Són - 01.01.2012, Page 119
„Óðarfleyi fram er hrundið“ 119
Þessi markverði fimm vísna formáli Gríms hefur vakið athygli bók-
menntafræðinga, enda nokkuð einstakur í sinni röð.14 Ýmis sjónarmið
eru hér þó sameiginleg með grein Jónasar Hallgrímssonar um „Rímur
af Tistrani og Indíönu“.15 Það gildir sérstaklega um frelsiskröfu skáld-
skaparins sem þeir Jónas og Grímur eiga sameiginlega en hún var
meginmál í huga þeirra sem fylgdu rómantísku stefnunni. Öll greining
Gríms á skáldskap og veruleika tekur Jónasi hins vegar langt fram,
enda var Grímur bókmenntafræðingur en Jónas náttúrufræðingur.
Bókmenntasagan er ofin saman úr mörgum skemmtilegum þráðum.
Frásagnarkvæði af ýmsu tagi hafa öldum saman verið til og verða það
áfram. Þau eru líka eitt af einkennum þeirrar stefnu sem við köllum
Rómantísku stefnuna. Frásagnarkvæðið er fornt bókmenntaform sem
öðlaðist nýtt líf í Evrópu á 19. öld og Rímur af Búa Andríðssyni og Fríði Dofra
dóttur eiga tvímælalaust heima í flokki annarra sagnakvæða rómantíska
tímabilsins. Um sagnakvæði hefur Vassallo skrifað, einkanlega með tilliti
til enskra bókmennta16 en Grímur Thomsen var eins og menn vita sér-
fróður um enskar bókmenntir.17 Þess eru fjölmörg dæmi úr sagnakvæðum
rómantísku stefnunnar að skáldin studdust við sagnir og goðsagnir, not-
uðu sögukvæðið til þess að segja frá ferð inn í nýjan eða óþekktan heim
sem í Evrópu varð þá gjarnan austrænn heimur og menning nýlendn-
anna. Grímur Thomsen var handgenginn þessum evrópsku hugmyndum
og þekkti þær meira að segja betur en flestir aðrir Norðurlandabúar.
Hann skrifaði og gaf út fyrstu stóru rannsóknina á ritverkum Byrons á
Norðurlöndum en Byron var á fyrri hluta 19. aldar flestum öðrum frægari
í Evrópu. Byron orti og birti mörg frásagnarkvæði og varð frægur fyrir
það fyrsta þeirra, kvæðið um Harald ungriddara eða „Childe Harold“.
‚Ungriddaratitillinn’ á Harold er íronískur, „Childe“ var á tíma Byrons
fyrnt og yfirhátíðlegt heiti á ungum aðalsmanni og verðandi riddara.
Í sögukvæðum rómantíkurinnar leynist hins vegar víða sögumanns-
afstaða sem póstmódernistar á okkar tímum hafa viljað eigna sér, þ.e.
sögumaður sem segir frá af fullum trúnaði en lætur það jafnframt
koma skýrt fram að hann veit að sagan er tilbúningur. Sögukvæði
rómantísku stefnunnar eru iðulega íronísk og sögumenn þeirra greini-
legir forgöngumenn póstmódernískrar íroníu.18 Í slíkum kvæðum er það
14 Úr formála Gríms er fengin fyrirsögn þessarar greinar og reyndar einnig fyrirsögnin
á kafla Sveins Yngva Egilssonar um Búa rímur.
15 Jónas Hallgrímsson 1837: 18–29.
16 Vassallo, Peter 2005: 350–367.
17 Kristján Jóhann Jónsson: 2012: 184–188.
18 Larissy, Edward 2005: 673.