Són - 01.01.2012, Page 20

Són - 01.01.2012, Page 20
20 Gunnar Skarphéðinsson verið landskunn á 13. öld, þá má skoða M þannig að þarflaust hafi verið að fela nafn Solveigar mjög vendilega. Hitt hafi hins vegar farið miklu betur að nefna það ekki berum orðum en fela nafnið lítillega eins og hér er gert. Nöfnin Rannveig og Solveig hafa vísast haft áþekka merkingu í vitund manna á 13. öld, þ.e. ‘hin þróttmikla húsfreyja’ eða eitthvað í þeim dúr. Erindið í heild gæti vel átt að segja einhverja leynda sögu eða senda „vissu fólki“ tóninn.41 Í tuttugasta erindi, sem er reyndar aðeins fjórar línur, því að stefið myndar seinni hlutann, skopast skáldið að þeim seggjum sem eru ást- blindir og kunna ekki fótum sínum forráð. Skáldið bætir við: marga hefir það hyggna tælt. Þetta getur auðvitað alla hent en vísuhelmingurinn kemur prýðilega heim ef við hugsum okkur Snorra gera grín að sjálfum sér og málum þeirra Solveigar. Hann er þó vissulega mjög almennur og fellur einnig vel að efni stefsins, þ.e. ástum Haralds konungs hárfagra og Snjó- fríðar, en Haraldur unni Snjófríði „með ærslum“, eftir því sem sagan segir. Í tuttugustu og fyrstu vísu eru það síðustu tvö vísuorðin sem við stöldrum við: Fasthaldur varð á Fenri lagður, / fíkjum var hann mér ramm­ ligur sagður. ‘Fjöturinn (þ.e. Gleipnir) var lagður á Fenrisúlf, sá var mér sagður feiknasterkur’. Hér er tvennt sem benda má á: efni úr Snorra­ Eddu um úlfinn bundinn og svo orðið fasthaldur sem einnig kemur þar fyrir sem nafn á einhvers konar nagla.42 Samkvæmt LP kemur orðið aðeins fyrir á þessum tveimur stöðum.43 Það er einnig athyglisvert að orðið, sem er samsett, ber með sér að vera einhvers konar „smíð“ ef svo má segja. Það hefur ef til vill aldrei verið beint lifandi mál heldur smíðað af skáldi í ákveðnu skyni. Í tuttugasta og öðru erindi kemur mannsnafnið Gizur fyrir en það var eitt af fjölmörgum nöfnum Óðins. Rétt þykir að birta erindið í heild: Grandvar skyldi hinn góði maður. Gizur varð að rógi saður, etja vildi hann jöfrum saman. Ekki er mér að stúru gaman. Kunna vilda eg sjá við snörum. Sjaldan hygg eg að gyggi vörum. 41 Sjá hér á eftir viðauka um sögu Solveigar Sæmundardóttur. Þar kemur t.d. fram að hægt að er skilja hendinguna bráðfengur þykir brullaups frami, og ef til vill erindið í heild, býsna beinum skilningi út frá sögu þeirra þriggja Solveigar, Sturlu Sighvatssonar og Snorra. 42 Gunnar Skarphéðinsson (2004:59). 43 Sveinbjörn Egilsson (1931:123).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.