Són - 01.01.2012, Page 143
„Óðarfleyi fram er hrundið“ 143
undir höfði. Það sýnir einnig tilhneigingu til sjálfstjórnar og innilok-
unar tilfinninga og ástríðna sem ekki fá að brjótast fram fyrr en þeirra
tími er kominn. Sá sem trúir á mátt sinn og megin fer varlega, lætur
aldrei allt uppi og veit að hann stendur einn. Þessa tilhneigingu má
glögglega sjá í norrænni goðafræði. Þór er framar öðrum fulltrúi þeirra
sem trúa á mátt sinn og megin og norræn goð refsa hetjum aldrei fyrir
hroka eða ofmetnað. Það er grískum guðum hins vegar mjög tamt.
Á Norðurlöndum standa menn og falla með verkum sínum. Þar fær
einstaklingurinn það gildi sem honum ber. Án efa hafa þessi sjónarmið
geðjast fylgismönnum frjálslyndisstefnunnar prýðilega. Eftir að hafa
stutt mál sitt dæmum úr Njálu og Laxdælu segir greinarhöfundur:
Í slíkum dæmum staðfestir Norðrið endanlega friðsælt sjálfsör-
yggi einstaklingsins, þetta göfuga sjálfstraust og rósemi, þessa
stoltu tilfinningu frelsis og sjálfstæðis, sem einungis á sér sinn líka í
rómantíkinni. Þar er þó eitthvað sem við Norðurlandabúar getum
verið stoltir af. Trygglyndi riddaratímabilsins og fórnarlund
miðaldakristninnar voru eiginleikar forfeðra okkar áður en þeir
urðu kristnir. Þess vegna getur norrænn skáldskapur alls ekki
kallast klassískur ef litið er til efnisins; hann væri þvert á móti
réttnefndur: Rómantík heiðninnar. Þá trú á einstaklinginn, sem
er kennimark á krossferðunum, riddaratímabilinu og skáldskap
Shakespeares, er að finna alveg hreina í hinu heiðna Norðri, eða
réttara sagt í því Norðri sem trúði á „mátt sinn og megin“.70
Hér hefur nú verið rakið ýmislegt úr hugmyndum Gríms Thomsen og
tengt við efnið í Rímum af Búa Andríðssyni og Fríði Dofradóttur. Í því
eru nýmæli þessarar greinar fólgin.
Í ljósi þess sem sagt hefur verið er rétt að rifja upp í stuttu máli
söguna sem sögð er í kvæðinu. Strax í fjórðu vísu kemur það fram að
óðarfleyið stefnir út á haf í raunverulega siglingu en ljóðmælandi ætlar
70 „Herved vindiceres nu ogsaa Norden fuldkomment denne Individets rolige Hvilen
i sig selv, denne ædle Selvtillid og Stoicisme, denne stolte Følelse af Frihed og Uaf-
hængighed, som vi kun i Romantiken finde Mage til. Og det er dog Noget, som
vi Nordboer kunne være stolte af, at Riddertidens Trofasthed, den middelalderlige
Christendoms Opoffrelse har været vore Forfædres Eiendom, forinden de selv bleve
Christne. Den nordiske Digtning kan derfor fra Indholdets Side ingenlunde kaldes
classisk; den benævnes tvertimod rigtigst: Hedenskabets Romantik. Det samme In-
dividualitetsprincip, som er Korstogenes, Riddertidens og den shakspearske Poesies
Særkjende, findes i sin fulde Renhed i det hedenske Norden, eller rettere i det Nor-
den, som troede „paa sin egen Kraft““ (Grímur Thomsen 1846c (23): 180).