Són - 01.01.2012, Side 52
52 Katelin Parsons
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá byrjun 18. aldar
finnst önnur greinagóð lýsing á Grímsey, sem er sögð vera „sex vikur
sjóar undan fastalandi út frá Eyjafjarðar mynni“.27 Greinargerðin
hefur verið uppteiknuð „eftir sögu Grímseyjar innbyggjara“28 og er
að því leyti marktækari heimild en frásögn Gísla sem beinir athygli
lesandans að furðufyrirbærum í íslenskri náttúru og er ekki laus við
ýkjur. Þótt markmið Árna og Páls hafi verið að skýra frá jarðahlunn-
indum en ekki að gera náttúrufræðilegar athugasemdir eða fjalla sér-
staklega um lífshætti Íslendinga kemur ýmislegt áhugavert fram um
Grímsey í greinargerðinni, m.a. tíðkast ennþá að matreiða skarfakál
og nota sem lækningajurt við bjúg. Hins vegar er ferskt vatn mjög af
skornum skammti og almennt svo vont að því er kennt um að valda
undarlegum sjúkdómi „so holdið blæs upp og þrútnar, so sem á spiltu
fólki, plaga þeir þá að flytja þetta fólk til lands, því þá mínkar þeim
sá sjúkdómur“ en greinargerðin nefnir um leið að aðkomufólk þjáist
oftar af þessum sjúkdómi en innfæddir eyjarskeggar.29 Af vatninu fá
þeir einnig „bólgu í munninn og tannholdið, so holdið rotnar burt úr
munninum, en so snart þeir fá sjer nokkuð af fyrráminstu kálgresi, þá
forgengur sami veikleiki“.30
Lýsingar á þessum sjúkdómseinkennum benda sterklega til þess að
hér sé um að ræða skyrbjúg og að einhæft mataræði Grímseyinga geri
það að verkum að c-vítamínskortur hafi verið eylægt vandamál um
aldaraðir. Enda þótt eyjarvatnið sé talið orsök sjúkdómsins en ekki
matarframboðið er greinilegt að Grímseyingar telja vítamínríka jurt-
ina lífsnauðsynlega og meta hana jafnframt mikils: Þeir flokka grasið
beinlínis til hlunninda eyjunnar. Fyrir aðra Íslendinga flokkaðist kálát
sem furðufyrirbæri (sbr. lýsingar Guðmundar og Gísla) og þeir sem eru
ekki innfæddir gera sér hugsanlega síður grein fyrir mikilvægi skarfakáls
í mataræði. Galli er líka sá á gjöf Njarðar að tínsla jurtarinnar felur í
sér talsverða hættu, en af lýsingunni að dæma er söfnun skarfakáls alls
ekki fyrir óvana (líkt og Guðmundur gefur til kynna):
Stór besverligheit og hætta er að ná þessu grasi, því þeir verða
að klifra ofan gjár í bjarginu og halda sjer í festi, meðan þeir afla
þess, því ei verður skipum aðkomið undir björgunum, þar sem
27 Árni Magnússon og Páll Vídalín. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. 10:
Eyjafjarðarsýsla, 310.
28 Sama rit, 319.
29 Sama rit, 318.
30 Sama rit, sami staður.