Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 77

Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 77
70 Valsblaðið 2011 Knattspyrnan sem æfing í heiðarleika, til- litssemi, hógværð og lítillæti Allur þjösnaskapur veri langt frá yður.• Kærið yður ekki um að vinna með röngu • eða ódrengilegu bragði. Þeir sterkari boli aldrei hinum yngri og lin-• ar frá rjettum leik. Segið ávalt satt og venjið yður á að segja • til ef yður verður eitthvað á og játa það. Hælist aldrei yfir þeim sem tapa, og gleðj-• ist líka yfir velleiknu sparki hjá mótleiks- mönnum yðar. Leiðrjettið og segið til með hógværð þeim • sem óæfðari eru og kallið engan klaufa, þótt örðugt gangi í fyrstu. Öll mikilmennska, mont og yfirlæti sje • langt frá yður, en hógværð og lítillæti sje prýði og aðalsmerki hinna beztu. Sá sem temur sjálfan sig og reynist trúr í • hinum minstu atriðum leiksins, undirbýr sig með því til þess að geta lifað í trú- mennsku og prettaleysi í skyldustörfum lífsins. Sá sem hagar sjer óheiðarlega í leik, verð-• ur varla fastur fyrir í ráðvendni lífsins. Þeim ungling, sem temur sér pretti og • ógöfuga framkomu á leiksvæðinu, get jeg ekki vel treyst í því sem meira er undir komið. Tilgangur vor er sá, að nota leikina oss til • gagns inn á við, en ekki fordildar út á við. Munið ávalt eptir því, að leikur vor er ekki • aðeins stundargaman, heldur á hann að vera til þess að gjöra oss betri, göfugri, heiðarlegri og karlmannlegri með hverri æfing. Knattspyrnan sem liður í trúarlegum þroska Allar íþróttir, útileikir o.s.frv., allt það sem í • daglegu tali er kallað sport, það getur vel samrýmst anda og tilgangi félagins, ef þess að eins er gætt að það verði ávalt hið annað í röðinni, aldrei höfuðatriði, aldrei takmark. Nú viljum vjer setja á fótboltastarfsemi • K.F.U.M. bjöllu með þessari áritun: Helgað drottni! Vjer vinnum allt með því að helga það • guði. Enginn þarf að halda að hann verði daufingi við það að helga leik sinn eða íþrótt guði; öðru nær. En ef vjer helgum guði þenna vorn leik, • má ekkert ósæmilegt eiga sjer stað á leik- velli vorum. Leikurinn óprýkkar við allt ósæmilegt. [Leikurinn] … á að gjöra oss færari til • þess að þjóna guði í hreinleika líkama, sálar og anda. Samlíf vort á leiksvæðinu og utan þess á • Verið fljótir að hlýða þeim sem leik stjórna, • einnig þó að þeir sjeu yngri. Látið aldrei koma óánægju upp hjá yður, • vegna þess hlutverks, sem þjer hafið feng- ið í leiknum; gætið að því, að hver staða í leiknum er þýðingarmikil og nauðsynleg. Markvörðurinn og bakverðirnir eru eins • þýðingarmiklir eins og frumherjarnir. Þar er enginn mismunur, hver hefir síns hlut- verks að gæta. Sjerhver yðar leggi þá alúð inn í sitt hlut-• verk eins og leikslokin væru undir trú- mensku hans eins komin. Þjónustusemi og veglyndi einkenni alla • framkomu vora, bæði á leiksvæðinu og utan leiks. [Leikurinn] er einn liður í starfi K.F.U.M., • sem glæðir og viðheldur fjelagslífinu á sumrin. Með leik yðar getið þjer gjört K.F.U.M. • bæði sóma og gagn, en þjer getið líka gjört því tjón og skömm. Gætið vel að því. Gjörið ekkert út í bláinn, en vitið ávalt hvað • þjer viljið, og hvers vegna þjer gjörið þetta eða hitt. Knattspyrnan sem endurspeglar list, fegurð og siðsemi Það er fagurt að sjá unga menn með • stælta vöðva, fagran limaburð og þrekmik- inn vilja keppa í siðsömum leik. Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í • leik yðar. Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliða.