Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 83

Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 83
80 5 13. gr. Óheimilt er að skipa, setja eða ráða til kennslu við grunnskóla, sérdeildir eða við skóla fyrir börn með sérþarfir á vegum opinberra aðila eða hliðstæða skóla aðra en þá sem uppfylla ákvæði laga þessara. Nú sækir enginn grunnskólakennari skv. lögum þessum um auglýst kennslustarf þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar og getur þá skólastjóri sótt um heimild til undanþágunefndar grunnskóla við menntamálaráðuneytið til að lausráða tiltekinn starfsmann til kennslustarfa til bráðabirgða, þó aldrei lengur en til eins árs í senn. Undanþágunefnd metur umsóknir og úrskurðar hvort heimila skuli að lausráða tiltekinn réttindalausan umsækjanda til kennslu- starfa. Ef hvorki skólastjóri, neinn skólanefndarmaður eða fræðslustjóri mælir með umsókn grunnskólakennara getur skólastjóri þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. leitað til undanþágunefndar grunnskóla og óskað eftir heimild nefndarinnar til að lausráða annan starfsmann. Nú fæst heimild frá undanþágunefnd til að lausráða starfsmann skv. 2. eða 3. mgr. og skal hann þá ráðinn með sérstökum ráðningarsamningi til ákveðins tíma með þriggja mán- aða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Slíkur starfsmaður má ekki bera starfsheitið grunn- skólakennari og má ekki endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. Verði ágreiningur í undanþágunefnd um heimild til lausráðningar skv. þessari grein skal leita úrskurðar menntamálaráðherra. Menntamálaráðherra skipar undanþágunefnd grunnskóla til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð þremur fulltrúum, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennara- félaga, einum fulltrúa tilnefndum af Kennaraháskóla íslands og einum fulitrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmarga varamenn skal skipa á sama hátt. Starfsreglur undanþágunefndar skal ákveða nánar í reglugerð. 14. gr. Óheimilt er að skipa, setja eða ráða til kennslu við framhaldsskóla á vegum opinberra aðila eða hliðstæða skóla aðra en þá sem uppfylla ákvæði laga þessara. Nú sækir enginn framhaldsskólakennari skv. lögum þessum um auglýst kennslustarf þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar og getur þá skólastjóri sótt um heimild til undanþágu- nefndar framhaldsskóla við menntamálaráðuneytið um að lausráða tiltekinn starfsmann til kennslustarfa til bráðabirgða, þó aldrei lengur en til eins árs í senn. Undanþágunefnd metur umsóknir og úrskurðar hvort heimila skuli að lausráða tiltekinn réttindalausan umsækjanda til kennslustarfa. Ef hvorki skólastjóri né neinn skólanefndarmanna mælir með umsókn framhaldsskóla- kennara um kennslustarf getur skólastjóri þrátt fyrir ákv. 2. mgr. leitað til undanþágunefnd- ar framhaldsskóla og óskað eftir heimild nefndarinnar til að lausráða annan starfsmann. Nú fæst heimild frá undanþágunefnd til að lausráða starfsmann skv. 2. eða 3. mgr. og skal hann þá ráðinn mcð sérstökum ráðningarsamningi til ákveðins tíma með þriggja mán- aða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Slíkur starfsmaður má ekki bera starfsheitið framhalds- skólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar. Verði ágreiningur í undanþágunefnd um heimild til lausráðningar skv. þessari grein skal leita úrskurðar menntamálaráðherra. Menntamálaráðherra skipar undanþágunefnd framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Nefndin skal skipuð þremur fulltrúum, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennara- félaga, einum fulltrúa tilnefndum af Háskóla íslands og einum fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmarga varamenn skal skipa á sama hátt. Þegar fjallað er um málefni sérskóla skal kveðja til sérmenntaðan mann á því sviði sem um er að ræða. Starfsreglur undanþágunefndar skal ákveða nánar í reglugerð. 15. gr. Kennari, sem hefur lokið fullgildu kennaraprófi fyrir gildistöku laga þessara eða hefur verið skipaður í kennarastöðu eða skólastjórastöðu fyrir sama tíma, heldur óskertum þeim réttindum sem hann hefur nú lögum samkvæmt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.