Són - 01.01.2006, Side 53

Són - 01.01.2006, Side 53
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 53 Formskilningur og fegurðartilfinning Jónasar Hallgrímssonar, sem lágu skáldskaparviðhorfum hans til grundvallar, koma glögglega fram í hinum fræga ritdómi hans um Rímur af Tistrami og Indíönu eftir Sigurð Breiðfjörð í 3. árgangi Fjölnis árið 1837. Að baki ritdómnum lágu fullkomlega breytt viðmið til hinna fagurfræðilegu þátta kveð- skaparins um leið og hann fól í sér dóm yfir þeirri kveðskapargrein sem Íslendingar höfðu iðkað af hvað mestum þrótti í gegnum ald- irnar. Enda þótt Jónas hafi ekki ætlað sér að kollvarpa rímnahefðinni voru dagar rímnanna senn taldir. Ráða má af ritdómi Jónasar að hann hafi aðhyllst þá hugsun, sem reyndar var í hávegum höfð af mörgum rómantískum skáldum þessa tíma, að á milli forms kvæðis og efnis þess hafi orðið að ríkja full- komið samræmi. Þennan skilning á tengslum forms og inntaks bók- menntaverksins má fyrst rekja til heimssýnar rómantískra skálda. Krafa þeirra fól í sér að sérhver listamaður væri margbreyttur í tján- ingu sinni en eigi einhamur. Af þeim sökum lá sú krafa á skáldum og listamönnum að þeir hefðu á valdi sínu margs konar tjáningarform. Árás Jónasar á Rímurnar af Tistrami og Indíönu stafaði fyrst og fremst af því að hann hafði fengið nóg af einsleika tjáningarinnar. Rímna- formið var í hans augum orðið gatslitið og innantómt. Andstætt þessu bar fortíðin með sér ferskleika og nýjar víddir inn í kveðskapinn – ný skáldskaparform, nýja bragarhætti. Dálæti Jónasar Hallgrímssonar á fornum bragarháttum og útfærsla á þeim kallaðist á við dýrkun rómantískra skálda á hinni gullnu forn- öld Evrópu. Ein grein af hinum fjölþætta meiði menningararfs forn- aldarinnar voru klassískir bragarhættir. En fjölbreytt beiting Jónasar á fornum innlendum og klassískum bragarháttum verður þó ekki ein- ungis rakin til dálætis hans á gullöld íslenskra (og annarra evrópskra) bókmennta. Hún snertir í raun kjarna hinar rómantísku heimssýnar: kröfuna um að skáldin færðu með sér stöðuga nýbreytni, könnuðu sífellt dulin svið skynjunarinnar og endurspegluðu kannski umfram allt í skáldskapnum brot af frumleikanum – kjarna alls lífvænlegs skáld- skapar. Með því lagði hvert skáld áherslu á sérstöðu sína og um leið tengsl við hefðina þegar það orti í anda hennar. Óhætt er að fullyrða að Jónasi hafi tekist í kveðskapnum að tvinna listræna formskynjun saman við efni og boðskap og þar virðist litlu hafa skipt undir hvaða háttum hann orti. Eins og kunn- ugt er yrkir Jónas Hallgrímsson flest kvæða sinna, eða um tvo þriðju, undir fornum háttum eddukvæða – einkum fornyrðislagi, sem var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.