Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 136

Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 136
134 Valsblaðið 2011 Starfið er margt Fyrir keppnistímabilið 2010–2011 setti stjórn deildarinnar og báðir meistara- flokkarnir sér það takmark að komast í úrvalsdeild á ný. Takmarkið náðist og er Valur nú eitt félaga með alla meistara- flokka í efstu deild. Kvennaliðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild með sigri á Stjörn- unni og karlaliðið með sigri á Þór Akur- eyri í úrslitakeppni 1. deildar. Yngvi Gunnlaugsson þjálfaði báða meistara- flokka deildarinnar og er það einstakt af- rek að fara með tvö lið upp í efstu deild á sama árinu. Yngri flokka starfið hefur eflst á undanförnum árum og eigum við Valsmenn marga upprennandi körfu- knattleiksmenn í þeim hópi. Miklar breytingar urðu í hópi þjálfara hjá deild- inni og í leikmannahópum meistara- flokka deildarinnar. Ágúst Björgvinsson tók við þjálfun beggja meistaraflokka félagsins af Yngva Gunnlaugssyni. Ágúst æfði í öllum yngri flokkum hjá Val og hefur þjálfað bæði yngri flokka og meist- araflokk karla félagsins. Ágúst hefur náð góðum árangri sem þjálfari bæði kvenna- og karlaliðs Hauka og Hamars í Hvera- gerði. Ágúst er boðinn velkominn til starfa aftur fyrir Val en Yngva er þakkað- ur einstakur árangur og góð störf fyrir fé- lagið. Stjórn körfuknattleiksdeildar Vals 2011–2012 Steindór Aðalsteinsson, forsvarsmaður Bjarki Gústafsson Einar Örn Jónsson Lárus Blöndal Grímur Atlason Sigþór Björgvinsson Úr stjórn gengu Gunnar Zoëga, Torfi Magnússon og Elínborg Guðnadóttir og þakkar körfuknattleikdeildin þeim vel unnin störf á liðnum árum. Lárus Blön- dal gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku en hann hefur verið formað- ur deildarinnar undanfarin ár. Grímur Atlason var kjörinn formaður á aðalfundi félagsins en sagði sig frá formennsku á miðju sumri vegna anna. Steindór Aðal- steinsson tók að sér að vera í forsvari fyr- ir deildina. Meistaraflokkur karla Yngvi Gunnlaugsson þjálfaði meistara- flokk karla keppnistímabilið 2010 til 2011. Honum til aðstoðar var Birgir Mikaelsson. Góður andi var í meistara- flokknum og náði liðið inn í úrslita- keppnina. Í fyrstu umferð mættu Vals- menn Skallagími frá Borgarnesi og unnu þá viðureign 2-0. Í sjálfum úrslitunum mættu Valsmenn Þór frá Akureyri. Vals- menn unnu fyrsta leikinn á Akureyri en í Báðir meistaraflokkarnir leika í efstu deild og yngri flokkarnir að eflast Skýrsla körfuknattleiksdeildar 2011 Meistaraflokkur Vals í körfuknattleik 2011–2012: Aftari röð frá vinstri: Ágúst Sigurður Björgvinsson þjálfari, Sigurður Skúli Sigurgeirsson, Garrison Johnsson, Alexander Dungal fyrirliði, Igor Tratnik, Birgir Björn Pétursson, Darnell Hugee, Bergur Ástráðsson, Austin Magnus Bracey og Lárus Blöndal stjórnarmaður. Fremri röð frá vinstri: Bjarni Geir Gunnarsson, Ágúst Hilmar Dearborn, Kristinn Ólafsson, Hamid Dicko, Þorri Arnarson, Ragnar Gylfason varafyrirliði og Benedikt Blöndal. Á myndina vantar Snorra þorvaldsson og Hlyn Loga Víkingsson. Valsblaðið 2011 139 Eftir Lárus Blöndal því komnir með ágæta stöðu í einvíginu. Heimferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig og var ófært um Bakkaselsbrekkuna og Öxnadalsheiði. Það var þó ákveðið að skoða aðstæður og voru stórir flutninga- bílar að gera sig klára í brekkuna og heiðna. Það var því ákveðið að reyna að komast yfir en bílinn festist í miðri Bakka- selsbrekku. Leikmenn vildu komast í bæ- inn sem fyrst og höfðu lítinn áhuga á að snúa við og stukku því út og ýttu rútunni upp brekkuna. Eftir það var ferðin greið til Reykjavíkur. Leikur 2 var að Hlíðarenda. Þórsarar mættu ákveðnir til leiks en það var greini- legt að Valsmenn voru undir miklu álagi enda mögulegt að komast í úrvalsdeild með sigri á heimavelli fyrir framan fulla stúku af stuðningsmönnum Vals. Vals- mönnum gekk illa að spila saman í leikn- um og reyndu menn mikið að gera út um leikinn með einstaklingsframtakinu. Liðs- heildin og samspilið var betra hjá Þórsur- um og tókst þeim að vinna leikinn með 3 stigum að lokum. Það þurfti því hreinan oddaleik á Akureyri til að skera úr um hvort liðið kæmist í úrvalsdeild. Valsliðið flaug norður í þriðja og síðasta leikinn og voru mættir tímanlega fyrir leik. Góður andi var í leikmannahópnum þrátt fyrir tap í síðasta leik. Var greinilegt