Són - 01.01.2012, Side 28
28 Gunnar Skarphéðinsson
að Sturlu og Sauðafelli. Málin tengjast því margvíslega eins og oft er
raunin á Sturlungaöld.
Synir Þorvalds, sem kallaðir voru Vatnsfirðingar, fara að næturlagi
að Sauðafelli til hefnda eftir föður sinn en hitta svo á að Sturla sjálfur
hefur riðið á brott. Þeir fremja mikil spellvirki á bænum og meiða og
drepa bæði karla og konur. Solveig hafði fætt barn skömmu áður en
þessir atburðir urðu en var risin af sænginni. Þeir bræður, Vatnsfirð-
ingar, hristu blóðug vopnin að Solveigu og sögðu að þar væru vopnin
sem þeir hefðu litað lokkinn af honum Dala-Frey [Sturlu] með. „En
af öllu saman, skapraun hennar og sjúkleika, þá brá henni nökkut við
slík orð.“69 Samúð sagnaritarans skín úr þessum orðum. Konan hefur
verið mikilhæf – það leynir sér ekki. Hún eggjar menn til eftirreiðar
þegar Vatnsfirðingar eru riðnir á brott en af eftirför verður þó ekki.
Lesandanum finnst það vissulega við hæfi að Solveig brýni menn til
hefnda.70 Þórður Vatnsfirðingur, sem er fyrir þeim bræðrum, harmar
tvennt þegar hann gengur í stofu og tekur til orða áður en hann heldur
frá Sauðafelli: „Þeir tveir hlutir hafa orðit annan veg en ek ætlaða,
er ek fann eigi Sturlu, en sá annarr, er þú ert eftir, Solveig, – og eigi
myndi þat vera, ef ek mætta með þik komast.“71 Hið fyrra er auðskilið,
enda förin gerð til þess að sækja Sturlu með járni eða eldi en hvernig
ber að skilja hið síðara? Vakti það fyrir Þórði að nema Solveigu á brott
og gera hana að frillu sinni til hefnda við Sturlu?72
Sturla Sighvatsson er staddur að Reykjum í Hrútafirði og í laugu
þegar honum berast þessi válegu tíðindi: „Sturla spurði, hvárt þeir gerðu
ekki Solveigu. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis.“73 Hér
er mikið sagt í fáum orðum – Solveig er heil og um annað er ekki spurt.
69 Sturlunga saga I (1946:327).
70 Sjá t.d. um þetta frásagnarminni Úlfar Bragason (2010:77–79).
71 Sturlunga saga I (1946:328).
72 Jón Thor Haraldsson (1980:287–288) skrifaði stutta en skemmtilega grein um þetta
atvik. Hann telur að þau Solveig og Þórður Þorvaldsson hafi þekkst frá því að Þórður
dvaldi í Skálholti veturinn 1222 en Solveig í Hruna. Stutt er þarna á milli og bjó
Þorvaldur Gissurarson í Hruna en Magnús bróðir hans var biskup í Skálholti. Þau
hljóti því að hafa hist á þessum tíma og það því fremur sem það var ‘kynríkt’ með
Haukdælum og Oddaverjum að halda góðar veislur. Jón lýkur þessari hugleiðingu
svo: „Hvað þeim fór á milli, ef þá eitthvað glæsikonunni Solveigu og villimanninum
úr Vatnsfirði fáum við aldrei að vita. En það er sem sagt langt síðan það hvarflaði
að mér að það logandi hatur sem bersýnilega ríkir í millum Þórðar úr Vatnsfirði og
Sturlu Sighvatssonar eigi sér eldri rætur en brennu Þorvalds Vatnsfirðings og Sauða-
fellsför“ (1980:288).
73 Sturlunga saga I (1946:329).