Són - 01.01.2012, Side 42
42 Katelin Parsons
menningarsögu þess var hins vegar ekki óþekkt í íslenskum bókmennt-
um og gæti Guðmundur m.a. hafa sótt sér fyrirmynd í kveðskap eftir
Einar Sigurðsson í (H)eydölum (1538–1626). Landslagslýsingar Einars
urðu þó ekki til innan ramma rímnahefðarinnar og í greininni verða
færð rök fyrir því að þessi mansöngur úr Rímum af Sál og Davíð sé
ekki aðeins einstök heimild um líf í Grímsey í byrjun 17. aldar heldur
einnig frumleg tilraun til að sameina tvær ólíkar kveðskapargreinar
með því að setja svokallað landlýsingarkvæði (þ. topographisch-histor-
ische Dichtung) í mansöngsbúning.
Grímseyjarvísan á lausu
Að einstakt erindi slitni úr rímu eða kvæði og lifi sjálfstæðu lífi í skrif-
legri og/eða munnlegri geymd er vel þekkt fyrirbæri og á óðfræði-
vefnum Braga eru skráð tíu dæmi um slíkt úr íslenskum kveðskap.3 Í
sumum tilfellum breytist erindið í samræmi við nýja stöðu vísunnar
sem nú gengur „á lausu“ í munnmælum, t.d. með tilfærslu í orðaröð
sem á betur við þegar hún er kveðin ein síns liðs og fylgdarlaus. Slík
tilfærsla hefur einmitt átt sér stað í Grímseyjarvísunni, en hægt er að
greina tvö skref í varðveislu hennar sem útskýra hvernig hún hefur
umbreyst í þá mynd sem birtist í bók Péturs Sigurgeirssonar og víðar í
heimildum frá 20. öld.
Í lausamennsku finnst Grímseyjarvísan í a.m.k. tveimur handritum:
Lbs 936 4to (frá því um 1880) og Lbs 827 4to, sem var líklega skrifað á
árunum 1740–1750. Í hvorugu handritinu er getið um höfund: Fyrir-
sögnin í yngra handritinu er „Gömul vísa um Grímsey“ (Lbs 936 4to,
893) og í eldra handritinu er hún einfaldlega „Vísa um Grímsey“ (Lbs
827 4to, 247v). Í báðum uppskriftum byrjar hún þó á orðunum „Hún
er beint til enda strengd“, og þannig augljóst að Pétur skrifar vísuna
ekki beint upp af þessum blöðum.
Vísan, eins og hún er skrifuð í þessum tveimur handritum, brýtur
í bága við hina gullnu bragfræðireglu um stuðlasetningu. Sé litið til
samhengis í eldra handritinu sést þó að hér er ekki um að ræða kvæða-
handrit: megnið af Lbs 827 4to samanstendur af annálum, sagn-
fræðilegum/landfræðilegum upplýsingum og ýmsum tölum og skrám.
3 Sbr. „Vísur úr kvæðum,“ Bragi óðfræðivefur, sótt 13.11.2012, <http://bragi.arnastof-
nun.is/visur.php?ID=30> og „Vísur úr rímum,“ Bragi óðfræðivefur, sótt 13.11.2012,
<http://bragi.arnastofnun.is/visur.php?ID=25>.