Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 88

Valsblaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 88
404 FALL VALS VÆRI FRÁBÆR FRÉTT Og hver er svo harðbrjósta að hann geti hugsað þá hugsun til enda, að Knattspyrnufélagið Valur, stolt höfuð- borgarinnar, eigi í vændum að falla niður í 2. deild? „Það get ég,“ sagði landskunnur dagskrárgerðarmaður af sjónvarpinu (Páll Magnússon), „ég heyri sko ekki betri frétt en þá, að nú sé Valur dottinn. Ég er búinn að bíða í ofvæni eftir þessari frétt í Ríkisútvarpinu og nú sé ég loksins hilla undir hana.“ „Bull,“ sagði kvefaði rithöf- undurinn. „Nú er allt í húfi fyrir Val og þeir verða að bursta Eyjapeyjana um næstu helgi og það gera þeir. Valsarar eru nefnilega menn hinna stóru leikja.“ (Baldur Hermannsson í DV 15. september 1983) BORGIN FÉLL EKKI Höfuðborg Íslands féll ekki og því síður Valur því liðið bar sigurorð af Vestmannaeyingum 3:0 en staðan var 0:0 í hálfleik. Ingi Björn skoraði tvö markanna. Og í næstsíðustu umferðinni sigraði Valur Víking 2:1. Þegar upp var staðið hafnaði liðið í 5. sæti í deildinni, eins og árið áður. Þetta sumar rauf Ingi Björn Albertsson 100 marka múrinn og voru margir þeirrar skoðunar að hann hefði átt sitt besta keppnis- tímabil, þrátt fyrir slakt gengi Vals. Kappinn setti markamet í 1. deild með því að verða fyrstur á Íslandi til að skora 100 mörk í efstu deild. Ingi Björn skoraði 14 mörk í deildinni, hlaut gullskó Adidas sem var veittur í fyrsta skipti sumarið 1983 og var kjörinn leikmaður Vals. Eftir þetta gullár hjá Val gerðist Ingi Björn spilandi þjálfari FH sem vann sig upp úr 2. deild sumarið 1983. GUÐNI BERGS EFNILEGAST- UR Í 1. DEILD Sumarið 1984 voru stofnuð samtök leikmanna í 1. deild og var Grímur Sæmundsen, fyrirliði Vals, einn aðalforsprakkinn að stofnun sam- takanna sem og undirbúningi fyrir fyrstu lokahátíðina sem var haldin á veitingahúsinu Broadway 16. september. Valsmaðurinn Hermann Gunnarsson var kynnir, Valsmaður- inn og fjármálaráðherrann, Albert Guðmundsson, hélt ræðu kvöldsins og danski knattspyrnumaðurinn og fyrrverandi Knattspyrnumaður Evrópu, Allan Simonsen, var heiðursgestur. Valsmaðurinn Guðni Bergsson var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og Skaga- maðurinn og markvörðurinn Bjarni Sigurðsson hlaut yfirburðakosningu sem besti leikmaður deildarinnar. Nokkrum árum síðar átti Bjarni eftir að gera garðinn frægan hjá Brann í Noregi og síðan Val. FJÖLBREYTT STÖRF FRAM- UNDAN Aðalstjórn Vals hafði að mörgu að hyggja starfsárið 1983 til 1984 en fyrir stjórnarmennina Pétur Svein- bjarnarson, Ólaf Gústafsson, Elías Hergeirsson og Jón H. Karlsson var hver einasta hindrun spennandi áskorun. Höfuðframkvæmdir Vals á verklega sviðinu voru bygging íþróttahúss og félagsheimilis, flóð- lýsing malarvallar, stúkubygging við grasvöllinn og fjölgun valla, viðgerð félagsheimilis og íbúðarhúss og síð- ast en ekki síst skipulag Hlíðarenda eftir að félagið fékk úthlutað við- bótarlandi á 70 ára afmælinu. Hinn 2. júní 1983 var samþykkt að hefja byggingu nýrra knattspyrnuvalla á 22 þúsund fermetra svæði. FYRSTI OPINBERI HEIMA- LEIKURINN Á starfsárinu 1983-1984 mörkuðu tveir atburðir einkum þáttaskil í sögu Hlíðarenda. Fyrstu opinberu heimaleikir Vals í knattspyrnu voru leiknir á Hlíðarenda og lokið var við að reisa þakgrind nýja íþróttahússins. Valur var fyrsta reykvíska félagið til þess að leika 1. deildar leiki á eigin félagssvæði og er sú von látin í ljós að Valsmenn muni um ókomna framtíð leika hluta heimaleikja sinna að Hlíðarenda. (Úr skýrslu aðalstjórnar í