Són - 01.01.2006, Page 50

Són - 01.01.2006, Page 50
HJÖRTUR MARTEINSSON50 tíma upplýsingarinnar í Evrópu. Hins vegar flutti rómantíska stefnan með sér endurvakinn áhuga á hinu klassíska, háleita og fagra og jafnhliða honum gekk sonnettan í endurnýjun lífdaga. En áhugi skálda á ljóðformi sonnettunnar var þó ekki einvörðungu tengdur tíma rómantíkurinnar. Segja má að flest nafnkunnustu skáld í Evrópu hafi ort sonnettur. Nægir þar að nefna skáld eins og Shakespeare, Spenser, Wordsworth og Milton á Englandi; Goethe, Schlegel og Schelling í Þýskalandi; í Frakklandi Ronsard og symbólistanna Baudelaire, Verlaine og fleiri og á Spáni Lope de Vega, svo fáir séu nefndir. Í Danmörku kvað helst að skáldunum Schack Staffeldt, Frederik Paludan-Müller og Sophus Claussen. Líklega hefur Jónas Hallgrímsson kynnst ljóðformi sonnettunnar í ljóðum danskra og einnig þýskra skálda. Fullyrða má að sonnettan hafi – allt frá því að hún leit dagsins ljós suður á Ítalíu – skipað sérstæðan sess á fjölskrúðugum akri brag- fræðinnar og ekki örgrannt um að ákveðinn ljómi hafi alla tíð leikið um nafn hennar. Umfram önnur bragform má nefnilega halda því fram með nokkrum rétti að sonnettan sé í reynd ákveðið ljóðform eða kveðskapargrein fremur en bragarháttur. Þegar mið er tekið af hinni ítölsku frumhefð Petrarca blasa í fyrsta lagi við braglínurnar fjórtán sem hver um sig er jafnan ýmist 10 eða 11 atkvæði. Hinar fjórtán braglínur hafa löngum þótt sterkasta kenni- mark sonnettunnar á pappírnum enda þótt skáldin hafi, er leið á aldirnar, ýmist stytt eða aukið við þær ásamt öðrum tilraunum á formi sonnettunnar. Í annan stað einkenndist sonnettan í upphaflegri gerð sinni og reyndar lengi framan af öldum af fimm bragliðum í hverri braglínu og að síðustu mætti nefna rímskipanina sem Petrarca festi í sessi á forminu ABBA / ABBA / CDE / CDE. Það væri hins vegar að æra óstöðugan að telja upp öll þau afbrigði rímskipunar sem komið hafa fram í sonnettum skálda í gegnum tíðina. Eins og áður sagði gekk sonnetta í gegnum ýmsar breytingar og þróun er hún barst til annarra landa Evrópu. Þar vegur þyngst sú breyting sonnettuformsins á Englandi fyrir daga rómantíkurinnar sem kennd hefur verið við Shakespeare, Spenser og Milton. Í Frakklandi hafði ríkjandi bragarháttur alexandrínunnar þau áhrif að bragliðir franskra sonnettan urðu sex en ekki fimm og þannig barst sonnettan Þjóðverjum í upphafi þótt þýsk skáld hafi síðar lagað form hennar að ítölsku hefðinni. Það sem nú hefur verið tíundað ætti að minna á það hversu erfitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.