Són - 01.01.2006, Page 58

Són - 01.01.2006, Page 58
HJÖRTUR MARTEINSSON58 ‚engillinn‘ vera of kímilegur, en orðið ‚söngvari‘ líkar okkur ekki, en kvæðið er – som sagt – mesta gull.“10 Hvergi er getið um það í fund- argerðabókum að Fjölnismenn hafi á þessu löngu liðna kvöldi velt vöngum yfir formi kvæðisins. Slík umræða hefur líklega verið þeim fjarri – það sem sem mestu skipti var sá fagnaðarboðskapur sem kvæðið flutti löndum þeirra heima á Fróni. Augljóst er að sonnetta Jónasar, Ég bið að heilsa!, borin upp við ljós hefðarinnar, sver sig í ætt við ítalska gerð, Petrarca-sonnettunnar. Jónas bætir þó við rímhljómum í sonnettu sinni – þeir eru sex en ekki fimm eins og ítalska hefðin kvað á um. Rím átthendunnar er kvenrím en í sexhendunni fara saman kven- og karlrím. Þetta er dálítið skemmtilegt og kallast á við merkingu kvæðisins. Þannig einkennist sá hluti þess, sem lýtur kvenrími, af hugblæ saknaðar og þrár skáldsins eftir hinu kvenlega en í sexhendunni verður vart meiri ná- lægðar þessara tveggja afla og það er undirstrikað með ríminu. Bygg- ing kvæðisins sver sig nokkuð í ætt við hina röklegu framvindu. Í fyrri hlutanum kynnir skáldið til sögunnar grundvallarandstæður kvæðis- ins – hið fjarlæga og nálæga sem endurspeglast í mynd fósturjarðar- innar og fuglsins sem hvort tveggja verða honum tákn fyrir þá ást sem hann ber til stúlkunnar og landsins. Í næstu erindum vinnur hann frekar úr efninu og ljóðinu lýkur á afdráttarlausri ástarjátningu skáldsins til landsins og stúlkunnar heima í dalnum. Eins og fyrr sagði er ljóðstafasetningin einkennandi fyrir íslensku sonnettuna. Átthendan sver sig í ætt við hefðina hvað þetta atriði varðar en hins vegar virðist ljóðstafasetning sexhendunnar, fljótt á litið, vera nátengd eða lík því sem gerist í hinum forna ljóðahætti eddukvæðanna og fjölda annarra hátta sem síðar rötuðu inn í ís- lenska ljóðhefð, til dæmis sálmahátta. Þannig eru þriðja og sjötta lína sexhendunnar, eins og í ljóðahættinum, sér um stuðla og sú hefð er furðu lífseig lengi framan af innan sonnettukveðskaparins. Ljóðstafa- setningin tengist yfirleitt hjá Jónasi þeim orðum sem bera uppi merkingu ljóðsins þó hann víki stundum nokkuð frá þeirri reglu er varðar notkun sína á edduháttum.11 Jónas víkur allmikið frá hefðinni í Nú rís um aldir árið hvurt um sig, eins og betur verður komið að hér á eftir í kaflanum um ljóðstíl. 10 Brynjólfur Pétursson (1964:49). 11 Sjá Sveinn Yngvi Egilsson (1992:259).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.