Valsblaðinu 1984) Bræðslan hjá Boris Að mæta á æfingu og vera í seinni kantinum var ekki það skemmtileg-asta sem maður lenti í. Þá var Boris á ganginum í gamla íþróttahúsinu, búinn að reykja nokkrar rótsterkar rússneskar sígarettur ofan í allan hvítlaukinn og svo fékk maður að heyra það! Ég var 15 ára og ekki búinn að ná fullri hæð þannig að Boris átti auðveldara með að koma með sitt andlit ofan í mitt og andfýlan sem gusaðist yfir mann ásamt fúkyrðunum sagði manni að betra væri að vera tímanlega næst. Seinna lenti ég nokkrum sinnum í því að sækja Boris á æfingar þar sem ég bjó úti á Seltjarnanesi og hann á Víðimelnum. Ég mætti vel tímanlega og hann skellti sér inn í framsætið. Ég keyrði af stað og hann byrjaði að tala. Í raun hefði ég getað sleppt því að vera með framsæti. Boris vildi alltaf horfast í augu við þá sem hann talaði við þannig að hann sat nánast á lærinu á mér og talaði alla leið inn í Valsheimili. (Júlíus Jónasson, 2011) 405 Ingi Björn Albertsson varð markahæstur í 1. deild 1983 með 14 mörk og hlaut gullskóinn sem var þá veittur í fyrsta skipti. Guðni Bergsson var valinn efnilegastur í 1. deild sumarð 1984 en markvörður ÍA, Bjarni Sigurðsson, sá besti. Bjarni skipti síðan yfir í Val 1989 og lék með félaginu þar til hann lagði skóna á hilluna 1993. Knatt-spyrnumaður Evrópu 1977, Daninn Allan Simonsen, afhenti verðlaunin á Broadway. Simonsen lék með Barcelona 1979-1982 og einnig með Velje, Charlton og Borussia Mönchengladback. Hann lék 55 landsleiki. „Mikilvægasti leikur Vals fyrr og síðar,“ sagði Stefán Gunnarsson, fyrirliði Vals, við blaðamann Morgun- blaðsins fyrir útileikinn gegn Atlético Madrid í Evrópukeppni meistaraliða í handbolta hinn 1. mars 1980. Hann sagði enn fremur að Valur mætti ekki tapa nema með þriggja marka mun til að eiga möguleika á að komast í úrslitaleikinn. Stefán reyndist sann- spár en björninn var síður en svo unninn því seinni leikurinn í Laugar- dalshöllinni myndi skera úr um það hvort liðið léki til úrslita um Evrópu- meistaratitilinn. Slíkum áfanga hafði ekkert íslenskt lið náð, hvorki í hand- bolta né fótbolta. Gífurleg spenna var á Íslandi fyrir þennan mikilvæga leik Vals og fjallaði Morgunblaðið um leikinn, sem og leikinn á Spáni, á heilli opnu 4. mars 1980. Til þess að sigra spánska liðið heima þurfum við að bæta varnarleikinn og við getum ekki sigrað þá með neinum látum, heldur verðum við að spila rólega og yfirvegað, halda markatölunni niðri í leiknum og reyna að vinna þá með fjórum mörkum. Bestu menn Spánverjanna voru að mínu mati gegnumbrotsmennirnir. Ég vona að fólk heima geri sér grein fyrir því, að fyrir höndum er erfiður leikur. En með samstilltu átaki áhorfenda og leikmanna ætti að vera hægt að velgja spænska liðinu undir uggum og hugsanlega að ná því stóra takmarki að komast í úrslitaleikinn í Evrópu- keppninni í handknattleik. (Hilmar Björnsson, þjálfari Vals, í Morgunblaðinu 4. mars 1980) ÍÞRÓTTAVIÐBURÐUR ÁRSINS Í Morgunblaðinu hamraði Hilmar þjálfari á mikilvægi leiksins fyrir ís- lenskt íþróttalíf og sagði að um einn mesta íþróttaviðburð ársins væri að ræða. Tækist Val að sigra með þriggja marka mun og Spánverjum ekki að skora nema 20 mörk eða minna kæmist Valur í úrslitaleikinn. Val tókst það sem margir töldu ómögulegt, að leggja Atlético Madrid að velli 18:15 í æsispennandi leik. Dagblöðin notuðu hástemmd lýsingarorð í umfjöllun sinni enda gleyma þeir leiknum líklega aldrei sem voru svo heppnir að vera í Höllinni þetta kvöld. Blaðamaður Morgunblaðsins lýsti síðustu mín- útum leiksins á eftirfarandi hátt: STEFÁN LYFTI SÉR