Són - 01.01.2012, Page 80

Són - 01.01.2012, Page 80
80 Bjarki Karlsson Á nítjándu öld gjörbreytist framboðið með rómantísku stefnunni en með henni var fluttur inn fjöldi erlendra fimm bragliða hátta. Eftir það eru dæmin í töflunni aðeins lítið úrtak úr miklum kvæðafjölda. Fleiri tímamót verða í byrjun nítjándu aldar því að eins og glöggt sést á súluritinu fjölgar braglínum með stuðul í fjórða og/eða fimmta braglið verulega og eru á bilinu 10–70% en voru áður 0–6% með tveimur undantekningum, Skáld-Sveini og Stefáni Ólafssyni í Valla- nesi. Þessi breyting nær aðeins til kveðskapar utan rímnahefðarinnar. Rímur halda áfram að lúta sértæku stuðlareglunni. Þó að Bólu-Hjálm- ar staðsetji stuðla stundum í 4. og 5. lið í kvæði sínu um Björn Erlends- son leyfir hann sér engin frávik frá sértæku reglunni þegar hann yrkir rímur undir stuðlafalli. Þó að allt að 6% braglína brjóti í bága við sértæku stuðlaregluna fram til 1650 þýðir það ekki að hún sé ekki virk enda er tíðni of- og vanstuðlunar lítt minni í sömu kvæðum. Í Heimsósóma Skáld-Sveins eru hins vegar fjórar braglínur af þrjátíu og níu fimm bragliða frum- línum25 þar sem stuðull stendur aftar en í þriðja braglið, eða 21%.26 Í fáum dráttum er saga sértæku stuðlareglunnar því þessi: 15. öld: Fimm bragliða línur koma fram í íslenskum kveðskap. Staðsetning stuðla ekki niðurnjörvuð fyrst um sinn. Þó tregða til að stuðla aftar en í þriðja braglið. 16. og 17. öld: Stuðlun í 4. og 5. braglið hættir að sjást nema í undantekningartilvikum. Sértæka stuðlareglan orðin til og virðist gilda fyrir alla hætti með fimm bragliða línum. Þó ber svo við að Stefán Ólafsson virðir hana að vettugi. 18. öld: Sértæka reglan enn í gildi. 19. öld: Nýir fimmliðahættir koma fram og sértæka reglan lætur undan nema í rímum þar sem hún gildir áfram. Það eru ekki bara nýju bragarhættirnir sem eru án sértæku reglunnar síðustu tvær aldir. Hulda yrkir kvæði um Jón biskup Ögmundsson 25 Ástæða þess að 39 slíkar línur finnast í 16 erindum er sú að oftast mynda 7. og 8. lína annars vegar en 9. og 10. lína hins vegar braglínupar en í sjö tilvikum eru 8. eða 10. lína sérstuðlaðar og því taldar með. Þá gerist það oft að 8. eða 10. lína hefur aukastuðlapar á eftir höfuðstaf en þær eru ekki taldar með. 26 Enginn munur er á stuðlun í Heimsómsómakvæði eftir handritum eins og sjá má hjá Guðrúnu Nordal (1982).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.