Són - 01.01.2012, Page 19
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 19
Illa hefir sá er annan sýkur (þ.e. svíkur).
Eigi veit áður hefndum lýkur.
Bráðfengur þykir brullaups frami.
Brigða lengi er hver hinn sami.
Það er: ‘Best þykir að búa svo að efni séu góð. Gamalærin sá ekki við
brögðum tófunnar. Hún bjó yfir alls kyns lævísi, þannig gafst Rannveig
mér einnig. Sá gerir illa sem svíkur annan mann. Ekki er að vita hve-
nær hefndum er að fullu lokið. Auðvelt (en ekki að sama skapi langætt)
er að öðlast frama með brúðkaupi. Hver og einn er ætíð (eða lengst af)
sjálfum sér líkur’.
Nafnið Rannveig kemur fyrir í Landnámu og víða í Íslendinga sögum.
Það kemur einnig fyrir í Sturlungu og Biskupasögum og í fornbréfum frá
15. og 16. öld. Flestir telja nafnið sett saman af nafnorðinu rann ‘hús,
heimili’ og viðliðnum -veig sem er algengur viðliður kvennanafna.
Hann er yfir leitt skýrður svo að hann tengist nafnorðunum veig og
veigur ‘kraftur, þungi’. Upphafleg merking gæti þá verið ‘þróttmikil
kona’ eða eitthvað í þá áttina.38 Aðrir telja raunar að forliður nafnsins
hafi upp haflega verið Ragn-.39
Nafnið Solveig hefur verið notað hérlendis frá upphafi byggðar. Það
kemur fyrir á nokkrum stöðum í Íslendinga sögum og einnig í Sturlungu og
víða í fornbréfum. Nafnið er yfirleitt ritað Solveig til forna og þannig
mun það oftast hafa verið skrifað fram undir þessa öld. „Nafnið hefur
verið tengt orðinu salur ‘stórt herbergi, loft í húsi’ og elsta mynd þess
er þá Sal- eða Sölveig. Ritmyndin Solveig í handritum getur staðið fyrir
Sal-, Sol, Söl og Sólveig og er því ekki hægt að segja með vissu hvað að
baki stóð.“40
Enginn veit við hvaða konu mun átt með nafninu Rannveig. Í
kvæðinu sjálfu er nafnið aðeins nefnt í þetta eina sinn og þar er engar
frekari vísbendingar að finna. Sú hugmynd er sett hér fram að Snorri
feli með þessum hætti nafn Solveigar Sæmundardóttur. Nöfnin hafi í
raun sömu merkingu og því sé þetta eins konar gáta eða að hið rétta
nafn Solveig sé falið með þessum hætti. Skýringin er ekki langsótt – hún
er miklu fremur helsti einföld. Ef við hins vegar lítum til þess að saga
Solveigar Sæmundardóttur, eins og við þekkjum hana af Sturlungu,
segir okkur að Snorri sé vonbiðill hennar og ætla má að sú saga hafi
38 Sjá t.d. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:1115).
39 Guðrún Kvaran (2011:483, 548, 604).
40 Guðrún Kvaran (2011:548).