UPP En þá komu áhorfendur til skjalanna enn eina ferðina og með geysiöflug- um hvatningarhrópum og kröftugum lúðrablæstri tóku þeir leikmenn Atlético hreinlega á taugum og þeir misstu knöttinn úr höndunum á sér. Valsmenn í sókn og þegar 100 sek. voru til leiksloka lyfti Stefán fyrirliði Gunnarsson sér upp og skoraði gullfallegt mark, 18:14. Þetta var markið sem allir höfðu beðið eftir og áhorfendur fögnuðu innilega. En þá fór kliður um salinn er Uria skoraði með snöggu hoppskoti þegar 74 sek. voru eftir, 18:15 og sigur Vals, sem var svo öruggur fyrir nokkrum sekúndum, hékk nú aftur á bláþræði. Ekki bætti úr skák þegar sóknin mis- lukkaðist gersamlega og Spánverj- arnir fengu knöttinn þegar 58 sek. voru til leiksloka. Möguleikarnir „Ég á heiminn“ Valur bar sigurorð af Atlético Madrid í undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða 8. mars 1980 í háspennuleik í Laugardalshöllinni. 3.400 manns urðu vitni að frá- bærri frammistöðu. Þorbjörn Guðmundsson í kröppum dansi á línunni, aðþrengdur Spánverjum, án þess að Jón H. Karlsson geti nokkuð lagt til málanna. 372 Fjöldi fólks flykktist inn á völlinn eftir að Valur hafði lagt Atletico Madrid að velli í Laugardalshöllinni. Á myndinni má greina nokkra leikmenn í mann- fjöldanum; Þorbjörn Jensson, Bjarna Guðmundsson, Stefán Halldórsson, Jón H. Karlsson og Þorbjörn Guðmundsson. Steindór Gunnarsson hefur smeygt sér á milli leikmanna Atletico og setur boltann örugglega í markið. 373 Áfram, hærra! sýnishorn úr afmælisriti 614 MINN DRAU MUR AÐ ÞJÁLFA VAL ... Ég stefni að þ ví að klára feril inn hjá Val og á sama t íma að undirbú a mig undir að verða þjálfari hjá féla ginu, það er draumas tarfið mitt. Ég á mér þann draum að þjálfa meistara flokk hjá Val og mig l angar einnig að þjálfa yngri flokkana , t.d. 2. og 3. flo kk og taka þátt í að b yggja upp til fra mtíðar, kenna unglingu m fótbolta og by ggja upp sterka liðsh eild. (Matthías Guð mundsson, Vals blaðið 2010) HINIR ÓSIG RANDI NJAR Ð- VÍKINGAR L AGÐIR AÐ V ELLI Meistaraflokk ur karla í körf ubolta lék þriðja árið í röð í 1. deild keppnistímab ilið 2005-200 6 og tókst ekki að tryggja sér sæ ti í úrvalsdeildinn i. Til að auka gæði liðsins var sam ið við tvo erle nda leikmenn fyri r komandi tím abil; Matteo Caval lini frá Ítalíu og Zach Ingles frá Ban daríkjunum. Bergur Már E milsson, Birgi r Mikaelsson o g Sævaldur Bj arnason þjálfuðu í yng ri flokkunum og var mikill kraftur í hinum 100 iðk- endum sem æ fðu á þeim ve ttvangi. Undir stjórn Á gústar Jensso nar varð 11. flokkur dr engja, fæddir 1989, bikarmeistara r eftir sigur á Njarðvík í úrslitaleik en Suðurnesjalið ið hafði ekki tapað lei k í þessum ár gangi í mörg ár. Valu r hafnaði í 2. sæti á Íslandsmótin u en varð Rey kjavíkur- meistari. Tólf stelpna k jarni skipaði minniboltann en mjór er m ikils vísir. Kristjan a Björk Magn úsdóttir tók við flokkn um eftir tíma bilið og þjálfaði en n fremur 7. fl okk sem var nýskr áður til leiks. Ljóst var að keppni stímabilið 20 06-2007 myndu allir fl okkar Vals lei ka í A- riðli og mátti rekja ástæðu þess til mikils metnað ar og hæfra þ jálfara sem höfðu lag t sig fram um að ná góðum árang ri. Haraldur Vald imarsson hlau t Einarsbikarin n og deildin ú tnefndi Piu Mothua V alsara ársins. Áfram Valur og fleiri mörk! Úr eftirmælum um Kristin Ha llsson (1926 – 2 007). Við Valsmenn drjúpum höfð i nú þegar ein n okkar mætu stu félaga, Kristinn Halls son óperusön gvari, hefur kv att. Kristinn á tti ekki langt a ð sækja ramma taug Vals, en faðir hans Ha llur Þorleifsso n kaupmaður , var einn af sto fnendum félag sins og einnig einn af stofne ndum Karla- kórsins Fóstbr æðra. Bæði þe ssi félög voru stofnuð vegna hvatningar hins mæta ma nns, séra Frið riks Friðriksso nar. Kristinn s ótti vel kapp- leiki Vals og þ á oftar en ekk i með öðrum öðlungi en þa ð var Ágúst Bjarnason, fræ ndi hans. Sam an tveir mynd uðu þeir einn öflugasta kór stuðningsman na á Íslandi o g hrópið var e kki flókið: „Áf ram Valur og fleiri mörk!