Öldrun - 01.11.2008, Qupperneq 10

Öldrun - 01.11.2008, Qupperneq 10
10 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 líka komið að gagni til að fyrirbyggja mjaðmabrot hjá einstaklingum með beinþynningu. Hvað ákvarðar lyfjameðferð? Það eru ekki einungis niðurstöður beinþéttnimælingar, þ.e. beinþéttnigildin (T-gildið), sem ákvarða lyfjameð- ferð, heldur einnig aðrir áhættuþættir s.s. byltur á síðustu mánuðum, langvinnir sjúkdómar, langtímameðferð með sykursterum (Decortin), snemmkomin tíðahvörf (fyrir 45 ára aldur), grannholda líkamsbygging (BMI <20), að móðir viðkomandi hafi fengið mjaðmabrot vegna beinþynningar, hvort viðkomandi einstaklingur hafi sjálfur fengið bein- brot við lítinn áverka eða hvort hann sé með samfallsbrot í hrygg. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur í samvinnu við vísindamenn í Sheffield í Bretlandi hannað áhættuforrit (FRAX) þar sem unnt er að reikna 10 ára áhættu á bein- þynningarbrotum og mjaðmabrotum (http://www.shef. ac.uk/FRAX/index.htm). Því miður eru ekki til íslenskar staðtölur í þessu reikniforriti, en styðjast má við það sænska eða breska. Unnið er að því að hanna sambærilegt reikniforrit af íslenskum vísindamönnum í tengslum við öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Hvenær skal grípa til lyfjameðferðar? Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel aukið beinmassann, auk þess að draga marktækt úr áhættunni á beinbrotum. Þetta á sérstaklega við hjá konum með staðfesta beinþynningu og sögu um beinþynningarbrot. Þegar ákvörðun um meðferð er tekin, er hún til margra ára og því nauðsynlegt að hafa í huga að velja einstaklinga þar sem meðferðin skilar árangri. Vanda skal lyfjaval og við meðferðaráætlun skal gera ráð fyrir nýrri beinþéttnimælingu innan 2–3 ára til þess að meta árangur meðferðar. Landlæknisembættið hefur gefið út klínískar leiðbeiningar bæði hvað varðar beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf og einnig vegna beinþynningar af völdum sykurstera (Klínískar leiðbein- ingar – Landlæknir). Hvaða lyf eru í boði? Lyf sem notuð eru gegn beinþynningu verða að hafa sannað sig hvað varðar fækkun beinbrota, þá ekki bara hvað samfallsbrot varðar, heldur er æskilegt að lyfin fækki einnig öðrum beinþynningarbrotum og þá sérstaklega mjaðmabrotum. Fimm megin lyfjaflokkar hafa sannað meðferðargildi sitt; hormónauppbótarmeðferð, SERM eða hormónalík lyf, bisfósfónöt, strontíum og að lokum paratýrin, sem er kalkhormón (Mynd 6). Hormónauppbótarmeðferð Kvenhormónar hægja á beinniðurbroti árin eftir tíða- hvörf og þannig verður beintapið ekki eins mikið og ella. Þetta hefur jákvæð áhrif á fækkun beinbrota síðar á lífs- leiðinni. Hinsvegar hefur langtíma hormónameðferð fjöl- margar aukaverkanir, þannig að ekki er mælt með þessari meðferð til langframa í beinverndandi tilgangi – heldur á þá að notast við önnur lyf ef til lyfjameðferðar er gripið. Landlæknir hefur nýlega birt á heimasíðu sinni ráðlegg- ingar um langtíma hormónauppbótarmeðferð. Hormónalík efni eða SERM Þessi lyfjaflokkur telur eingöngu eitt lyf, þ.e. Evista eða raloxifen. Þetta lyf hefur sömu jákvæðu áhrif á beinin og kvenhormónar, en hefur ekki neikvæð áhrif á brjóst og leg og þvi mun öruggari en hefðbundin hormónaupp- bótarmeðferð. Rannsóknir hafa sýnt að raloxifen fækkar aðallega samfallsbrotum. Þá á þessi meðferð rétt á sér áratuginn eftir tíðahvörf hjá konum í sérstakri áhættu á samfallsbrotum í hrygg. Kalkhormón – paratýrin Til þessa lyfjaflokks er eitt lyf skráð hér á landi; Forsteo. Þetta er fyrsta lyfið sem eykur beinþéttnina með því að auka virkni beinbyggja. Því er beinaukinn meiri en við fyrrnefnd lyf og vonir eru bundnar við að það gagnist þeim sem ekki hafa fengið nægjanlegan árangur af annarri lyfjameðferð svo og þeim sem fá mörg eða alvarleg bein- brot. Forsteo er gefið eins og insulín með sprautupenna með daglegri lyfjagjöf undir húð og er meðferðatíminn takmarkaður við 18 mánuði. Strontíum Strontíumranelati (Protelos) er nýr lyfjaflokkur sem inni- heldur ekki hormóna heldur tvær stöðugar frumeindir; strontíum og ranelsýru, sem draga úr niðurbroti beina, en örva einnig enduruppbyggingu beinvefsins. Strontíum hefur nýlega verið skráð til meðferðar gegn beinþynningu til varnar samfallsbrotum og mjaðmabrotum hjá konum eftir tíðahvörf. Þetta er lyfjakyrni sem þarf að taka daglega og er kyrninu blandað í vatnsglas og tekið að kvöldi eða á háttatíma. Bisfosfónöt Sögu bisfosfónata má rekja aftur til sjöunda áratugsins þegar iðnaðarefnafræðingar unnu að því að finna hreinsi- MEÐFERÐARMÖGULEIKAR gegn beinþynningu

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.