19. júní


19. júní - 19.06.2010, Page 18

19. júní - 19.06.2010, Page 18
18 Kristín Ingólfsdóttir er að hefja sitt annað tímabil sem rektor Háskóla Íslands. Hún er fyrsta konan sem gegnir embættinu. Það er hvatning fyrir aðrar konur. Konum hefur fjölgað mikið á hinum ýmsu námsbrautum HÍ og eru nú í meirihluta nemenda. Það má segja að töluverð breyting hafi orðið á kynjahlutfalli í Háskóla Íslands á undanförnum árum. Konur afla sér menntunar í auknum mæli og þess vegna er það undrunarefni hvers vegna þær skili sér ekki meira í mikilvæg stjórnunarstörf í þjóðfélaginu. Kristín segist ekki eiga svar við því. Fyrir stuttu sat hún ráðstefnu í Istanbúl þar sem komu saman kvenrektorar og varakvenrektorar úr háskólum í Evrópu og Asíu. „Ég flutti þar erindi og sagði frá jákvæðum árangri í kvennabaráttu á Íslandi. Ég sagði meðal annars frá Vigdísi Finnbogadóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur, hlutfalli kvenna á Alþingi, hlutfalli kvenráðherra í ríkisstjórn og löggjöfinni varðandi fæðingarorlof fyrir báða foreldra, ennfremur skipan í nefndir og kynjakvóta. Einnig sagði ég frá því að meirihluti í háskólaráði Háskóla Íslands, sjö af ellefu fulltrúum, væru konur og að 1. júlí yrði helmingurinn af deildarforsetum skólans konur. Þetta vakti mikla athygli meðal ráðstefnugesta. Þess má kannski geta að í Evrópu eru aðeins 5% háskólarektora konur,“ segir hún. „Það var jafnframt gaman að geta sagt frá kennslu og rannsóknum við HÍ á sviði kynjafræði, jafnréttismála og fötlunarfræða og frá Jafnréttisskóla og Öndvegissetri í jafnréttis- og margbreytileikarannsóknum sem rekin eru á vegum skólans.“ Konur þurfa hvatningu „Þrátt fyrir þennan góða árangur í samanburði við aðrar þjóðir er of lítið um konur í forystustörfum í samfélaginu, ef frá eru taldar stjórnmálakonurnar. Við þurfum að vinna að því að breyta þessu og einn liður í því er að hvetja konur til að gefa kost á sér,“ Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands Menntun kvenna skilar sér í áhrifum 18-21 Menntun kvennaKristin Ing2 2 6/2/10 11:04:22 AM

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.