“ Þetta hrópuðu þessir djúprö dduðu félagar , klæddir í rau ðu jakkana sína hvort sem mark hafði ve rið skorað eða ekki. Gjarnan mátti sjá þá spjalla við Sig fús Halldórsso n tónskáld á l eikjum Vals að Hlíðarenda e n Sigfús var einn ig mikill Valsm aður. Brosið v ar breitt á þes sum kempum enda upplifðu þeir sigurtíma Vals. Saga Va ls er ríkari veg na manna ein s og Kristins. (Grímur Sæmundse n, formaður Kn attspyrnufélags ins Vals) Hinn ósigrand i 4. flokkur (A -lið) í knattsp yrnu 2006. Li ðið var Ísland smeistari A- o g B-liða og hlau t gullverðlaun á öllum öðru m mótum sum arsins: Aftari röð frá vinstr i: Freyr Alexand ersson þjálfar i, Bryndís Bja rnadóttir, Tel ma Ólafsdótt ir, Alexía Ims- land, Kolbrún Sara Másdót tir, Helga Birn a Jónsdóttir, G uðrún Elín Jóh annsdóttir, Sigurlaug Guð rún Jóhannsd óttir, Sæunn S if Heiðarsdót tir, Birna Kolb rún Birgisdót t- ir, Heiða Drö fn Antonsdót tir og Björn S igurbjörnsson aðstoðarþjál fari. Fremri rö ð frá vinstri: Jen ný Harðardót tir, Katrín Gyl fadóttir, Fion a Gaxholli, Kr istrún Heiða Jónsdóttir, Kr istín Lovísa Lá rusdóttir, Ger ður Guðnadó ttir og Svana Rún Hermann s- dóttir. Liggjan di: Valgerður Bjarnadóttir o g Elín Þóra El íasdóttir. Ellefti flokkur varð bikarme istari í körfub olta 2006 eft ir að hafa lag t hið ósigrand i lið Njarðvíkur að velli í úrsl italeik. Aftari röð frá vinstr i: Ágúst Þorri Tryggvason, Haraldur Vald imarsson, Hja lti Friðriksson , Kjartan Rag nars, Páll Fan nar Helgason og Sævaldur B jarnason þjálf ari. Fremri rö ð frá vinstri: B aldur Eiríksso n, Halldór Margeir Halld órsson, Arnór Sigurgeir Þra starson, Atli B arðason og B ia Mothua. Kristjana Björ k Magnúsdót tir þjálfaði stú lknaflokkinn í körfubolta 2 006 og 2007 en eitt helsta ma rkmiðið var a ð fjölga iðken dum. Þessar s túlkur stundu ðu íþróttina a f miklum áhuga . Aftari röð fr á vinstri: Aldí s Ösp Hafþór sdóttir, Marg rét Ósk Einar s- dóttir, Karítas Kjartansdótt ir, Esther Ndi yoi Imbula og Þórunn Marí a Gizurardótt ir. Fremri röð frá vinstri: Ingib jörg Kjartansd óttir, Björg In gólfsdóttir, E lsa Rún Kjartansdótti r og Thelma K arlsdóttir. 615 Eftirminnilega st úr boltanum ? „Tvöfaldur me istaratitill 200 6. Eftir að hafa o rðið Íslandsm eistarar kláruðum við Breiðablik í ví taspyrnu- keppni í líkleg a skemmtilega sta bikarúrslitalei k sögunnar. F rábært ár hjá Val 2007. Íslandsmeista rar karla og kvenna, plú s Íslandsmeist aratitill í handbolta k arla. Gerist ek ki mikið betra. Þetta v ar gott tímabi l hjá okkur. Íslands meistarar með 46 stig af 48 möguleg um og marka töluna 88:7, nokkuð flott.“ Fyndnasta atv ik? „Evrópuke ppnin 2005, þegar v ið áttuðum ok kur á því að við værum komnar í 8-li ða úrslit fyrst íslenskra liða og byrjuð um að öskra og syng ja í sigurhring „Simply the best“, me ð Tinu Tuner, í hálfleik því staðan var 5:0. Dómarin n kom og sendi okku r skelfilegt aug naráð og sagði; „thi s is not fair pl ay“.