• [Leikurinn] á að hafa … göfgandi áhrif á • sálina. Sá sem leikur af sannri íþrótt, stillingu, • kappi og fegurð, vinnur sjer sóma, þótt annar verði yfirsterkari. Knattspyrnan sem tæki til að læra sjálf- stjórn og varkárni í orðum Þjer ungu menn … sýnið að þjer getið • leikið með kappi og fjöri og þó sem göfug- ir ungir menn, sem fullkomlega hafið vald yfir yður. – Náið þessu valdi hvað sem það kostar. Hjer á þessum velli má aldrei heyrast ljótt • orðbragð, ekkert blótsyrði, engin keksni, engin særandi orð, enginn gárungaháttur nje háreysti. Æfið tungu yðar, svo að engin óþarfa orð • heyrist. Látið aldrei ófagurt • pex eða þráttanir skemma leikinn. [Leikurinn] á að vera uppeldismeðal til • þess að ná meiru og meiru valdi yfir sjálf- um sjer. lega 70 erindi og útskýrir tilgang sinn fyrir Páli: „Máttu nú af þessu sjá hver muni til- gangur og stefna kvæðisins. Knatt- leikurinn er ekki aðeins til skemmt- unar og líkams heilsubóta, heldur og meðal til þess að göfga andann og kenna mönnum að hafa vald yfir sjer, hreyfingum sínum og geðshræring- um.“5 „Fair Play“ Óvíða koma hugsjónir séra Friðriks Frið- rikssonar varðandi knattspyrnuna skýrar fram en í ræðu hans, „Fair Play“, sem hann flutti „við vígslu fótboltasvæðis K.F.U.M. 6. ágúst 1911“, enda vart til- viljun að einkunnarorð Vals: „látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliða“, skuli einmitt tekin úr þeirri ræðu.6 Í raun má segja að umrædd vígsluræða Friðriks sé að stórum hluta til eins konar safn speki- orða og hollra ráða sem ég hygg að öll- um sem iðka eða unna knattspyrnu, nú 100 árum síðar, sé hollt að ígrunda og spegla sig í. Hollráð Friðriks nálgast knattspyrnuna frá líkamlegum, félagsleg- um, siðferðislegum og trúarlegum sjón- arhóli og í því sem hér fer á eftir eru þau flokkuð saman eftir efni og innihaldi eins og þau eru orðuð í umræddri vígsluræðu: Knattspyrnan sem líkamleg æfing og heilsubót Æfið augun að sjá fljótt, hvað gjöra skal.• Æfið fæturna til þess að þeir gefi mátulegt • spark eptir því sem augað reiknar út að með þurfi. Æfið hendurnar til þess að fálma ekki út í • bláinn, til þess að gjöra einmitt þær hreyf- ingar, sem við eiga; látið hendur og hand- leggi verða svo sjaldan sem unt er fyrir knettinum. Látið ekki líkamann vera í 18 hlykkjum, • heldur látið hvern vöðva vera stæltan og allan líkamann í þeirri stellingu sem feg- urst er. Leikinn höfum vjer oss sjálfum til hress-• ingar og heilsusamlegrar hreyfingar. [Leikurinn] á að hafa … styrkjandi áhrif á • líkamann. Knattspyrnan sem æfing í samvinnu og tækifæri til aukins félagslegs þroska Verið þar á svæðinu sem yður ber að vera • hverjum samkvæmt skyldu sinni og varast blindan ákafa og fum. Valsblaðið 2011 75 Starfið er margt höfum við verið gríðarlega heppin með slíkar fyrirmyndir. Ég minnist þess sjálf- ur að sem gutti leit ég sérstaklega upp til Geirs Sveinssonar, Júlíusar Jónassonar, Jakobs Sigurðssonar, Valdimars Gríms- sonar, Einars Þorvarðarsonar og fleiri kappa. Í raun draga slíkar fyrirmyndir mann áfram og draga mann inn í ákveðið mynstur. Þessu finna menn fyrir sem koma inn í landsliðið. Þar kynnast þeir sem yngri eru ákveðinni samstöðu og ráðandi karakter sem hefur varðveist inn- an hópsins. Það að Ólafur Stefánsson er búinn að fara á 19 stórmót í röð væri óhugsandi í Þýskalandi. Núna er staðan þannig í Þýskalandi að það eru 2 – 3 leik- menn sem gefa ekki kost á sér af því að þeir eru svo miklar prímadonnur. Þetta væri óhugsandi hjá íslenska landsliðinu.” Ég hef hins vegar alltaf litið á þýsk- an karakter sem mjög vinnusaman á meðan við Íslendingar förum þetta á brjálæðinu. Er þessi goðsögn byggð á misskilningi? „Hættan fyrir okkur Íslendinga tel ég að sé magnið af handbolta sem tíðkast í Þýskalandi m.v. á Íslandi. Þegar maður horfir til þess hvenær Íslandsmótið í handbolta byrjar, hversu marga leiki spila íslenskir leikmenn m.v. leikmenn í Bun- desligunni. Leikmennirnir heima á Ís- landi sem eru ekki í landsliðinu eru þeir að spila nógu marga leiki? Eru þeir að æfa nógu mikið? Það tel ég áhyggjuefni. Leikjafjöldinn er gríðarlegur í Bundeslig- unni og þess utan eru mjög stór æfinga- mót fyrir tímabilið. Þú ert með bestu leikmennina sem eru líka í landsliðum og spila í meistaradeildinni. Þar eru íslensk- ekki með sérstakan markmannsþjálfara heldur sé ég um það sjálfur. En í yngri liðunum hafa þeir aðgang að markmanns- þjálfara. Þar er ákveðinn skóli í gangi en annars liggur þetta mjög mikið hjá leik- mönnunum sjálfum að afla sér upplýs- inga og æfinga.” Hvað