Són - 01.01.2012, Page 42

Són - 01.01.2012, Page 42
42 Katelin Parsons menningarsögu þess var hins vegar ekki óþekkt í íslenskum bókmennt- um og gæti Guðmundur m.a. hafa sótt sér fyrirmynd í kveðskap eftir Einar Sigurðsson í (H)eydölum (1538–1626). Landslagslýsingar Einars urðu þó ekki til innan ramma rímnahefðarinnar og í greininni verða færð rök fyrir því að þessi mansöngur úr Rímum af Sál og Davíð sé ekki aðeins einstök heimild um líf í Grímsey í byrjun 17. aldar heldur einnig frumleg tilraun til að sameina tvær ólíkar kveðskapargreinar með því að setja svokallað landlýsingarkvæði (þ. topographisch-histor- ische Dichtung) í mansöngsbúning. Grímseyjarvísan á lausu Að einstakt erindi slitni úr rímu eða kvæði og lifi sjálfstæðu lífi í skrif- legri og/eða munnlegri geymd er vel þekkt fyrirbæri og á óðfræði- vefnum Braga eru skráð tíu dæmi um slíkt úr íslenskum kveðskap.3 Í sumum tilfellum breytist erindið í samræmi við nýja stöðu vísunnar sem nú gengur „á lausu“ í munnmælum, t.d. með tilfærslu í orðaröð sem á betur við þegar hún er kveðin ein síns liðs og fylgdarlaus. Slík tilfærsla hefur einmitt átt sér stað í Grímseyjarvísunni, en hægt er að greina tvö skref í varðveislu hennar sem útskýra hvernig hún hefur umbreyst í þá mynd sem birtist í bók Péturs Sigurgeirssonar og víðar í heimildum frá 20. öld. Í lausamennsku finnst Grímseyjarvísan í a.m.k. tveimur handritum: Lbs 936 4to (frá því um 1880) og Lbs 827 4to, sem var líklega skrifað á árunum 1740–1750. Í hvorugu handritinu er getið um höfund: Fyrir- sögnin í yngra handritinu er „Gömul vísa um Grímsey“ (Lbs 936 4to, 893) og í eldra handritinu er hún einfaldlega „Vísa um Grímsey“ (Lbs 827 4to, 247v). Í báðum uppskriftum byrjar hún þó á orðunum „Hún er beint til enda strengd“, og þannig augljóst að Pétur skrifar vísuna ekki beint upp af þessum blöðum. Vísan, eins og hún er skrifuð í þessum tveimur handritum, brýtur í bága við hina gullnu bragfræðireglu um stuðlasetningu. Sé litið til samhengis í eldra handritinu sést þó að hér er ekki um að ræða kvæða- handrit: megnið af Lbs 827 4to samanstendur af annálum, sagn- fræðilegum/landfræðilegum upplýsingum og ýmsum tölum og skrám. 3 Sbr. „Vísur úr kvæðum,“ Bragi óðfræðivefur, sótt 13.11.2012, <http://bragi.arnastof- nun.is/visur.php?ID=30> og „Vísur úr rímum,“ Bragi óðfræðivefur, sótt 13.11.2012, <http://bragi.arnastofnun.is/visur.php?ID=25>.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.