“ (Valsblaðið 200 8) Guðbjörg Gu nnarsdóttir fa gnar einum a f fjölmörgum titlum meista raflokks á un danförnum ár um. Einfaldlega b estar Úr viðtali við G uðbjörgu Gunn arsdóttur, mark vörð meistarafl okks í knattspy rnu. 586 Mælikvarði á góðan leikmann er ekki það sem hann gerir á tindinum heldur hversu vel hann rís eftir fall. Það er í lagi að klikka tvisvar í röð, endurmeta þá skotin, hreyfingarnar og fleira án þess að umturnast því slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Maður má ekki láta neitt koma sér úr jafnvægi. ... Ég þori varla að líta til baka á þau sjö ár sem ég var í Þýskalandi því ég er ennþá að klífa. Allir hafa haft áhrif á mig á sinn hátt, allt frá Theodóri Guðfinnssyni til Alfreðs Gíslasonar. (Ólafur Stefánsson, Valsblaðið 2003) GRÍMUR TEKUR VIÐ AF REYNI VIGNIR Haustið 2002 tók Grímur Sæmund- sen við af Reyni Vignir sem for- maður Vals en hann hafði setið á valdastóli í 8 ár. Ýmsir stórir titlar sem meistara- flokkar félagsins unnu á þeim árum sem ég var formaður koma oft upp í hugann þegar ég hugsa til baka, en það var líka svo margt annað jákvætt í íþróttastarfinu og því er erfitt að taka einstaka liði út úr. Félagið átti marga frábæra þjálfara sem ég fylgdist með og ég ætla að nefna tvo ólíka. Þorbjörn Jensson var með mfl. karla í handbolta og við þekkjum þann árangur sem lið undir hans stjórn náðu og hversu mörgum landsliðsmönnum og síðar þjálfurum hans starf skilaði og þess á milli lagði hann raflagnirnar í húsinu í sjálf- boðavinnu. Hann hélt uppi sama aga hvort sem liðið var að keppa á Hlíðarenda eða í keppnisferðum erlendis, sem ég fór í með liðinu. Ég fylgdist vel með starfi Elísa- betar Gunnarsdóttur við þjálfun á yngri flokkum kvenna í knattspyrnu og sá ótalmarga úrslitaleiki þar sem hún stýrði liðum sínum til sigurs. Það var sama hvort leikirnir voru á Hlíðarenda, í Hafnarfirði eða á Hvolsvelli, ég bauð fjölskyldunni bara í bíltúr og alltaf var gleðin ríkjandi á leiðinni til baka. Starf Elísabetar setti svo Val síðar á stall, sem yfirburðalið í knattspyrnu kvenna á Íslandi til margra ára, og það hefur verið ein af skrautfjöðrum félagsins um margra ára skeið. (Reynir Vignir, fyrrverandi formaður Vals, 20 11) HVAÐ SKYLDI RÍSA? Eitt fyrsta verk nýkjörins formanns var að skipa ráðgjafanefnd sérfróðra aðila um tæknilega útfærslu upp- byggingar á Hlíðarenda. Í nefnd- inni sátu verkfræðingar, arkitektar, tæknifræðingur og íþróttakennari. Sigurður Lárus Hólm var skipaður formaður en aðrir nefndarmenn voru Torfi Magnússon, Guðmundur Þorbjörnsson, Hrólfur Jónsson, Úlfar Másson og Kristján Ásgeirs- son. Fyrsta verk nefndarinnar var að gera þarfagreiningu og forsögn á þeim mannvirkjum sem reisa ætti að Hlíðarenda og samþættingu þeirra við núverandi mannvirki. Baldur Þ. Bjarnason húsvörður lét af störfum um áramótin 2002- 2003 eftir 14 farsæl ár að Hlíðar- enda og tók Svanur Getsson við af honum en hann átti langan feril að baki sem dómari Vals. Þá var Þórður Jensson íþróttakennari ráðinn íþróttafulltrúi félagsins. Mér finnst hugmyndin um svokall- aðan byrjendaflokk athyglisverð. Þar gætu krakkar komið á æfingar þar sem farið yrði í ýmsa leiki og æfingar sem tengjast íþróttagreinunum sem eru í boði hjá Val og gætu valið sér grein eða greinar eftir því. (Þórður Jensson íþróttafulltrúi, Valsblaðið 20 03) SENDIHERRAR VALS Á afmæli Vals 11. maí 2003 var málverk af hinni gömlu eðalkempu Sigurði Ólafssyni afhjúpað, honum til heiðurs, en sjálfum þótti honum það óþarfa umstang. Stjórn Vals ákvað að sæma Guðna Bergsson gullmerki Vals í ágúst en þá um vorið lauk hann glæstum ferli sem atvinnumaður með Bolton. Aukinheldur var Guðni gerður að sendiherra félagsins í kynningar- og útbreiðslustarfi en hann hafði ávallt sýnt félaginu ræktarsemi