Gerðir kirkjuþings - 1987, Síða 83
80
5
13. gr.
Óheimilt er að skipa, setja eða ráða til kennslu við grunnskóla, sérdeildir eða við skóla
fyrir börn með sérþarfir á vegum opinberra aðila eða hliðstæða skóla aðra en þá sem
uppfylla ákvæði laga þessara.
Nú sækir enginn grunnskólakennari skv. lögum þessum um auglýst kennslustarf þrátt
fyrir ítrekaðar auglýsingar og getur þá skólastjóri sótt um heimild til undanþágunefndar
grunnskóla við menntamálaráðuneytið til að lausráða tiltekinn starfsmann til kennslustarfa
til bráðabirgða, þó aldrei lengur en til eins árs í senn. Undanþágunefnd metur umsóknir og
úrskurðar hvort heimila skuli að lausráða tiltekinn réttindalausan umsækjanda til kennslu-
starfa.
Ef hvorki skólastjóri, neinn skólanefndarmaður eða fræðslustjóri mælir með umsókn
grunnskólakennara getur skólastjóri þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. leitað til undanþágunefndar
grunnskóla og óskað eftir heimild nefndarinnar til að lausráða annan starfsmann.
Nú fæst heimild frá undanþágunefnd til að lausráða starfsmann skv. 2. eða 3. mgr. og
skal hann þá ráðinn með sérstökum ráðningarsamningi til ákveðins tíma með þriggja mán-
aða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Slíkur starfsmaður má ekki bera starfsheitið grunn-
skólakennari og má ekki endurráða hann án undangenginnar auglýsingar.
Verði ágreiningur í undanþágunefnd um heimild til lausráðningar skv. þessari grein skal
leita úrskurðar menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra skipar undanþágunefnd grunnskóla til fjögurra ára í senn.
Nefndin skal skipuð þremur fulltrúum, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennara-
félaga, einum fulltrúa tilnefndum af Kennaraháskóla íslands og einum fulitrúa án
tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmarga varamenn skal skipa á
sama hátt.
Starfsreglur undanþágunefndar skal ákveða nánar í reglugerð.
14. gr.
Óheimilt er að skipa, setja eða ráða til kennslu við framhaldsskóla á vegum opinberra
aðila eða hliðstæða skóla aðra en þá sem uppfylla ákvæði laga þessara.
Nú sækir enginn framhaldsskólakennari skv. lögum þessum um auglýst kennslustarf
þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar og getur þá skólastjóri sótt um heimild til undanþágu-
nefndar framhaldsskóla við menntamálaráðuneytið um að lausráða tiltekinn starfsmann til
kennslustarfa til bráðabirgða, þó aldrei lengur en til eins árs í senn. Undanþágunefnd metur
umsóknir og úrskurðar hvort heimila skuli að lausráða tiltekinn réttindalausan umsækjanda
til kennslustarfa.
Ef hvorki skólastjóri né neinn skólanefndarmanna mælir með umsókn framhaldsskóla-
kennara um kennslustarf getur skólastjóri þrátt fyrir ákv. 2. mgr. leitað til undanþágunefnd-
ar framhaldsskóla og óskað eftir heimild nefndarinnar til að lausráða annan starfsmann.
Nú fæst heimild frá undanþágunefnd til að lausráða starfsmann skv. 2. eða 3. mgr. og
skal hann þá ráðinn mcð sérstökum ráðningarsamningi til ákveðins tíma með þriggja mán-
aða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Slíkur starfsmaður má ekki bera starfsheitið framhalds-
skólakennari og ekki má endurráða hann án undangenginnar auglýsingar.
Verði ágreiningur í undanþágunefnd um heimild til lausráðningar skv. þessari grein skal
leita úrskurðar menntamálaráðherra.
Menntamálaráðherra skipar undanþágunefnd framhaldsskóla til fjögurra ára í senn.
Nefndin skal skipuð þremur fulltrúum, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennara-
félaga, einum fulltrúa tilnefndum af Háskóla íslands og einum fulltrúa án tilnefningar og
skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmarga varamenn skal skipa á sama hátt. Þegar
fjallað er um málefni sérskóla skal kveðja til sérmenntaðan mann á því sviði sem um er að
ræða.
Starfsreglur undanþágunefndar skal ákveða nánar í reglugerð.
15. gr.
Kennari, sem hefur lokið fullgildu kennaraprófi fyrir gildistöku laga þessara eða hefur
verið skipaður í kennarastöðu eða skólastjórastöðu fyrir sama tíma, heldur óskertum þeim
réttindum sem hann hefur nú lögum samkvæmt.