Són - 01.01.2012, Page 157

Són - 01.01.2012, Page 157
Barnafossar 157 öðrum ríkjum fegra. Hún þarf á manneskjunni að halda til að verða frjáls og blómstra. Auðvelt er einnig að túlka gýgina sem móður.15 Fyrirgangurinn í náttúrunni sem ljóðið lýsir gæti sem best verið fæðingarhríðir; það er að fæðast nýtt (ný) líf. Þannig eru örlög gýgjarinnar og barnanna samofin; í báðum til- fellum fela þau í sér lausn. Manneskjan verður að hætta jarðneskum leikjum og takast á við „hið háleita“ sem nú eignast nýja liðsmenn (ný börn). Dauði barnanna var fæðing til nýs lífs. Fyrirbærin, táknin þrjú, sem vega þyngst í ljóðinu, eru vatn, steinn (bæði í gljúfrinu og boganum) og brú (bogi). Vatnið er ævagamalt tákn sköpunar og fæðingar og getur í ljóðinu undirstrikað nýja sköpun, endur- fæðingu. Steinninn er andstæðan, harður og sterkur en einnig sljór, en hér lætur hann undan krafti vatnsins. Brúin er náttúrlega tákn tveggja heima, aðskilnaðar og um leið tengingar. Ferð yfir brú er tákn þess að eitthvað breytist, nýtt svið tilverunnar tekur við, dauði eða nýtt líf. Sveinn Yngvi Egilsson16 hefur í grein sinni „Og andinn mig hreif upp á háfjallatind“ greint frá sögu „hins háleita“ í verkum heimspekinga og skálda rómantísku stefnunnar. Fram kemur í greininni að „saga hins háleita [sé] samofin nýrri náttúrusýn vestrænna manna á síðari öldum. Hrikaleg náttúrufyrirbæri eins og ólgusjór, eyðilegt landslag, hyldjúpar klettagjár og himinhá fjöll töldust nú háleit.“ Sveinn Yngvi vitnar til Englendingsins Thomasar Burnet sem taldi að hin hrikalega náttúra „kæmi mönnum í kynni við guðdóminn, mátt hans, stærð og óendanleika. Náttúrufyrir- bæri af þessu tagi beindu huganum upp á við í átt til guðs og þau væru háleit í þeim skilningi orðsins.“ Sveinn Yngvi greinir frá fjölda manna sem velt hafa „hinu háleita“ fyrir sér, t.d. Immanuel Kant sem kenndi að „hið háleita“ væri „hugarástand sem menn kæmust í þegar þeir stæðu frammi fyrir einhverju miklu eða mikilfenglegu (náttúrufyrirbæri). Hið háleita fæli í sér að farið væri yfir ákveðin mörk.“ Sveinn Yngvi telur síðan upp ýmis þau náttúrufyrirbæri sem gátu bent skáldum upp á við, frá duftinu. Kristján Jóhann Jónsson17 gerir hinu háleita einnig skil í greininni „Hinn háleiti gróði“ í Hrafnaþingi og tengir íslenskum fossakvæðum sem nokkuð áberandi voru á 19. öld og fram á hina 20., einkum Dettifossi Kristjáns Fjallaskálds og Barnafossi Gríms Thomsen. Um þau segir hann: „Það er enginn vafi að í báðum þeim fossakvæðum 15 Sbr. Kristján Jóhann Jónsson (2006). 16 Sveinn Yngvi Egilsson (2003). 17 Kristján Jóhann Jónsson (2006).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.