Són - 01.01.2012, Side 28

Són - 01.01.2012, Side 28
28 Gunnar Skarphéðinsson að Sturlu og Sauðafelli. Málin tengjast því margvíslega eins og oft er raunin á Sturlungaöld. Synir Þorvalds, sem kallaðir voru Vatnsfirðingar, fara að næturlagi að Sauðafelli til hefnda eftir föður sinn en hitta svo á að Sturla sjálfur hefur riðið á brott. Þeir fremja mikil spellvirki á bænum og meiða og drepa bæði karla og konur. Solveig hafði fætt barn skömmu áður en þessir atburðir urðu en var risin af sænginni. Þeir bræður, Vatnsfirð- ingar, hristu blóðug vopnin að Solveigu og sögðu að þar væru vopnin sem þeir hefðu litað lokkinn af honum Dala-Frey [Sturlu] með. „En af öllu saman, skapraun hennar og sjúkleika, þá brá henni nökkut við slík orð.“69 Samúð sagnaritarans skín úr þessum orðum. Konan hefur verið mikilhæf – það leynir sér ekki. Hún eggjar menn til eftirreiðar þegar Vatnsfirðingar eru riðnir á brott en af eftirför verður þó ekki. Lesandanum finnst það vissulega við hæfi að Solveig brýni menn til hefnda.70 Þórður Vatnsfirðingur, sem er fyrir þeim bræðrum, harmar tvennt þegar hann gengur í stofu og tekur til orða áður en hann heldur frá Sauðafelli: „Þeir tveir hlutir hafa orðit annan veg en ek ætlaða, er ek fann eigi Sturlu, en sá annarr, er þú ert eftir, Solveig, – og eigi myndi þat vera, ef ek mætta með þik komast.“71 Hið fyrra er auðskilið, enda förin gerð til þess að sækja Sturlu með járni eða eldi en hvernig ber að skilja hið síðara? Vakti það fyrir Þórði að nema Solveigu á brott og gera hana að frillu sinni til hefnda við Sturlu?72 Sturla Sighvatsson er staddur að Reykjum í Hrútafirði og í laugu þegar honum berast þessi válegu tíðindi: „Sturla spurði, hvárt þeir gerðu ekki Solveigu. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis.“73 Hér er mikið sagt í fáum orðum – Solveig er heil og um annað er ekki spurt. 69 Sturlunga saga I (1946:327). 70 Sjá t.d. um þetta frásagnarminni Úlfar Bragason (2010:77–79). 71 Sturlunga saga I (1946:328). 72 Jón Thor Haraldsson (1980:287–288) skrifaði stutta en skemmtilega grein um þetta atvik. Hann telur að þau Solveig og Þórður Þorvaldsson hafi þekkst frá því að Þórður dvaldi í Skálholti veturinn 1222 en Solveig í Hruna. Stutt er þarna á milli og bjó Þorvaldur Gissurarson í Hruna en Magnús bróðir hans var biskup í Skálholti. Þau hljóti því að hafa hist á þessum tíma og það því fremur sem það var ‘kynríkt’ með Haukdælum og Oddaverjum að halda góðar veislur. Jón lýkur þessari hugleiðingu svo: „Hvað þeim fór á milli, ef þá eitthvað glæsikonunni Solveigu og villimanninum úr Vatnsfirði fáum við aldrei að vita. En það er sem sagt langt síðan það hvarflaði að mér að það logandi hatur sem bersýnilega ríkir í millum Þórðar úr Vatnsfirði og Sturlu Sighvatssonar eigi sér eldri rætur en brennu Þorvalds Vatnsfirðings og Sauða- fellsför“ (1980:288). 73 Sturlunga saga I (1946:329).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.