Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 107
104
Þessari fjárhæð er deilt niður á alla sem hafa náð 16 ára
aldri i lok næstliðins árs á undan gjaldári miðað við 31.
desember 1986 og siðan fundin út grunntala, sem er
mánaðarleg greiðsla sem ríkissjóði ber að skila pr. hvern
mann 16 ára og eldri. Grunntala þessi breytist einu sinni
á ári er samsvarar þeirri hækkun er verður á
tekjuskattstofni einstaklinga á öllu landinu milli
næstliðinna tekjuára á undan gjaldári.
Skipting milli þjóðkirkjusafnaða, trúfélaga og þeirra er
standa utan trúfélaga er ákvörðuð á grundvelli fjölda
þeirra, sem eru 16 ára i lok næstliðins árs á undan
gjaldári.
Kostir þessarar aðferðar við að reikna út og skipta
umræddum gjöldum eru einkxom þessar: Hún er mjög einföld i
framkvæmd. Hún tryggir til frambúðar stöðugleika á
umræddum tekjustofnum kirkjunnar og fylgir
tekjubreytingum. Jafnframt fylgir hún fólksfjölgun eða
fækkun. Hún skapar möguleika til þess að skipta gjaldinu
jafnt og réttlátlega milli sókna. Þetta auðveldar
söfnuðum að áætla tekur sinar og byggja fjárhagsáætlanir á
þeim. Innheimtukostnaður félli niður.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins
Um 1. gr.
Gengið er út frá því að þjóðkirkjusöfnuðir, trúfélög,
Háskóli íslands, Háskólasjóður, eigi hlutdeild i
tekjuskattinum eins og hann verður eftir gildistöku
staðgreiðslukerfisins. Styðst þetta m.a. við greinargerð
með frumvarpi því til breytinga á lögum nr. 75/1981, um
tekjuskatt og eignaskatt er lagt var fram á 109.
löggjafarþingi er varð siðar að lögum sbr. lög nr.
49/1987.
Um 2. gr.
Samkvæmt þessari grein ber ríkissjóði að skila ákveðinni
upphæð af óskiptum tekjuskatti, sem er gjald er rennur til
þjóðkirkjusáfnaða, skráðra trúfélaga og Háskóla íslands.
Umrædd fjárhæð er ákvörðuð þannig að rikissjóður greiðir
ákveðna grunntölu fyrir hvern mann sem náð hefur 16 ára
aldri i lok næstliðins árs á undan gjaldári.
Langflestar sóknir nýta að fullu heimild skv. 2. gr. laga
um sóknargjald og miða gjaldtökuna við 0.40% af
útsvarsstofni. Aðeins í tveimur prófastsdæmum er þessi
heimild ekki að fullu nýtt, þ.e. í
Reykjavíkurprófastsdæmi, þar sem miðað er við 0.39% af