Són - 01.01.2012, Side 31

Són - 01.01.2012, Side 31
„Yggjar bjór hver eiga myni, ósýnt þykir lýða kyni“ 31 albesti bústaður landsins þegar undan eru skildir biskupsstólarnir.84 Hlutur Solveigar í málinu verður ekki metinn á annan hátt en þann að hún skilji fullvel þau lögmál sem gildi í samfélaginu um eignir og völd og erfðir. Ekki verður annað séð af þessu dæmi en hún taki fullan þátt í þeim leik eins og telja má eðlilegt og staða hennar býður. Sturla Sighvatsson fer að safna liði um Vestfirði eftir páska vorið 1238. Um þær mundir stendur hann í þeim deilum sem enda með Ör- lygsstaðabardaga en hann á sér stað þá um sumarið. Í þeim bardaga falla þeir feðgar báðir og þrír bræður Sturlu að auki. Sighvatur faðir hans kemur að norðan í Dali og hefur sýnilega áhyggjur af Sturlu og „[…] ofsa þeim hinum mikla sem hann hefur umfram alla frændur vára,“ eins og hann tekur til orða þegar hann ræðir um Sturlu við Má kumbalda, sem nefndur er í sögunni „fornvinr Sturlunga“.85 Sig- hvatur er kænn að vanda og spyr gjarnan þess sem hann veit þó oftast manna best sjálfur. Hann spyr því Má um ferðir Sturlu en Már svarar því til að Sighvatur muni gerst vita sjálfur. Þegar Sighvatur kemur til Sauðafells er tekið vel á móti honum og við sjáum hann ferðaþreyttan halla sér upp að hægindi en Solveig, tengdadóttir hans, ræðir við hann. Sighvatur spyr enn að ferðum Sturlu og „[…] erindum í fjörðuna vestur. En Solveig kvað honum þat mundu eigi ókunnara en sér.“86 Góð svipmynd sem við fáum þarna. Segir kannski ekki ýkja mikla sögu – en sögu þó. Solveig gegnir hefðbundnum skyldum húsfreyjunnar, tekur vel á móti Sighvati sem tekinn er nokkuð að reskjast þegar hér er komið sögu. Hún hefur góðar gáfur og stendur þeim gamla fyllilega á sporði í samræðulist. Ef til vill ber ekki að lesa neitt meira úr þessu en þó má minna á að Sighvatur hefur snúið á margan mann í samræðum, þar á meðal Sturlu son sinn með eftirminnilegum hætti enda var tal hans þá með „eljaraglettu nökkurri“.87 Næsta ár eftir fall Sturlu, það er árið 1239, býr Solveig enn að Sauðafelli og kemur við sögu er hún vill liðsinna þeim mönnum sem 84 Í 125. kafla í Íslendinga sögu er stutt frásögn þar sem Sighvatur Sturluson skopast að Sturlu, syni sínum. Sighvati þykir sem sonur sinn sé orðinn nokkuð mikill á lofti. Ekk- ert er of gott fyrir Sturlu og nú þarf hann að fá nýja jörð fyrir sig: „Ekki er um fleiri at leita en tvá [bústaði],“ segir Sighvatr, „þegar frá eru teknir biskupsstólarnir. Er þar annarr Oddastaðr, en annarr Möðruvellir í Hörgárdal. Þeir eru bústaðir beztir ok munu þér þykkja einskis til miklir.“ Sturlunga saga I (1946:407). 85 Sturlunga saga I (1946:411). 86 Op.cit. 87 eljaragletta: ‘meinleg gamansemi’. Þetta samtal þeirra feðga á sér stað í 125. kafla í Ís­ lendinga sögu, sbr. neðanmálsgrein nr. 84. Samkvæmt þeirri frásögn er eins og Sturla sé lengi að átta sig á að faðir hans sé í raun að hæðast að honum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.