og haldið merki Vals á lofti. Á herrakvöldi Vals 7. nóvember var Geir Sveinsson Ólafur Stefánsson handknattleiks- maður var kjörinn Íþróttamaður ársins 2002 en hann varð markakóngur á Evrópumótinu í Svíþjóð það ár, skoraði 58 mörk í átta leikjum. Þórir steig sín fyrstu spor á knatt- spyrnuvellinum að Hlíðarenda 12 ára gamall. Hann varð þar hluti af sterkum hópi Valsmanna, sem undir stjórn Róberts Jónssonar báru ægishjálm yfir jafnaldra sína í knattspyrnu á þeim tíma. Úr þeim hópi komu einstaklingar sem báru merki Vals hátt síðar, svo sem landsliðsmennirnir Hörður Hilmarsson og Ingi Björn Albertsson. Þórir vakti strax athygli fyrir afburða knattleikni og var kominn í meistaraflokkslið Vals aðeins 17 ára gamall og skömmu síðar í íslenska landsliðið. Er hann yngsti leikmaður í sögu Vals til að verða þess heiðurs aðnjótandi. Þórir lék með Val í nokkur ár en ákvað síðan að hverfa aftur á heima- slóðir í Hafnarfirði og helgaði hann FH krafta sína eftir það. (Grímur Sæmundsen, Valsblaðið 2004) Yngsti landsliðs- maður í sögu Vals Úr eftirmælum um Þóri Jónsson (1952-2004) . Hann lést í bílslysi. Þórir Jónsson. 2001-2011 587 einnig skipaður sendiherra Vals en Guðni var veislustjóri það kvöld. Þórólfur Árnason borgarstjóri var heiðursgestur og ræðumaður kvöldsins. Guðni og Geir, fyrrum samherjar í yngri flokkunum í handbolta, tóku embættið alvarlega og kynntu starfsemi Vals í grunnskólum í nágrenni Hlíðarenda ásamt íþrótta- fulltrúanum haustið 2003. Guðni Olgeirsson tók við rit- stjórn Valsblaðsins 2003 af Þorgrími Þráinssyni sem hafði ritstýrt blaðinu í rúman hálfan annan áratug með örfáum undantekningum. Vals- blaðið hefur verið eitt af fjöreggjum Vals frá því það kom fyrst út árið 1939, mikilvæg heimild um sögu félagsins í máli og myndum. STEFNUMÓTUN TIL 2011 Árið 2003 hafði Valskórinn verið starfandi í áratug og taldi um 30 manns. Margir hafa verið meðlimir frá upphafsárunum. Í kapellunni kyrjum við, kát á mánudögum, enda mikið úrvalið, af allra handa lögum. Bassinn dunar botni frá, blíður tenór seiðir. Svífur altið sætt á ská, sópran tóninn leiðir. Valur þekkir veginn sinn, vinnur eða tapar, og aftur er það æfingin, sem afrekshópinn skapar. Séra Friðrik syngur með, í sátt við góða vini. Styttan út við blómabeð, blikar, í aftanskini. (Höfundur: Dýri Guðmundsson kórdrengu r) Guðni Bergsson, leikmaður Bolton, og Ruud Van Nistelrooy, leikmaður Manchester United, í kapphlaupi í ensku úrvalsdeildinni árið 2003. Guðni hafði betur á sprettinum sem og í leiknum. Hann lauk glæsilegum atvinnumanns- ferli vorið 2003 og var skipaður sendiherra Vals 11. maí sama ár. Um haustið var Geir Sveinsson einnig skip- aður í sendiherra en í því fólst að sinna útbreiðslustarfi eftir bestu getu. 424 HEILAGUR MAÐURMeð ljúfmennsku sinni og fallegu tali boðaði hann kristilega framkomu og hegðan, án þess að lærisveinninn gerði sér ljósa grein fyrir því að hann var í kristilegri kennslustund. Á mig hafði hann varanleg áhrif. Verald-legan auð eignaðist hann aldrei.Hann gaf þeim sem voru í þörf, það sem honum áskotnaðist, utan þess sem hann sjálfur þurfti fyrir brýnustu nauðsynjum og af sínum andlega auð gaf hann ríkulega. Séra Friðrik var helgur maður. Engan Íslending þekki ég, sem hefur eignast meira af auði, sem mölur og ryð fá eigi grandað. Vinir mínir. Séra Friðrik var leiðtogi okkar Valsmanna. Hann var leiðtogi æsku þessarar þjóðar. Hann var vinur barnanna. Hann var mann- vinur. Hann var heilagur maður. Við Valsmenn og þjóðin öll, varðveitum minningu séra Friðriks Friðrikssonar.