19. júní - 19.06.2010, Page 20
eðlisfræði. Það hefur verið gert átak til þess að fjölga konum
í þeim deildum og það hefur borið árangur, en þær eru í
minnihluta. Oft veltur þetta á kennurum í framhaldsskólum.
Ef kennurum tekst að glæða áhuga nemenda á tækni-
og raungreinum í framhaldsskólum þá skilar það sér í
háskólana.“
Þegar Kristín er spurð hvort karlar séu hræddir um
launalækkun fjölgi konum í þeirra stétt segist hún hafa heyrt
það. „Ég held að allir þurfi að standa vörð um sín kjararéttindi.
Það er því miður enn staðreynd að hér á landi er kynbundinn
launamunur. Ég get þó fullyrt að hér í háskólanum er þessi
munur ekki til.“
Vantar fleiri stráka
Oft er rætt á milli manna að erfitt sé að fá Íslendinga í
láglaunastörf og þess vegna sé tilhneiging til að ráða
útlendinga til að annast þau. Er þjóðin að ofmenntast?
„Hlutfall þeirra sem fara í háskólanám hér er svipað og í
nágrannalöndunum. Hins vegar vantar okkur iðnmenntað
fólk og fólk sem kann handverk. Það þarf að auka virðingu
fyrir slíkum greinum ekki síður en háskólanámi.“
Kristín vill ekki meina að háskólinn breytist sjálfkrafa þótt
kona stjórni honum. Hún segir að þar megi frekar tala um
einstaklinginn. „Ég hef mikinn metnað til þess að konur
fái tækifæri til jafns við karla en það hafði Páll Skúlason,
sem gegndi starfinu á undan mér, einnig. Það hefur margt
breyst varðandi háskólamenntun kvenna á undanförnum
þrjátíu árum. Við höfum séð miklar breytingar með síaukinni
þátttöku kvenna en jafnframt er það áhyggjuefni að strákar
flosna frekar upp úr námi á fyrri stigum og skila sér síður í
háskólanám. Ég held að hluti skýringarinnar sé sá að það
hefur verið auðvelt fyrir þá að fá vel launaða vinnu án þess
að hafa menntað sig. Einnig er algengara hjá strákum en
stelpum að þeir finni sig ekki í skólakerfinu. Ég tel brýnt að
skoða ástæður þess.“
Þegar Kristín er spurð hvort aukin menntun kvenna hafi
breytt kvennabaráttunni segist hún telja það. „Eftir því sem
konur mennta sig meira verða þær meðvitaðri um þröskuldana
en jafnframt ættu þær að hafa betra tækifæri til að hvetja
yngri konur. Ég geri ráð fyrir að í framtíðinni muni þessi aukna
menntun skila sér í áhrifum kvenna úti í þjóðfélaginu þótt það
virðist taka tíma.“
Með græna fingur
Kristín hefur gegnt starfi rektors í fimm ár en áður var hún
prófessor í lyfjafræði. Þeirri stöðu hafði hún gegnt í átján ár. „Það
eru forréttindi að fá að vera háskólakennari, stunda rannsóknir
og kenna ungu fólki. Ég fékk jafnframt áhuga á að beita mér
fyrir skólann í heild og fékk mikla hvatningu til þess. Starf rektors
hefur gefið mér mun meira heldur en ég gat reiknað með. Þótt
ég hafi starfað hér lengi var engu að síður margt sem ég átti
ólært. Skólinn hefur stækkað mikið frá því ég tók við, t.d. með
sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskólans. Einnig hefur
orðið sprenging í aðsókn eftir efnahagshrunið en um leið þurfum
við að takast á við mikinn niðurskurð. Það eru krefjandi verkefni
hér á öllum sviðum sem maður þroskast óhjákvæmilega við að
takast á við,“ segir Kristín sem hefur græna fingur og ræktar rósir
í gróðurhúsi í garði sínum. Auk þess er hún með skógrækt við
sumarbústað sinn. „Starfið er umfangsmikið og ekki mikill tími til
annarra verka. Ég hugsaði mig auðvitað vandlega um áður en ég
sóttist eftir endurkjöri. Ég fann að ég var ekki tilbúin til að fara frá
þegar erfiðir tímar blasa við og vildi leggja mig fram við að takast á
við þá. Skógræktin og rósaræktun er stórt áhugamál hjá mér og
ég reyni að gefa mér tíma til þess að sinna því. Það er gríðarmikil
hvíld frá amstri dagsins að fara í gróðurhúsið,“ segir Kristín sem er
gift Einari Sigurðssyni, forstjóra Mjólkursamsölunnar. „Við hittumst
gjarnan í gróðurhúsinu,“ segir hún og brosir.
Bjartsýn og metnaðarfull
„Metnaður minn hefur þó farið í það undanfarið að gera allt sem
í mínu valdi stendur til að háskólinn komi sem best út úr þessari
kreppu og að nemendur finni sem minnst fyrir henni. Það er mikið
álag á kennurum og öðru starfsfólki en á sama tíma erum við öll
sammála um hversu mikilvægt starf okkar er fyrir samfélagið. Við
höfum aukið samstarf við erlenda háskóla og skapað tækifæri fyrir
nemendur okkar að taka hluta af námi sínu við þessa skóla til að
víkka sjóndeildarhringinn og kynnast því besta sem völ er á. Ég
hef reynt að vera bjartsýn þótt á móti blási en ég geri mér grein
fyrir að það verða erfiðir tímar næstu misserin. Við erum stolt þjóð,
vinnusöm, vel menntuð og höfum gott heilbrigðiskerfi. Innviðir
samfélagsins eru sterkir og það hjálpar okkur í þessum erfiðleikum.
Margir sem misst hafa vinnu og fundið til höfnunar hafa aflað sér
menntunar. Að setja sér markmið og fylgja þeim eftir skiptir máli
og það er aldrei of seint að mennta sig.“a
Kristín Ingólfsdóttir rektor segir starfið vera erfitt um þessar mundir enda blasir við skólanum niðurskurður, eins og víða í þjóðfélaginu.
20
Gjafakort Landsbankans er greiðslukort
sem býður uppá að gefandinn ákveði
upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina.
Þú færð gjafakortið í næsta útibúi
Landsbankans.
Ein gjöf sem
hentar öllum
GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000
N
B
I h
f.
(L
an
d
sb
an
ki
n
n
),
k
t.
4
71
0
0
8
-0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
18-21 Menntun kvennaKristin Ing4 4 6/2/10 11:04:34 AM