Gerðir kirkjuþings - 1987, Side 153

Gerðir kirkjuþings - 1987, Side 153
150 Þingslitaræða biskups. Góðir þingfulltrúar. Hinu 18. Kirkjuþingi er að ljúka. Mér er efst i huga þakkir til ykkar, kæru kirkjuþingsmenn. Það hefur verið létt að vera forseti þingsins þessa daga. í upphafi þings héldu sumir að fá mál yrðu á þessu Kirkjuþingi. Ekki hafði ég áhyggjur af þvi. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt að mörg mál koma fram á hverju Kirkjuþingi. Og svo var nú. 26 mál - auk tveggja fyrirspurna - komu fram og hafa öll hlotið afgreiðslu. Ef til vill væri að mörgu leyti heppilegra að færri mál kæmu fram svo að betur væri hægt að ræða þau. Eins væri æskilegt að mál væru send út til þingmanna fyrir þing, eins og Kirkjuráð gerir að venju. Nú var það ekki unnt vegna þess að þau tvö stórmál sem Kirkjuráð lagði fram voru ekki tilbúin af eðlilegum ástæðum. Þetta veit ég að þið skilduð og unnuð samkvæmt þvi. Það vil ég þakka og einnig þeirri nefnd sem vann þau frumvörp svo vel og ýtarlega þrátt fyrir knappan tima. Þau mál - um sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld - eru þau mikilsverðustu sem hér hafa verið afgreidd. Að þau fái farsælan framgang hjá Alþingi er kirkjunni algjör nauðsyn. Ég er bjartsýnn á að það verði, ekki sist fyrir þann áhuga sem kirkjumálaráðherra sýnir málinu. Við þökkum honum starf hans og áhuga og biðjum honum blessunar i mikilvægu starfi. Nefndir þingsins hafa unnið mjög vel, þó gafst þeim minni timi til starfs en stundum áður vegna þess hve þingfundir voru langir. Vinnutimi var þvi oft langur. En allir vildu leggja sig fram að leysa málin á sem bestan hátt. Nefndirnar fengu sérfróða menn til að gefa upplýsingar og er það vel. öllu þessu var stýrt farsællega i höfn, þess vegna var unnt að afgreiða málin. Umræður voru málefnalegar og þó að skoðanir væru skiptar um ýmis mál var alltaf greinilegt að öll stefndum við að sama marki, að vinna að framgangi kirkjunnar sem við þjónum. - Gera veg hennar sem mestan. Ég þakka nefndunum, formönnum þeirra og riturum vel unnin störf. Þökk sé þingskrifurum - og sérstaklega ritara þingsins, séra Lárusi Halldórssyni fyrir mjög gott starf. Aðrir starfsmenn þingsins fá og þakkir, biskupsritari, fréttafulltrúi og ekki sist þau sem sáu um ritun og fjölföldun á þingskjölum. Tekin var upp sú nýbreytni að tölva Biskupsstofu var flutt hingað og flýtti það mjög fyrir allri vinnu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.