19. júní - 19.06.2010, Qupperneq 8
staðna í túninu heima og valdi Frakkland vegna áhuga á listum
og bókmenntum,“ segir Vigdís sem hefur alla tíð ýtt undir styrk
kvenna og viljað vinna að bættum kjörum þeirra. Ekki síst með því
að glæða áhuga þeirra á menntun.
Enginn helgur steinn
Þegar Vigdís varð áttatíu ára 15. apríl sl. var haldin vegleg
hátíð í Háskólabíói fyrir fullu húsi. Þá var hún sæmd heiðurs-
doktorsnafnbót við Háskóla Íslands og gerð að heiðursborgara
Reykjavíkur. Það er tæpast hægt að sjá að Vigdís sé komin á þen-
nan aldur. Hún hefur meira en nóg að gera og er eftirsóttur fyrir-
lesari víða um heim. „Ég er fegin að hafa svona mikið að gera,“
greinir hún frá. „Það heldur gráu sellunum gangandi. Ég passa
reyndar líka vel upp á heilsuna.“
Vigdís hefur starfað mikið fyrir UNESCO hin síðari ár. „Nýlega
tók nýr forstjóri við þar, fyrsta konan í því embætti. Hún hefur sett
mig í átján manna ráð sem á að skilgreina hvernig menningarsvæði
geta nálgast til að auka friðarlíkur. Þá er ég velgjörðarsendiherra í
tungumálum og fer á ráðstefnur þar sem rætt er um varðveislu
tungumála og mikilvægi þeirra,“ segir Vigdís.
„Það er alltaf verið að spyrja mig hvort ég ætli ekki að fara að
setjast í helgan stein en ég hef ekki fundið hann hingað til,“ segir
Vigdís og trúlega eru margir fegnir að svo sé ekki. Enn eru mörg
brýn verkefni fyrir hana bæði hér og erlendis. Vigdís þarf að ferðast
mikið vegna starfa sinna, mest til annarra Norðurlanda, Frakklands
og Madridar, þar sem hún situr í stjórn lýðræðissamtakanna Club
de Madrid.
Á árinu 2001 var miðstöð erlendra tungumála við Háskóla
Íslands kennd við Vigdísi Finnbogadóttur en þaðan er stýrt
kennslu í 14 tungumálum. Auk þess stendur til að opna
Vigdísarstofu, alþjóðlega fræðslumiðstöð í tungumálum,
á háskólasvæðinu.
Konur og friðarmál
Vigdís er einnig í alþjóðlegri dómnefnd á vegum
UNESCO um friðarverðlaun sem Henry Kissinger bauð
henni að eiga sæti í. „Þar hef ég heldur betur haft hlutverki
að gegna,“ útskýrir hún. „Ég er fyrsta konan sem sit þar
með sex prýðilega íhaldssömum körlum. Þessi nefnd,
sem árlega á að finna verðugan aðila fyrir mikilvæg
friðarverðlaun, hefur starfað í næstum tvo áratugi. Hún
hefur aðeins tvisvar valið konu, hin fyrri var Sadako
Ogata (1995) sem þá hafði stýrt Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna og deildi hún verðlaununum með
þeirri stofnun. Hin konan var Mary Robinson (2000) þegar
hún veitti forstöðu Mannréttindastofnun Sameinuðu
þjóðanna.