með aðrar stöður innan liðs- ins? Eru menn meira og minna allir í sama prógramminu eða er verið að vinna sérstaklega með leikmenn eftir því hvaða stöðu þeir spila? „Umgjörðin hjá 2. og 3. flokki er klár- lega betri heldur en umgjörðin hjá sömu flokkum heima. Það þýðir alls ekki að það sé eitthvað auðveldara að verða góð- ur hérna heldur en hjá Val. Þvert á móti þá þurfa strákarnir heima að hugsa meira um sig sjálfir en ekki bara að láta mata sig af einhverjum öðrum. Það er stór hluti af þessu og strákar sem koma frá Ís- landi sem eru búnir að berjast í þessu sjálfir en ekki eingöngu að taka við fyrir- mælum frá þjálfurum eru oft að koma miklu betur út heldur en strákar sem koma upp úr þessu þýska kerfi. Þýsku strákana vantar oft þennan sjálfsaga og þá hugsun að þeir séu að gera þetta fyrir sjálfa sig. Þess utan er íslenski liðsandinn sem hefur verið ráðandi innan landsliðs- ins dáður af handknattleiksheiminum út um allt.” Þetta leiðir hugann að þeirri spurn- ingu hver sé megin munurinn á hugar- fari íslenskra og þýskra ungmenna. T.d. með tilliti til metnaðar, vinnusemi osfrv.? „Ég held að góðar fyrirmyndir séu lyk- ilatriði í íþróttum. Ég held að á Íslandi greina hjá þýsku félögunum og hvernig gengur það fyrir sig þegar menn velja á milli greina, t.d. handbolta og fótbolta? „Það er ekki alltaf sem liðin í Bundes- ligunni eru bæði með afrekslið í t.d. handbolta og fótbolta. En meginmunur- inn er samt sá að liðin í Bundisligunni eru ekki með samfellt yngri flokka starf. Hér í Berlín, þar sem búa um 4 milljónir manna, eru mjög mörg lið, nánast í hverju hverfi með yngri flokka starf. Við hjá Füshe Berlín tökum ekki við leik- mönnum fyrr en þeir eru komnir í 2. eða 3. flokk. Þannig að við höfum engin áhrif á þjálfun mjög ungra leikmanna sem er í raun nauðsynlegt að hafa. Sú þróun er öll á eftir hér í Þýskalandi og hér væri það óhugsandi að Óskar Bjarni sem þjálfari meistaraflokks skuli jafnframt vera með yngstu guttana hjá Val. Þetta er algjör- lega ómetanlegt hvort heldur fyrir for- eldra sem eiga börn í Val eða fyrir félagið til framtíðar.” En hvernig er háttað keppni í yngstu flokkunum í Þýskalandi? Er ekki eitt- hvað Þýskalandsmót í 5. flokki? „Það er mjög mikið af mótum sem eru svæðisbundin. Liðin á Berlínarsvæðinu keppa innbyrðis. Ég þekki það líka með krakkana mína í fótboltanum að það er stórt verkefni að spila í Berlínardeild. Eftir því sem ofar dregur þá fer að aukast samkeppni og mótum fjölgar og þá keppa þau á úrslitakeppnum í lok ársins á lands- vísu. Einnig keppa sín í milli úrvalslið svæða.” En hvernig er æfingum háttað fyrir stelpur og stráka? Er sams konar fyr- irkomulag á æfingum og keppni? „Já, það held ég án þess að hafa kynnt mér það í þaula. Stelpurnar mínar hafa verið í fótboltanum rétt eins og guttinn og starfið og skipulag þess virðist vera það sama. Stelpan mín lenti reyndar í því að kvennadeildin var lögð niður og hún þurfti að finna sér nýtt lið. Fótboltinn í Þýskalandi er mikið karlasport og stelp- urnar eiga mjög á brattann að sækja. Það er mikill munur á aðsókn á leiki og iðk- endum eftir kynjum. En það hafa samt sem áður allir aðgang að þeim æfingum sem þeir óska. En dóttir mín hefur kom- ist í úrvalslið Berlínar sem sýnir að það er hellingur í boði fyrir stelpurnar líka.” Hver er helsti munurinn á mark- mannsþjálfun í Þýskalandi og á Ís- landi? „Þetta er bæði mjög persónubundið og bundið við fyrirkomulag einstakra liða. Hér hjá okkur í meistaraflokki erum við Íslandsmeistarar 5. flokks Vals í handknattleik tímabilið 1983–1984. Aftari röð frá vinstri: Magnús Blöndal þjálfari, Bragi Hilmarson, Örn Arnarson, Anton Björn Markússon, Óskar Finnbjörnsson, Ármann Sigurvinsson, Trausti Ágústsson og Egill Sigurðsson aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Davíð Ólafsson, Kristinn Thorarensen, Lárus Sigurðsson, Gunnar Már Másson, Dagur Sigurðsson og Alfreð Chiarolanzio. 5B B lack Y ellow M agenta C yan 1112276 V alur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.