Són - 01.01.2012, Side 69

Són - 01.01.2012, Side 69
Stuðlasetning í fimm bragliða vísuorðum 69 orði annaðhvort í 1. og 5. atkvæðum eða í 3. og 5. atkv. (en ekki víðar þar).“ Það er að segja í 1. og 3. braglið eða í 2. og 3. braglið. Aðrar samsetningar komi ekki til greina. Reyndar er villandi að í umfjöllun Helga um stuðlafall segir hann aðeins: „Sama ljóðstöfun á hér við sem í hinum bragættunum“ (bls. 222) en 197 dæmi sem hann tekur af hættinum fylgja öll reglunni sem hann hafði sett fram á bls. 48, utan eitt.13 Því miður skýrir Helgi ekki út hvers vegna stuðlun aftar í braglínu er óheimil. Þetta er, að því er best verður séð, í fyrsta sinn sem reglunni er lýst á prenti. Þegar bók Helga kemur út eru þó liðin meira en 400 ár frá því stuðlafall varð til og fjöldi rímna hefur verið ortur þar sem reglunni er fylgt út í æsar. Brot gegn henni eru sárafá. Höfundur þessarar greinar hefur leitað lúsa í nokkrum þúsundum vísna í rímum undir þessum háttum frá ýmsum tímum. Aðeins örfá dæmi hafa fund- ist um stuðul í fjórða og/eða fimmta braglið, svo fá að líta verður á þau sem undantekningar.14 Ragnar Ingi Aðalsteinsson (2012:66) bendir á að aðrir hættir með fimm bragliði í línu – og þeir eru algengir – setji ekki þessar skorður. Hann tilfærir tvær braglínur úr sonnettunni alkunnu, Ég bið að heilsa, eftir Jónas Hallgrímsson (1989:197): a. | Vorboðinn | ljúfi, | fuglinn | trúr sem | fer b. í | sumar- | -dal að | kveða | kvæðin | þín Vert er að hafa í huga að í stuðlafalli og vikhendu er fyrsta braglína sérstuðluð en í dæmunum hér kallast hún á við höfuðstaf í annarri línu. Að því er nánar vikið aftar í þessum kafla (Tilgáta 3). Hér mætti tína fleira til úr ólíkum háttum:15 13 Vísa nr. 188 á bls. 237. 14 „Brotlegasta“ ríman sem ég hef fundið er fjórða ríma Bjarna Jónssonar Borgfirðingaskálds af Flóres og Leó (Bjarni og Hallgrímur Pétursson, 1956:44–59) frá byrjun 17. aldar. Þar stuðlar Bjarni aftar en í þriðja lið í þremur vísum af hundrað fjörutíu og tveimur. (44: Þegar magann sveinn tók ljóns að sjúga. 51: Tárug kæran málróm manna heyrir, 93: Skiparar sjá að kom með barnið kæra.) Væri sértæku reglunni ekki til að dreifa mætti hins vegar búast við að þannig stuðlaðar vísur skiptu tugum. Auk þess er eitt dæmi túlkað sem ofstuðlun fremur en stuðlun í 3. og 4. braglið (123: Til Jerúsalem seggir sóktu dýrir). Hafa ber í huga að rangar uppskriftir voru tíðar enda getur Finnur Sigmundsson þess í inngangi sama rits (bls. xi) að ríman sé með ýmsum hætti í uppskriftum, jafnvel vísur þar sem innihaldið er ósk höfunda um að ljóðin verði ekki færð úr lagi. 15 Eftirfarandi dæmi eru úr ljóðum sem skráð eru í Braga, óðfræðivef í fullri lengd ásamt upplýsingum um bragarhátt þeirra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.