að leikmenn voru búnir að undirbúa sig vel fyrir þennan oddaleik. Valsmenn voru einbeittir frá fyrstu mínútu leiksins og var greinilegt að þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Lið Þórs átti fá svör við góð- um leik Valsmanna og endaði leikurinn með 22 stiga sigri Vals og Valur þar með kominn aftur í úrvalsdeild. leikmenn Vals stóðu sig frábærlega í leiknum. Valur vann leikinn 130 – 84. Um áramótin var orðið nokkuð ljóst að Þór Þorlákshöfn myndi fara beint upp í úr- valsdeild en þeir tefldu fram öflugu liði með þremur erlendum leikmönnum inn- anborðs ásamt góðum íslenskum leik- mönnum. Baráttan stóð um það hvaða fjögur lið myndu komast í úrslitakeppni um hitt lausa sætið í úrvalsdeildinni. Vals- menn bættu við sig öðrum erlendum leik- manni á síðasta degi félagaskipta til að styrkja liðið fyrir lokaátök 1. deildarinnar. Valsmenn enduðu í 4. sæti deildarinnar og komust því í úrslitakeppnina ásamt Þór Akureyri, Skallagrími og Breiðabliki. Í fyrstu umferð mættust Valur og Skalla- grímur og vann Valur nokkuð sannfærandi 2-0. Í hinni viðureigninni vann Þór Akur- eyri Breiðablik 2-0. Það voru því Þór Ak- ureyri og Valur sem kepptu í úrslitum um laust sæti í úrvalsdeild. Þór Akureyri end- aði í 2. sæti deildarinnar en Valur í því 4. og hafði Þór því heimavallarréttinn. Valsmenn keyrðu norður í fyrsta leik og urðu að fara lengri leiðina út fyrir Trölla- skaga, í gegnum Héðinsfjarðargöngin og inn Eyjafjörð vegna þess að Öxnadals- heiðin var ófær. Strákarnir mættu því í hús rétt fyrir leik og voru varla búnir að hita upp þegar dómararnir flautuðu til leiks. Bæði lið mættu einbeitt til leiks og var greinilegt að ekkert yrði gefið eftir í leikn- um. Valsmenn unnu þó leikinn og voru Keppnistímabilið 2010 til 2011 var við- burðaríkt hjá körfuknattleiksdeildinni. Árangurinn var góður og náðu báðir meistaraflokkarnir settum markmiðum og unnu sér sæti í úrvalsdeild á ný. Yngvi Gunnlaugsson þjálfaði báða meistara- flokkana og sennilega hefur enginn ann- ar þjálfari náð því að fara upp í efstu deild með tvö lið sama veturinn. Nokkuð auðvelt hjá kvennaliðinu Kvennaliðinu gekk vel og töpuðu þær aðeins þremur leikjum allan veturinn og þar af báðum deildarleikjunum gegn Stjörnunni. Stjarnan tefldi fram erlendum leikmanni frá upphafi móts og var greini- legt að það gerði gæfumuninn í leikjun- um gegn Val. Þegar kom að úrslitakeppn- inni var ljóst að Stjarnan og Valur myndu berjast um laust sæti í úrvalsdeildinni. Það var því ákveðið að styrkja liðið og bæta við erlendum leikmanni fyrir loka- átökin. Leikfléttan gekk upp og unnu Valskonur fyrstu tvo leikina gegn Stjörn- unni sannfærandi og þar með sæti í úr- valsdeildinni. Viðburðaríkur vetur hjá strákunum Veturinn byrjaði brösulega hjá strákunum þrátt fyrir að Valur tefldi fram efnilegu liði í 1. deildinni. Leikir sem áttu að vinnast töpuðust með nokkra stiga mun og því ljóst að það þyrfti að berjast ef lið- ið ætlaði sér í úrslit. Eftirminnilegasti leikur vetrarins var án efa fyrsti leikur eftir áramót þegar liðið fór til Akureyrar að spila við Þór. Ákveðið var að keyra norður og þrátt fyrir vont veður var leikn- um ekki frestað. Það voru því 8 leikmenn sem lögðu af stað frá Valsheimilinu ásamt bílstjóra. Veðrið var vont á leiðinni og í raun ófært, en þar sem leiknum hafði ekki verið frestað keyrðu þeir alla leið og tók ferðin um 10 klukkutíma. Yngvi þjálfari og nokkrir leikmenn ætluðu með flugi seinna um daginn en vélinni var snúið við þannig að þeir komust ekki til Akureyrar. Það var því fámennt og þjálf- aralaust lið sem mætti til Akureyrar þeg- ar rétt 15 mínútur voru til leiks. Strákarn- ir hafa sjaldan spilað betur og virtist ekk- ert geta stöðvað þá. Calvin Wooten gerði sér lítið fyrir og skoraði 52 stig en allir Aftur í úrvalsdeild Meistarflokkur karla í körfubolta sem kom Val aftur í Úrvalsdeild vorið 2011. Efri röð frá vinstri: Birgir Mikaelsson (aðstoðarþjálfari), Hörður Nikulásson, Alexander Dungal, Björgvin Valentínusson, Birgir Björn Pétursson, Hörður Hreiðarsson, Philip Perre, Lárus Blöndal (formaður KKD Vals). Neðri röð frá vinstri: Benedikt Blöndal, Ragnar Már Skúlason, Calvin Wooten, Yngvi Gunnlaugsson (þjálfari), Sigmar Egilsson, Snorri Gunnarsson, Pétur Þór Jakobsson 9B B lack Y ellow M agenta C yan 1112276 V alur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.