Són - 01.01.2012, Side 10
10 Gunnar Skarphéðinsson
einnig að nefna kvæðið þessu nafni vegna þess að það dregur fram,
eins og hann segir, megineinkenni efnisins, þ.e. málshættina.
Konungsbók SnorraEddu geymir, auk Eddu Snorra, tvö kvæði sem standa
aftast í handritinu. Þessi kvæði eru bæði nafnlaus þar og skrifuð í löngum
línum eins og venja er um bundið mál í íslenskum miðaldahandritum.
Fyrra kvæðið er Jómsvíkingadrápa (J), sem eignuð er Bjarna Kolbeinssyni, en
hann var biskup í Orkneyjum frá 1188 til 1222 eða 1223.5 Seinna kvæðið
er svo M. Snemma í rannsóknarsögu kvæðisins kom sú hugmynd fram að
Bjarni biskup Kolbeinsson hefði ort M, þar sem J og M þótti svipa saman.
Í báðum kvæðunum er erótískur tónn og þau hafa bæði harmræn ástarstef6
sem þykja gefa til kynna að skáldið sé undir áhrifum frá trúbadúrakveðskap.
Slíkur tónn verður svo seinna einkennandi í mansöngvum rímna.7 Finna
má dæmi um svipað orðalag í báðum kvæðunum og til dæmis kemur kenn-
ingin Yggjar bjór fyrir í þeim báðum og áhersluorðið fíkjum er talsvert áber-
andi. Nokkrar orðmyndir hafa þótt benda til þeirrar mállýsku sem töluð
var í Orkneyjum en hugsanlegt er að skýra þær einfaldlega sem tvímyndir:
5 Bjarni Kolbeinsson kemur talsvert fyrir í Orkneyinga sögu. Hans er einnig getið öðru
hverju í konungasögum. Bjarni er talinn fæddur um miðja 12. öld og varð biskup í
Orkneyjum á eftir Vilhjálmi biskupi hinum síðari 1188. Bjarni var sonur Kolbeins
hrúgu og Herborgar sem var afkomandi jarla. Hann var talinn mannasættir og skáld
gott. Í Páls sögu byskups (Íslenzk fornrit XVI 2002) er þess getið að Loftur, sonur Páls
biskups, hafi sótt Bjarna biskup heim í Orkneyjum. Sturlunga getur um það að Orkn-
eyjafar hafi komið í Hvítá þegar Snorri Sturluson bjó að Borg. Stýrimaður var Þorkell
rostungur, bróðursonur Bjarna. Deilur urðu milli Snorra og Þorkels og leitaði Þorkell
á náðir Sæmundar Jónssonar í Odda sem tók við honum fyrir vináttu sakir við Bjarna
biskup. Sjá nánar Sturlunga saga I (1946:240–241) og neðanmáls í Orkneyinga sögu (Ís-
lenzk fornrit XXXIV 1965:291–292).
6 Stefið í J kemur fyrst fyrir í 15. erindi kvæðisins. Það er svonefnt klofastef. Slík stef eru
ekki sjálfstæð heldur eru þau felld inn í erindi drápunnar. Stefið í J kemur fram í 1.,
4., 5. og 8. vísuorði:
Ein drepr fyr mér allri,
ótrauðr á l†g skeiðum
†rr þengill bað ýta,
ítrmanns kona teiti;
góð ætt of kømr grimmu,
gekk herr á skip, darra
hinn ’r kunni gný gerva,
gœðings at mér stríði.
Finnur Jónsson (Skjd. B.II:4) endursegir stefið þannig: En hövdings kone ødelœgger al
min glœde; en kvinde af god herkomst bringer mig grum sjœlekummer.
7 Um mansöng má t. d. fræðast í nýlegri grein eftir Edith Marold (2007): „Mansöngr – a
Phantom genre?“