(Úr ræðu Alberts Guðmundssonar á afmælisdegi Vals árið 1986)KVEÐJA BORGARSTJÓRADavíð Oddsson, borgarstjórinn í Reykjavík, lét ekki sitt eftir liggja á afmælisdegi Vals og sendi Val kveðju í Valsblaðinu. Félag eins og Valur, hlýtur að eiga bjarta framtíð. Það hefur mörg verk að vinna og til þess verða gerðar miklar kröfur. Glæst fortíð hlýtur að vera hvatning til þeirra sem um þessar mundir standa í eldlínunni af félagsins hálfu. (Brot úr grein borgarstjóra, Valsblaðið 1986) Stelpur sitja við sama borð og strákarMikil aukning hefur orðið á iðkendum í kvennaknattspyrnu í Val undanfarin fjögur ár. Árið 1986 tóku aðeins tveir keppnisflokkar þátt í Íslandsmóti en sumarið 1990 voru flokkarnir fjórir og sá fimmti stofnaður síðastliðið haust. Hugarfarsbreyting hefur átt sér stað hjá stjórnarmönnum í garð kvennaknattspyrnunnar. Yngri flokkar kvenna sitja nú við sama borð og yngri flokkar karla. Talsverður munur er þó á umgjörð í kringum meistaraflokk karla og kvenna, enda fellur meistaraflokkur kvenna undir unglingaráð samkvæmt skilgreiningu knattspyrnudeildarinnar.Illa hefur gengið að fá fólk til starfa hjá kvennaflokkunum. Starfið hefur því mest lent á þjálfurum flokkanna. (Valsblaðið 1990) Fyrirliðarnir heilsast fyrir viðureign Vals og Juventus í skítakulda á Laugardalsvell- inum haustið 1986, Þorgrímur Þráinsson og Michel Platini. Juventus sigraði 4:0. Á þessum tíma var fyrirkomulagið í Evrópukeppninni með þeim hætti að íslensk lið gátu hæglega dregist gegn sterkustu liðum Evrópu í 1. umferð. Það fyrirkomulag breyttist skömmu eftir 1990. Þá kom til undankeppni fyrir „litlu“ liðin þannig að íslensku liðin geta því tæpast spilað stórleiki nema komast í 3. - 4. umferð undan- keppninnar. 1981-1990 425 FYRSTA TÖLVAN KEYPTHaraldur Sverrisson viðskipta-fræðingur var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri Vals árið 1986 og félagið keypti sína fyrstu tölvu ásamt nauðsynlegum hugbúnaði. Skrifstofa félagsins var opnuð að Hlíðarenda í nóvember.Hinn 6. maí var malarvöllurinn, fyrsti völlur Vals að Hlíðarenda, endurvígður og tók Úlfar Þórðar-son upphafsspyrnuna í vígslu-leiknum sem var viðureign Vals og Ármanns í 5. flokki pilta. Valur sigraði 11:0. Í júní var búið að tyrfa um 20.000 m² á neðra svæðinu en það var síðan vígt síðla sumars 1988. Jón Dalbú Hróbjartsson gerði það en meistaraflokkur kvenna lék vígsluleikinn. Lokið var við að klæða gafla og þak nýja íþróttahússins 1986 og í desember sama ár var byrjað á tengihúsinu milli nýja og gamla íþróttahúss- ins. Úlfar Másson hafði hannað viðbótarbyggingu við félagsheimilið (fjósið) sem varð reyndar aldrei að veruleika. Þá var lokið við að byggja bílastæði fyrir um 150 bifreiðar við Flugvallarveg. BREYTINGAR Á LÖGUM VALS Á haustmánuðum 1985 skipaði aðal-stjórn Vals þriggja manna nefnd til að endurskoða lög félagsins. Í nefnd-inni voru Bergur Guðnason, Bjarni Bjarnason og Sigurður Lárus Hólm. Störf nefndarinnar beindust einkum í þann farveg hvernig efla mætti Val og þá einkum félagslega.Á aðalfundi 15. apríl 1986 voru lagðar fram tillögur að lagabreytingu, sem í eðli sínu voru all róttækar. Tillögurnar gerðu ráð fyrir því að áhrif aðalstjórnar yrðu aukin og að deildir og deildarstjór- nir yrðu lagðar niður en í stað kæmu nefndir hverrar íþrótta-greinar sem aðallega var ætlað það hlut-verk að sinna íþrótta- og félagshliðinni í hverri íþróttagrein. Og stuðla þannig að eflingu félagsins í eina heild. Framhaldsaðal-fundur var síðan haldinn 21. ágúst 1986 þar sem sam-þykktar voru mótatkvæðalaust tillögur formanna nefndarinnar um breytingar á lögum félagsins. (Valsblaðið 