Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 151
Valsblaðið 2011 149
Handbold þar á meðal Mikkel Hansen.
Daginn eftir tónleikana var svo farið í
Tivolíið þar sem Sigvaldi lenti í því leið-
indaatviki að kasta upp á ókunnugan
mann í rússíbananum. Síðasta daginn var
svo farið í skemmtigarðinn Bakken, það
var fýluferð þar sem það rigndi látlaust
allan tímann.
Morguninn eftir sló Maksim síðan
heimsmet í 100 metra spretthlaupi þegar
hann þeyttist niður Strikið rétt áður en
búðirnar lokuðu. Þar með var þessi frá-
bæra ferð á enda. Ferðir sem þessar
þjappa hópnum alltaf vel saman sem er
sérstaklega gott svona rétt fyrir mót. Æf-
ingaferðir af þessu tagi eru rosalega
skemmtilegar. Við höfum þrisvar sinnum
farið á Partille Cup svo það var gott að
breyta aðeins til núna. Einnig var gott að
byrja að æfa aðeins fyrr til að vera í góðu
standi fyrir tímabilið.
Valskveðja,
Alex, Baldvin og Valdi skráðu
hliðina á höllinni var stærðarinnar fang-
elsi. Í höllinni var jakkanum hans Heimis
stolið en hann fannst stuttu seinna fyrir
utan höllina uppi á ruslagámi.
Margt sér til gamans gert
Á milli leikja og æfinga var svo oftast
farið í sund eða á Strikið. Í sundhöllinni
var stökkpallur þar sem Egill sýndi gam-
alkunna fimleikatakta. Það var svo farið
á Strikið þar sem búðirnar voru teknar
rækilega í gegn. Maksim fór þar fremstur
í flokki og á tímabili fóru menn að halda
að Kalli Berndsen hafi tekið sér bólfestu
í líkama hans. Agnar Smári vakti svo
mikla athygli á Ráðhústorginu þegar
hann ástríðufullan dans við einn af úti-
gangsmönnum Kaupmannahafnar.
Á tónleikum með Kanye West
Hluti af hópnum fór síðan á Kanye West
tónleikana sem haldnir voru í Tivoli. Þar
hittu strákarnir nokkra leikmenn AG
Ferðasaga
Miðvikudaginn 9. ágúst lögðu af stað 10
strákar úr 3. flokki ásamt þjálfurum í æf-
ingaferð til Kaupmannahafnar. Mæting
var klukkan 05:45 að Hlíðarenda og
stuttu seinna hófst þessi mikla svaðilför.
Flugið til Kaupmannahafnar gekk vel
fyrir utan örlitla bið á flugvellinum þar
sem Maksim þjálfari var sakaður um
ólöglegt vopnahald. Við lendingu vakti
flugstjórinn mikla lukku þegar hann spil-
aði lagið „ All of the lights“ með Kanye
West en meirihluti vélarinnar var einmitt
á leiðinni á tónleika með honum.
Frábær aðstaða i Gladaxe
Gist var á íþróttahosteli í Gladsaxe en þar
var allt til alls, fótboltavellir, handbolta-
hallir, strandvellir og sundhöll svo að
strákarnir höfðu nóg að gera. Fyrsti dag-
urinn fór í að pakka upp dótinu svo var
kíkt á æfingu þar sem Heimir þjálfari tók
óvænt fram skóna. Daginn eftir var svo
farið beinustu leið á Strikið. Þar var farið
á McDonalds þar sem Valdimar Grímur
var ekki lengi að láta henda sér út fyrir
skjalafals. Strætóferðirnar voru einstak-
lega þægilegar enda allir strákarnir með
kort sem átti að duga út ferðina nema
Valdimar Grímur sem týndi því strax á
degi 2.
Æfingaleikirnir töpuðust naumlega
Spilaðir voru þrír æfingaleikir við FIF,
HIK og Ajax en þeir töpuðust allir naum-
lega enda voru þetta 3 af 5 bestu liðum
Danmerkur. Helsti munurinn á dönsku lið-
unum og okkur var sá að þeir höfðu lík-
amlega yfirburði yfir okkur, bæði stærð
og styrk. Við komum hins vegar sterkir
inn hvað varðar tækni. Leikurinn við Ajax
var spilaður á heimavelli þeirra en við
Eftirminnileg æfinga
ferð 3. flokks
karla í handknatt
leik til Danmerkur
156 Valsblaðið 2011
Starfið er margt
Vel heppnaður
nýjársfagnaður
meistaraflokks
kvenna í
knattspyrnu
10A
B
lack
Y
ellow
M
agenta
C
yan
10
1112276 V
alur