Són - 01.01.2012, Síða 157
Barnafossar 157
öðrum ríkjum fegra. Hún þarf á manneskjunni að halda til að verða
frjáls og blómstra.
Auðvelt er einnig að túlka gýgina sem móður.15 Fyrirgangurinn í
náttúrunni sem ljóðið lýsir gæti sem best verið fæðingarhríðir; það er
að fæðast nýtt (ný) líf.
Þannig eru örlög gýgjarinnar og barnanna samofin; í báðum til-
fellum fela þau í sér lausn. Manneskjan verður að hætta jarðneskum
leikjum og takast á við „hið háleita“ sem nú eignast nýja liðsmenn (ný
börn). Dauði barnanna var fæðing til nýs lífs.
Fyrirbærin, táknin þrjú, sem vega þyngst í ljóðinu, eru vatn, steinn
(bæði í gljúfrinu og boganum) og brú (bogi). Vatnið er ævagamalt tákn
sköpunar og fæðingar og getur í ljóðinu undirstrikað nýja sköpun, endur-
fæðingu. Steinninn er andstæðan, harður og sterkur en einnig sljór, en
hér lætur hann undan krafti vatnsins. Brúin er náttúrlega tákn tveggja
heima, aðskilnaðar og um leið tengingar. Ferð yfir brú er tákn þess að
eitthvað breytist, nýtt svið tilverunnar tekur við, dauði eða nýtt líf.
Sveinn Yngvi Egilsson16 hefur í grein sinni „Og andinn mig hreif upp
á háfjallatind“ greint frá sögu „hins háleita“ í verkum heimspekinga og
skálda rómantísku stefnunnar. Fram kemur í greininni að „saga hins háleita
[sé] samofin nýrri náttúrusýn vestrænna manna á síðari öldum. Hrikaleg
náttúrufyrirbæri eins og ólgusjór, eyðilegt landslag, hyldjúpar klettagjár og
himinhá fjöll töldust nú háleit.“ Sveinn Yngvi vitnar til Englendingsins
Thomasar Burnet sem taldi að hin hrikalega náttúra „kæmi mönnum
í kynni við guðdóminn, mátt hans, stærð og óendanleika. Náttúrufyrir-
bæri af þessu tagi beindu huganum upp á við í átt til guðs og þau væru
háleit í þeim skilningi orðsins.“ Sveinn Yngvi greinir frá fjölda manna sem
velt hafa „hinu háleita“ fyrir sér, t.d. Immanuel Kant sem kenndi að „hið
háleita“ væri „hugarástand sem menn kæmust í þegar þeir stæðu frammi
fyrir einhverju miklu eða mikilfenglegu (náttúrufyrirbæri). Hið háleita fæli
í sér að farið væri yfir ákveðin mörk.“ Sveinn Yngvi telur síðan upp ýmis
þau náttúrufyrirbæri sem gátu bent skáldum upp á við, frá duftinu.
Kristján Jóhann Jónsson17 gerir hinu háleita einnig skil í greininni
„Hinn háleiti gróði“ í Hrafnaþingi og tengir íslenskum fossakvæðum
sem nokkuð áberandi voru á 19. öld og fram á hina 20., einkum
Dettifossi Kristjáns Fjallaskálds og Barnafossi Gríms Thomsen. Um
þau segir hann: „Það er enginn vafi að í báðum þeim fossakvæðum
15 Sbr. Kristján Jóhann Jónsson (2006).
16 Sveinn Yngvi Egilsson (2003).
17 Kristján Jóhann Jónsson (2006).