19. júní


19. júní - 19.06.2010, Page 19

19. júní - 19.06.2010, Page 19
19 útskýrir Kristín og bætir við að þessi hvatning þurfi að koma úr öllum áttum, bæði frá konum og körlum. „Við sem kennum í háskólum höfum tækifæri til að hvetja konur til frekari menntunar og að sækja um ábyrgðarmikil störf. Einnig hafa stjórnendur fyrirtækja mikilvægu hlutverki að gegna. Það ætti að vera eðlilegt að huga að kynjahlutfalli í starfsumhverfi og þegar skipað er í nefndir eða starfshópa. Ég hef þó tekið eftir mikilli breytingu á síðustu tíu árum. Þegar ég var prófessor í lyfjafræðideild var ég oft beðin að koma í nefnd vegna þess að það vantaði konu. Maður hafði gjarnan á tilfinningunni að ekki væri endilega verið að sækjast eftir hæfni heldur vegna þess að konu vantaði í hópinn. Sem betur fer hafa viðhorf breyst og nú þykir sjálfsagt að huga að kynjaskiptingu þegar skipað er í nefndir eða ráð,“ segir Kristín. Konur í kvennagreinum Það hefur stundum verið gagnrýnt að konur sæki í hinar hefðbundnar kvennagreinar í háskólum. Kristín segir að þetta sé að breytast. „Konur eru núna 66% nemenda í skólanum og eru í meirihluta í öllum greinum nema verkfræði, stærðfræði og „Ég geri ráð fyrir að í framtíðinni muni þessi aukna menntun skila sér í áhrifum kvenna úti í þjóðfélaginu þótt það virðist taka tíma.“ 18-21 Menntun kvennaKristin Ing3 3 6/2/10 11:04:26 AM

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.