Són - 01.01.2012, Page 130
130 Kristján Jóhann Jónsson
skandinavistar héldu fram skyldleika norrænna þjóða og vildu ræða
norrænt þjóðerni, færðust Íslendingar allir í aukana með umræðum
um sérstakt, íslenskt þjóðerni og þetta tvennt samræmist að sjálfsögðu
ekki vel.
Umræðan um skandínavisma átti svo eftir að halda áfram og hann
hefur verið ræddur í tengslum við Gunnar Gunnarsson og kallaður
„norræn þjóðernisstefna“. Þá er enn ráð fyrir því gert að skandínav-
isminn hafi ekki leitast við að sameina ólíkar þjóðir í stórt yfirþjóð-
legt ríki heldur að sameina eina þjóð sem hefði verið tvístrað í nokkur
ríki.46 Þetta er grunnhugmynd og sprettur víða skýrt fram í ritum
Gríms Thomsen, meðal annars í fyrirlestrinum frá 1846.
Í grein eftir Frederik Nilsson (1997), sem í lauslegri þýðingu heitir
því skemmtilega nafni „„Lýðveldi á siglingu“: Um uppákomur og
tækni í skandinavískum stjórnmálum snemma á 19. öld“, eru rakin
nokkur helstu sérkenni skandínavismans. Nafnið á grein Nilssons
er myndlíking, þeir sem stíga um borð í gufuskip stíga inn í nýtt
samfélag um borð og yfirgefa hinn gamla tíma í krafti tækninnar.
Þegar árið 1842 lýsti sænskur rithöfundur gufuskipi með því að því
að líkja því við nýtt samfélag sem farþeginn verður þegn í þegar
skipið yfirgefur hafnarbakkann þar sem fjölskylda og vinir standa og
veifa klútum. Gufuskipið varð að algengu tákni hins nýja tíma. Fyrir
tilstilli gufuskipanna gátu stúdentar og aðrir menntamenn farið með
fundahöldum yfir Skandinavíu og látið í ljósi gleði sína yfir nýjum tím-
um. Það er ekki flókið að sjá hér tengslin á milli samfélagsþróunar og
vaxandi vinsælda sögukvæða sem fjölluðu gjarnan um einstakling sem
fór á vit nýrra heima og kom til baka reynslunni ríkari. Við hliðina á
þessum vinsælu sögukvæðum spratt svo fram önnur bókmenntagrein,
hin borgaralega skáldsaga, sem oftar en ekki segir frá því á einhvern
hátt að maðurinn sé einstaklingur, geti gengið út úr samfélagi sínu og
jafnvel lifað lífinu einn og hjálparlaust eins og Robinson Crusoe.
Nilsson rekur einnig í grein sinni hve mikil nýjung það var á
Norðurlöndum að fólk safnaðist saman á torgum til þess að hrópa
húrra fyrir sjálfu sér og hugmyndum sínum. Það virðist hafa verið
ótrúlegt áfall fyrir yfirvöld. Skandínavistarnir brutu að vissu leyti
félagslegar reglur því þeir gerðu sér grein fyrir því að þeir urðu að fara
út úr fyrirlestrasölum skólanna, tala, syngja baráttusöngva og halda
ræður á opinberum svæðum. Borgarar runnu á hljóðið og allur al-
menningur fagnaði. Þegar skandínavistar fóru í kröfugöngur til þess
46 Jón Yngvi Jóhannsson 1998: 115.