19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2010, Qupperneq 6

19. júní - 19.06.2010, Qupperneq 6
6 Líklegast er það að bera í bakkafullan lækinn að ræða við Vigdísi um þessi tímamót í Íslandssögunni, svo oft hefur það verið gert. Nú þegar þrjátíu ár eru liðin og hún nýlega orðin áttatíu ára verður þó ekki undan því skorast. Enginn kemur heldur að tómum kofunum hjá Vigdísi því frásagnargáfa hennar er einstök. Fyrir síðustu jól kom út ævisaga hennar upp á 448 blaðsíður sem er uppfull af þessari frásagnargleði. Það sem kemur hins vegar ekki fram í bókinni er árið 2010 – þetta stóra afmælisár allrar kvennabaráttu. „Það má auðvitað rekja framboð mitt til kvennafrídagsins árið 1975. Áður hefði engum dottið í hug að biðja konu að bjóða sig fram til forseta,“ segir Vigdís þegar hún er beðin að rifja þetta upp. „Með kvennafrídeginum öðluðust Íslendingar þann þroska að treysta sér til þess að kjósa konu sem forseta. Kvennafrídagurinn sannaði styrkleika og samstöðu íslenskra kvenna. Reyndar gerðist ekki mikið í kvennabaráttu frá árinu 1975 til 1980 nema minningin um þennan stórkostlega dag,“ segir Vigdís en hún og dóttir hennar, Ástríður, voru meðal þeirra sem fylktu liði á Lækjartorg. Hún geymir mynd frá kvennafrídeginum á vegg fyrir ofan skrifborðið sitt og er ákaflega stolt af honum. Vigdís var leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur á þessum tíma og rifjar upp að lokaæfing fyrir næstu frumsýningu stóð fyrir dyrum. „Þær stóðu í röðum konurnar sem störfuðu í leikhúsinu fyrir framan skrifstofuna mína og spurðu af hógværð hvort þær mættu skjótast út á Lækjartorg. Venjulega yfirgefur starfsfólkið ekki leikhúsið þegar stórar sýningar eru á næsta leiti. Ég bjó til dramatíska þögn en sagði síðan: Þið verðið sjálfar að ráða því. Aftur kom dramatísk þögn og svo bætti ég við: En ég ætla að fara. Síðan skunduðum við allar út á Lækjartorg. Þetta var óskaplega skemmtilegur dagur, alveg stórkostlegur,“ segir Vigdís. Passa þarf strákana Hún minnir á að ennþá hafi ekki náðst réttlæti í jafnréttisbaráttunni, konur búi enn við lakari kjör en karlar. „Þjóðfélagið er þó farið að átta sig á því að konur eru jafn vel gerðar til höfuðsins. Konur eru í sömu námsgreinum í háskóla og karlar og hafa náð langt. Ég er hins vegar farin að hafa ákveðnar áhyggjur af drengjum, sérstaklega úti á landi, að þeir flosni upp úr námi. Ég vil minna þá á hvar sem þeir eru staddir að láta menntunina ekki fara fram hjá sér því þá stinga stelpurnar þá af. Ég hef alltaf verið femínisti en ber að sjálfsögðu hag drengja fyrir brjósti jafnt og stúlkna,“ bætir Vigdís við og segist eiginlega vera orðin karlréttindakona. „Konur eru á hraðri uppleið og í meirihluta í háskólanum. Strákarnir mega ekki sitja eftir. Því miður hefur þjóðin verið of upptekin af peningum undanfarin ár og hinum veraldlegu gæðum. Slíkir hlutir skipta engu máli í samanburði við það að afla sér einhvers til andans. Það er hægt að missa allar eigur sínar, en menntunin og þekkingin sem við eigum í höfðinu verður aldrei frá okkur tekin.“ Fór annan veg Vigdís segist alla tíð hafa verið þess fullviss að konur í íslensku samfélagi ættu eftir að ná langt. „Eftir forsetaframboðið 1980 voru fordómar brotnir niður sem ríkt höfðu lengi í þjóðfélaginu; að konur ættu helst að vera heima og ala upp börn. Slíka fordóma má enn sjá í mörgum löndum, til dæmis er Frakkland mjög afturhaldssamt að þessu leyti. Norðurlöndin hafa verið brautryðjendur og ég vissi það strax á kvennafrídeginum 1975 að þetta væri allt að koma hjá okkur. Þá vísa ég í Saumastofuna hans Kjartans Ragnarssonar þar sem sagði: Þetta er nú allt að koma stelpur.“ Á tímabili meðan Vigdís var forseti Íslands voru tveir aðrir kvenforsetar í áhrifastöðum í þjóðfélaginu, Guðrún Helgadóttir, forseti sameinaðs Alþingis, og Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar. Það þóttu mikil tíðindi. Móðir Vigdísar, Sigríður Eiríksdóttir, var mikil mannréttindakona og í því umhverfi var hún alin upp. Sigríður var lengi formaður Félags hjúkrunarkvenna og var þar í forsvari fyrir stóra kvennastétt. „Við höfum enn þessar stóru kvennastéttir hér á landi,“ segir Vigdís. Það verður þó ekki sagt um Vigdísi að hún hafi farið í hefðbundinn kvennafarveg. Leið hennar lá til útlanda eftir menntaskóla þar sem hún stundaði nám. „Við sem komum heim úr námi frá útlöndum eftir stríðið komum með nýja strauma og stefnur með okkur. Ég var snemma ákveðin í að fara út og skoða heiminn sem þótti sérstakt á þeim tíma. Ég vildi ekki Vigdís Finnbogadóttir á tímamótaári Það efast enginn um að með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands fyrir þrjátíu árum hafi verið brotið blað í sögu kvenréttinda. Vigdís var fyrst kvenna í heiminum þjóðkjörinn forseti og vakti með því heimsathygli. Hér á landi varð í framhaldinu bylting í hugarfari til kvenna. T Trúir á fegurðinaog hið góða orð 6-8 Truir a.. Vigdis.indd 2 6/2/10 6:37:12 PM

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.