Són - 01.01.2012, Blaðsíða 22

Són - 01.01.2012, Blaðsíða 22
22 Gunnar Skarphéðinsson in um víg Jóns berast út til Íslands um sumarið. Gissuri þótti sem sér væri ekki borin nógu vel sagan þegar menn greindu Snorra frá víginu. Fundur var ákveðinn með þeim Snorra og Gissuri. „Ok á þeim fundi sór Gizurr fimmtardómseið, at hann hefði í engum ráðum verit með Ólafi [Ólafur svartaskáld Leggsson hét sá sem hjó í höfuð Jóni og veitti honum það sár sem dró hann til dauða nokkrum dögum síðar] um víg Jóns ok hann vildi þá réttum skilnaði skilja í alla staði. Lét Snorri sér þat allt vel skiljast, er Gizurr sagði.“47 Snorri virðist samkvæmt þessum orðum gera sér fyllilega grein fyrir því hvernig vígið hefur borið að en samkvæmt lýsingum Sturlu Þórðarsonar er um ölæðisverk að ræða. Snorri og Þorvaldur, faðir Gissurar, reyna einnig að treysta samband barna sinna en kemur fyrir ekki. Þrátt fyrir þetta er ljóst að tilfinningar Snorra í garð Gissurar hafa alla tíð verið blendnar. Fyrir utan þessi mál tvö, sem eru ærin ein sér, tókust þeir auðvitað á í landsmálum og hlaut Snorri þar að gjalda með lífi sínu eins og alkunnugt er. Er hugsanlegt að erindið í heild beri að skilja sem dulið skeyti til Giss- urar? Erindinu lýkur á því að skáldið kallar kvæði sitt „svartflekkótt“ og kemur það orð hvergi fyrir í bundnu máli nema hér. En merkingin er vel þekkt á okkar dögum og vísast sú sama og í fornu máli. Finnur Jónsson skýrir svo í LP: ‘med sorte pletter (hvor hvidt er grundfarven), isœr om får’; svartflekkótt er kvæðið mitt: ‘digtet har mange sorte pletter, er uensartet og broget’.48 En þegar við höfum í huga hve skáldinu er tamt að tala undir rós eða gefa í skyn er auðvelt að leggja þann skilning í orðið að átt sé við að í kvæðinu megi finna ‘duldar meiningar’ eins og nú væri sagt. Þess má að lokum geta að Sturla Þórðarson orti skammarvísu um Gissur Þorvaldsson þar sem Gissur er nefndur bæði Óðinn og Gautur (Óðinsheiti). Tildrög vísunnar voru þau að Sturla fékk ekki Borgar- fjörð eins og hann taldi að Gissur hefði heitið sér. „Þótti Sturlu þá eigi efnd við sik af Gizuri jarli þau in fögru heit, er fram váru mælt við hann. Þá kvað Sturla vísu þessa“:49 Rauf við randa stýfi, rétt innik þat, – svinnan 47 Sturlunga saga I (1946:345–346). 48 Sveinbjörn Egilsson (1931:549). 49 Sturlunga saga I (1946:528). Endursögn Magnúsar Finnbogasonar (Sturlunga saga I 1946:607–608): Óðinn (Gizur) rauf við mig allt það góða, er hann hafði heitið mér, – ég skýri rétt frá því –, því að hann hefur vélað mig. Hinn slægi jarl, sem fer með lygar, bægði mér frá sér, – ég skil, hvað höfðinginn vill, – Óðinn (Gizur) gat ekki setið á fjandskap sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.