Són - 01.01.2012, Síða 26

Són - 01.01.2012, Síða 26
26 Gunnar Skarphéðinsson Sturla Solveigu ok talaði fátt við hana eða ekki.“60 Höfundur þessara orða er Sturla Þórðarson en frá þessu segir í 40. kafla Íslendinga sögu hans. Orðin um fyrstu kynni Sturlu Sighvatssonar og Solveigar eru merkileg fyrir þá sök að svo er að sjá sem Sturla Þórðarson hafi verið þessu máli vel kunnugur. Hann er þó gætinn eins og jafnan: „[…] talaði fátt við hana eða ekki“. Þeir nafnar, Sturla Sighvatsson og Sturla Þórðarson, voru bræðrasynir og margir hafa veitt því eftirtekt hve Sturla Þórðarson virðist hafa litið upp til frænda síns. Árni Pálsson61 segir að Sturla Þórðarson lýsi sjaldan útliti manna en um fríðleik Sturlu Sig- hvatssonar geti hann ekki orða bundist og eftirfarandi lýsing sýni það glöggt: „Reið Sturla á lötum hesti, er Álftarleggr var kallaðr, allra hesta mestr ok fríðastr. Hann var í rauðri ólpu, ok hygg ek, at fáir muni sét hafa röskligra mann.“62 Þessari lýsingu er skotið inn á áhrifamiklum stað þar sem menn ríða til þings vorið 1229 og flokkadrættir eru miklir með mönnum. Sturla Sighvatsson var, eins og áður kom fram, fæddur 1199 og er því um þetta leyti þrítugur að aldri og í blóma lífsins. Íslendinga saga segir okkur svo næst af Solveigu þegar faðir hennar, Sæmundur Jónsson, andast 7. nóvember árið 1222. Sæmundur hafði mælt svo fyrir að Solveig skyldi taka arf til jafns við bræður sína en það sýnir væntanlega hve hún hefur verið í miklum metum hjá föður sínum. Synir Sæmundar ákveða að fá Snorra Sturluson til þess að ann- ast fjárskipti með þeim systkinum og að þeir skuli jafnframt hlíta úr- skurði hans. Snorri fer suður með góðu föruneyti og gistir að Keldum hjá þeim mæðgum, Valgerði og Solveigu. Sagan segir svo um þetta: „Hann [Snorri] gisti at Keldum. Var hann þar í kærleikum miklum við þær mæðgur, ok fór Solveig í Odda með honum. Þótti Snorra allskemmtiligt að tala við hana.“63 Þegar þess er gætt hversu Sturlu Þórðarsyni er það ótamt að fjölyrða um tilfinningar er ljóst að Snorra hefur litist stórvel á Solveigu. Tal þeirra hefur vísast verið á borð við það þegar Guðrún Ósvífursdóttir og Gestur Oddleifsson ræddust við en Laxdæla segir að þau hafi bæði verið „vitr ok orðig“.64 Leiðin frá 60 Sturlunga saga I (1946:285). 61 Árni Pálsson (1947:110–111): „Það er sjaldnast siður Sturlu [Þórðarsonar] að lýsa líkamlegu útliti þeirra manna, sem hann ritar um. Hann minnist mjög óvíða á ytri einkenni þeirra eða hversdagshætti þeirra og siðvenjur. Þrátt fyrir allt það, sem hann hefur ritað um þá Sturlusonu, Þórð, Sighvat og Snorra, vitum vér ekkert um andlitsfall neins þeirra, eða vaxtarlag þeirra og holdafar. Og hið sama má segja um nálega alla afkomendur þeirra og samtímamenn.“ 62 Sturlunga saga I (1946:334). 63 Sturlunga saga I (1946:299). 64 Íslenzk fornrit V (1934:88).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.