Són - 01.01.2012, Blaðsíða 123
„Óðarfleyi fram er hrundið“ 123
skálda að spegla mannlífið og náttúruna en hún er í þeirra bókum
utan við skáldið sjálft.
Í ritgerðinni um franskar samtímabókmenntir er mikið gert úr trú á
frjálsan anda og sjálfstæðan persónuleika. Af því sprettur nokkur fyrir-
litning á klassisistunum frönsku sem létu setja sér ströng fyrirmæli um
form. Hinn ungi bókmenntafræðingur talar um fúskara sem rembist
við að líkja eftir meisturum sínum í máli og stíl í stað þess að íhuga
djúp mannlegs hugar, greina manneskjulegar tilfinningar og hrífast.27
Formið verði að víkja fyrir innihaldinu, sé það óhjákvæmilegt. Það sé
til guðdómlegur sannleikur ofar öllu öðru.
Miðað við þessar skoðanir mætti ætla að Búa ríma Gríms væri
hugsuð sem díalektískt svar við bókmenntum samtímans, ekki einungis
við rímu Símonar og hvað þá þeim orðaleppum hans sem, eins og
Sveinn Yngvi bendir á, voru sennilega til þess ætlaðir fyrst og fremst að
ganga í augun á Matthíasi Jochumssyni. Það eru ríman, söguljóðið og
tíminn sem eru til umræðu í kvæði Gríms, ekki marklítill skáldakritur.
Í fræðilegum viðhorfum Gríms var það alltaf ljóst að hann var
framar öllu öðru fylgismaður rómantísku stefnunnar, taldi að skap-
gerð Norðurlandabúa hefði mótast af náttúrunni og að hin norræna
lund byggi í henni að mestu leyti. Hér verður vafalaust einhverjum
hugsað til lundarfars þeirra sem bjuggu í fjallinu þar sem Búi drap
sverðshjöltum á hamravegg í rímunni sem hér er til umræðu. Menn
hafa spurt hvers vegna Grímur hafi valið Kjalnesinga sögu til þess að
yrkja útaf henni rímu en ekki einhverja frægari sögu eins og Eglu eða
Njálu.28 Skýringin á því held ég tvímælalaust að sé sú að Kjalnesinga
saga gaf skáldinu kost á því að fjalla um eitt af þeim umræðuefnum
sem áttu huga hans, bæði í kvæðum og greinum: Hver er í reynd
sá norræni andi sem býr í náttúru Norðurlandabúa og segir til um
dyggðir þeirra og lífsviðhorf. Þá er í raun og veru spurt: Hver erum
við og hvert stefnum við? Þessu má ekki rugla saman við síðari tíma
uppáfyndingar um norrænt eða germanskt eðli. Um þetta hef ég áður
fjallað í doktorsritgerð minni: Heimsborgari og þjóðskáld.
Að mati Gríms eins og margra samtímamanna hans var Shake-
speare norrænn höfundur, vegna þess ekki síst að persónur hans „trúa
27 „Campistron o.a.fl. kunne tjene som Exempler paa slige Dilettanter, som istedetfor
at udgrunde det menneskelige Aands og Hjertes Dybder og søge de menneskelige
Følelser i deres egen Begeistring, kun stræbe at kopiere deres Mester [Racine] i Form
og Stiil“ (Grímur Thomsen 1843: 6).
28 Sveinn Yngvi Egilsson 1999: 140.