1986) SIGURSÆLAR KONURMeistaraflokkur karla í knattspyrnu hafnaði í 2. sæti á Íslandsmótinu 1986, hlaut jafn mörg stig og Fram en var með lakara markahlutfall. Liðið steinlá 3:0 fyrir KR á heima-velli í 17. umferð og þar með var draumurinn úti. Góður útisigur á Akranesi í síðasta leik dugði ekki til því Fram krækti í jafntefli í Frosta-skjólinu. Valsmönnum ber saman um að ef Pétur Ormslev hefði leikið með meistaraflokki Vals á níunda áratugnum hefði Valur verið næsta ósigrandi. Pétur er fæddur 1958 en sumir hafa haft á orði að árgang-arnir 1957-1959 hjá Val séu þeir sterkustu sem hafa komið upp hjá nokkru liði fyrr og síðar, ekki síst með tilliti til landsleikjafjölda og titla. Pétur skipti úr Val yfir í Fram í 3. flokki og ýjað hefur verið að því að honum og Róberti Jónssyni þjálfara hafi sinnast. Ég valdi hann ekki í liðið af því hann æfði ekki nógu vel. Pabbi Péturs, Gunnar Ormslev hinn þekkti tón-listarmaður, var danskættaður og sonur hans hefur líklega oft verið í Danmörku. Þegar 3. flokkur fór til Danmerkur 1973 ákvað Pétur að fara ekki með okkur. Hann var í A-liði áður en við fórum út og þegar við komum heim ætlaði ég að láta hann halda sæti sínu í næsta leik en hann mætti illa á æfingar. Þar með datt hann niður í B-liðið og spilaði með því sem eftir lifði sumars. Ef ég klikkaði á því sem þjálfari að refsa þeim besta klikkaði ég á öllu. Það var ekkert stirt á milli okkar þrátt fyrir þetta.En um haustið í „gaggó Aust” var sessunautur Péturs Framari og sá dró hann með sér á æfingu hjá Fram, að ég best veit. Eflaust hafði það eitthvað að segja að hann hafði ekki verið í A-liðinu hjá mér. Mér þótti sárt að sjá á eftir honum því Pétur Ormslev er einn besti alhliða knatt-spyrnumaður sem Ísland hefur átt. (Róbert Jónsson, 2011) Keppnistreyja Michel Platini úr viðureign Vals og Juventus í Toronto 1986 en þá skiptust fyrirliðarnir á treyjum. Platini áritaði hana þegar hann heimsótti Ísland 20 árum síðar og rak upp stór augu þegar hann sá gömlu treyjuna því hann átti enga sjálfur. Áfram, hæ ra! F amtíð rsýn „Meistaraflokkarnir eiga að vera prýddir íþrótta- mönnum sem eru aldir upp í félaginu og hafa gaman af að æfa og leika með Val. Ef þeir standa sig vel bíður tækifærið við endann.“ JÓN PÉTUR JÓNSSON „Eðlileg skylda íþróttafélags er að vinna að fjöl- breyttum markmiðum með börnum og unglingum, skapa þeim ákjósanlegan vettvang til að þroska félagsfærni sína en jafnframt því að ástunda heil- brigða keppni í íþróttum með það að markmiði að ná sem bestum árangri. Hlíðarendi er og á að vera staður þar sem kynslóðir mætast, standa saman og vinna að sameiginlegum markmiðum, jafnframt því að vera hornsteinn æskulýðs- og tómstundastarfs í félags- hverfinu sínu. Valur hefur ríkar samfélagslegar skyldur og sinnir þeim á margvíslegan hátt.“ HÖRÐUR GUNNARSSON Þótt á móti blási með margvíslegum hætti á 100 ára afmælisárinu er bjart framundan. Flugdreki tekst ekki á loft í meðbyr heldur mótvindi. Valur býr yfir gífurlegum mann- auði og við þurfum öll að hjálpast að við að hlúa að iðkendum og þeim sem sækja Hlíðar- enda heim. Unga fólkið er framtíðin og mikil- vægasta augnablik Vals er dagurinn í dag. Með því að grípa daginn styrkjum við stoðir félagsins um ómunatíð. Séra Friðrik hvatti okkur til að láta aldrei kappið bera fegurðina ofurliði og annar merkur Valsmaður sagði svo snilldarlega: „Valur er ekkert annað en ég, þú og allir hinir!” ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON 6B B lack Y ellow M agenta C yan 1112276 V alur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.