Mitt hlutverk í þessari friðarverðlaunanefnd hefur verið
að benda á að það sé aðkallandi fyrir heimsbyggðina alla
að því sé veitt athygli hverju konur fá áorkað í friðarmálum,
og að konur fái þessi verðlaun til jafns við karla. Kissinger
var mjög sammála mér en nú hefur hann afsalað sér
formennsku og er hættur að koma á fundi. Ég hef eytt
miklum tíma undanfarið í að afla mér gagna um konur
sem ég ætla að nefna til sögu á næsta fundi okkar nú
um miðjan júní. Ég hætti ekki fyrr en ég hef komið að
konu til hljóta verðlaunin,“ segir Vigdís ennfremur og
bætir við: „Þegar rætt er um þessa aðkomu kvenna að
friði er körlunum, samstarfsmönnum mínum, svo áfram
um að friðarárangur verði að vera sýnilegur, að það þurfi
að hafa verið stríð og kominn á friður. Marrti Athisaari,
fyrrverandi Finnlandsforseti, fékk t.d. þessi verðlaun fyrir
tveimur árum fyrir aðkomu sína að friðarumleitunum í
Kosovo, en í fyrra fékk þau Lula Da Silva, forseti Brasilíu,
fyrir að lægja ólgu í þjóðfélaginu. Það eru líka konur sem
hafa náð þeim árangri með stakri snilld, eins og Michelle
Bachelet, forseti í Chile, þar til nýlega, og Ellen Johnson
Sirleaf, forseti Líberíu.“
Gildin riðluðust
Það er ekki úr vegi að minnast á breytingarnar í
þjóðfélaginu undanfarið en Vigdís hefur sterkar skoðanir á þeim
sem fyrrverandi leiðtogi þessa lands. „Ég fæddist inn í erfiðan
krepputíma rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld. Þegar henni lauk tók
við frelsið en þjóðin var enn í sárri fátækt. Það var kynslóð foreldra
minna sem byggði þetta þjóðfélag upp til betri vegar. Glæpir voru
fátíðir í þá daga. Síðar kom gríðarleg auðhyggja og gildin riðluðust.
Þessi auðhyggja og ákaflyndi í það veraldlega hefur mér fundist
fara mjög illa með þjóðina. Það var sannarlega hlaupið eftir vindi.“
En ertu vongóð um framtíðina?
„Já, að sjálfsögðu er ég er það. Við þurfum að vísu að fara í mikla
og djúpa sjálfskoðun. Ekki síst þurfum við að hjálpa börnunum að
greina á milli verðmæta. Ég hef til dæmis tamið mér að gefa börnum
helst bækur eða litadót, sem er skapandi fyrir hugann. Einnig tel
ég ábyrgðarhluta ef börn ánetjast tölvu því hún er næsti bær við
fíkn. Tölvan getur verið góð en hún má ekki taka yfir hið daglega líf.
Sjálf byrja ég reyndar daginn alltaf á því að fara í tölvuna og skoða
póstinn minn. Ég er t.d. áskrifandi að trúmálavef Þjóðkirkjunnar og
fæ senda á hverjum degi fallega tilvitnun sem leiðir mig inn í daginn.
Ég trúi á fegurðina og ég trúi á hið góða orð. Það er margt og mikið
gott í okkur Íslendingum og nú síðast hef ég hrifist af því hvernig
sjálfboðaliðar hafa flykkst austur undir Eyjafjöll til hjálpar bændum
þar. Þessi hjálpsemi er svo jákvæð í okkar þjóð en það neikvæða
er hvað okkur er tamt að agnúast út í náungann. Því miður kann
fólk ekki að rökræða heldur velur fremur að rífast. Við eigum undir
engum kringumstæðum að hengja okkur í fortíðina. Ef við temjum
okkur heiðarleika, velvild, kærleika, hjálpsemi og kurteisi kemst
þjóðin fyrr en við vitum úr vanda sínum og þeim erfiðleikum sem
að okkur steðja nú um stundir.“a
8
Við bjóðum nákvæmlega
jafn margar tegundir af
debetkortum og fólk þarf.
Eina.
Netgreiðsluþjónusta
Gjaldeyrisreikningar
Sparnaðarreikningar
Yfirdráttur
Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg
vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki.
Þannig á banki að vera.
Það er minna mál að skipta um
banka en þú heldur.
Hafðu samband í síma 540 3200.
Debetkort
Launareikningur
Kreditkort
Netbanki
Sigríður Einarsdóttir, útibússtjóri Ármúla.
Borgartúni 26 · Ármúla 13a · www.mp.is
6-8 Truir a.. Vigdis.indd 4 6/2/10 11:23:03 AM