Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 65
62
og verið svo að segja með fingurinn á púlsinum og skynjað
hræringar samtimans. Þessi þáttur málsins er kannski sá
mikilvægasti þegar spurt er xim beint gagn kirkjunnar sem
slikrar af þessum stofnunum. Vissulega er það ekki eina
spurningin sem spyrja skal - ekki frekar en spurt er um
hvaða "gagn" kirkjan hafi af hjálparstarfi eða
líknarstarfi. Þar er um að ræða þ j ónustuhluverk sem
kirkjunni ber að rækja með einum eða öðrum hætti. Sama
gildir um akademiurnar, þar fær kirkjan starfstæki til
þess að gegna ákveðnu og afar mikilvægu þjónustuhlutverki
i samfélaginu: Að vera vettvangur málefnalegra
skoðanaskipta.
Upphaflega voru akademíurnar mótaðar af þeirri áherslu sem
Lúther lagði á starf mannsins og stétt. Ráðstefnurnar og
námskeiðin miðuðust við að kirkjan mætti manninum þar sem
hann væri sterkastur en ekki þar sem hann væri veikastur.
Þetta er i anda Dietrichs Bonhoeffers (Sjá Letters and
Papers, 1953). Samkvæmt Lúther skiptir starf hins kristna
manns verulegu máli. Maðurinn þjónar Guði með þvi að
þjóna öðrum mönnum, þ.e.a.s. starfið á að vera slik
guðsþjónusta. Þess vegna lögðu akademiurnar áherslu á að
kalla saman starfsstéttir. Með þvi tekst einnig að gera
leikmenn (sem er afstætt hugtak) virkari en ella, þeir
verða hæfari til þess að vinna starf sitt þegar þeir hafa
haft tækifæri til þess að ræða það i ljósi trúarinnar.
Akademiurnar hafa það þannig að markmiði að ná sambandi
við atvinnulifið og raunar við menningarlifið i heild: Við
listamenn, rithöfunda, við kennara og uppalendur, við
st j órnmálamenn og aðra sem völd og áhrif hafa i
þjóðfélaginu.
En jafnframt viðhalda þær traustu sambandi við kirkjuna
inn á við: við söfnuði, starfsfólk kirkjunnar o.s.frv. í
þriðja lagi rækja akademiurnar viðs vegar um heiminn
samfélagið sin á milli og á siðari timum hafa tengslin við
austurblokkina og ekki siður við kirkjur i þriðja heiminum
aukist verulega.
Hugmyndin um menningarmiðstöð i Skálholti er i fullkomnu
samræmi við tillögu sem samþykkt var á Kirkjuþingi 1986 og
er hér bent á hana sem hugsanlegan farveg hugmyndarinnar
ef s,vo má að orði komast. Kirkjuþing 1986 ályktaði á
þessa leið:
"Efling kirkjulegs starfs og kristinnar trúar hér á landi
nú og á komandi árum skal vera meginmarkmið hátiðahalda
vegna þúsund ára afmælis kristnitökunnar" (Gerðir
kirkjuþings 1986 bls. 65) . í sömu ályktun er vikið að
eflingu menningarstarfs á hinum fornu biskupsstólum i
Skálholti og á Hólum. Það er þvi augljóst að sú tillaga
sem hér er sett fram um kirkjulega menningarmiðstöð i
Skálholti er i fullu samræmi við tillögu Kirkjuþings frá
þvi i fyrra.