viku
eða oftar. Þegar það er haft í huga er vert
að skoða mynd 1 en hún sýnir að 32%
nemenda í 10. bekk æfa íþróttir fjórum
sinnum í viku eða oftar.
Íþróttaiðkun og reykingar
Fjölmargar íslenskar rannsóknir hafa sýnt
að unglingar sem iðka íþróttir og/eða lík-
amsrækt eru ólíklegri til þess að reykja og
er hlutfall unglinga sem reykja daglega
lægst á meðal þeirra sem oftast iðka íþrótt-
ir og/eða líkamsrækt á viku. Því oftar sem
unglingar stunda íþróttir með íþróttafélagi
á viku þeim mun ólíklegri eru þeir til að
reykja sbr. mynd 2. Þegar samband áfeng-
isneyslu og íþróttaiðkunar er skoðað þá er
það einnig neikvætt sem þýðir að því
Íþróttaþátttaka, brottfall, víma,
sjálfsmat og námsárangur
eftir Ragnhildi Skúladóttur yfirmann barna- og unglingasviðs Vals
Mynd 1. Hlutfall nemenda í 5.–10. bekk sem æfir íþróttir með
íþróttafélagi eftir því hversu oft þau æfa í viku.
Mynd 2. Hlutfall nemenda í 9.–10. bekk sem neyta vímuefna
eftir því hversu oft þeir stunda íþróttir með íþróttafélagi.
8B
B
la
ck
Y
el
lo
w
M
ag
en
ta
C
ya
n
11
12
27
6
V
al
ur