Són - 01.01.2012, Page 98
98 Heimir Pálsson
þung og þrjú létt, engir þríliðir og nánast kveðið í hljóðlíkingu eftir
sláttuhljóðum. Þar eru þó nokkur stutt atkvæði að fornum sið höfð í
þungri stöðu. Ellefu áherslustöður eru fylltar með stuttum atkvæðum í
90 bragliðum alls eða um 12% samanborið við ein 5% í „Gerðufalli“
Jóns. Virðist því hlutfall langra áhersluatkvæða býsna hátt.
Til samanburðar er einboðið að líta á kveðskap undir öðrum
bragarháttum en dróttkvæðu og afbrigðum þess. Nærtækt er að svipast
um í kveðskap Jónasar. Ef talið er í sex fyrstu tersínunum í „Gunnars-
hólma“ (1989:77–79) eru stutt áhersluatkvæði einungis um 20% og í
„Ég bið að heilsa!“ (1989:196–197) 15,7%, ámóta og í dróttkveðnu
frá sama tíma. Grímur Thomsen yrkir um „Arnljót gellina“ og
hefur aðeins 15,5% stuttra áhersluatkvæða (1969:194–195); í þrem
fyrstu erindum „Sumarmorguns í Ásbyrgi“ eftir Einar Benediktsson
(1935:170–171) eru stuttstofna áhersluatkvæði ein 13%. Hér virðist
með öðrum orðum bragarháttur ekki skipta sköpum.
Ef litið er á dæmi úr lausu máli, má nefna að á fyrstu tveim
síðunum í „Grasaferð“ Jónasar (1989:281–282), drjúgum 620 orðum,
eru 36% stuttstofna, en ef frá eru tekin formorð og algengustu for-
nöfn (og, en, ég, við o.s.frv.) verður hlutfall stuttstofna einungis 14%, eða
ámóta og í kveðskapnum. Hversu freistandi sem það var að líta á lágt
hlutfalla stuttstofna í dróttkveðnum vísum átjándu og nítjándu aldar
til marks um einhverskonar dulvitund skálda um lengdarreglur, virðist
það óheimilt. Það er hreinlega tungumálið sem leggur til reglurnar,
þess vegna er breytingin frá elleftu öld til hinnar átjándu fjarska lítil
en reglulaus. Stuttstofna orð geta allt eins lent í þungum stöðum í
bragnum.
Þetta er vafalítið ein ástæðan fyrir því að skáldum á öllum öldum er
eðlilegt að grípa til dróttkvæðs háttar. En þá kann líka að vera ástæða
til að spyrja um ástæður fyrir háttarvali. Er eitthvert yrkisefni öðru
líklegra til að kalla á rímaða fornhætti?
Jónas og dróttkveðnar eða hrynhendar vísur
Svo telst til að Jónas hafi ort ein fjórtán númer undir dróttkvæðum
hætti eða hrynhendum með stýfðum bragliðum,7 níu lausavísur og
fimm lengri kvæði. Hér verða titlar nefndir og eru allar tilvísanir til
7 Freistandi er að kalla hinn sérkennilega hátt á La belle (1989:i 49) einmitt stýfðan
hrynhendan hátt og greina þá afbrigðileg vísuorð eins og mittisgrönn og fótnett sem -ᵕ|-
ᵕ|- |- , en bjarteyg, brjóstafögur jafnvel sem -|-|-ᵕ| . ′ᵕ ′ᵕ