19. júní - 19.06.2010, Síða 24
24
Gerður Kristný var aðeins fimm ára þegar kvennafrídagurinn
var haldinn á Íslandi árið 1975 og tíu ára þegar Vigdís
Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Hún er því af þeirri
kynslóð kvenna sem hefur alist upp með kvennabaráttunni.
„Ég var nýlega í fertugsafmæli vinkonu minnar, Brynhildar
Björnsdóttur, sem gerði sér lítið fyrir og söng tvö lög af plötunni
Áfram stelpur!, sem kom út í tengslum við kvennafrídaginn.
Aðrar vinkonur mínar í þessari veislu sögðust hafa alist upp
við þessa tónlist og þekktu hana vel. Ég kynntist henni hins
vegar ekki almennilega fyrr en árið 2005 en þá var verið að
selja diskinn út úr bíl á Austurvelli í tilefni 30 ára afmælis
kvennafrídagsins. Um sumarið, það sama ár, hafði ég farið
til Svíþjóðar og kynnst Gunnari Edander sem samdi lögin á
plötunni. Hann er stórkostlegur lagahöfundur og við urðum
ágætir vinir. Ég keypti
diskinn af honum og
spila hann oft. Ég
þekki því lögin orðið
betur á sænsku en
íslensku,“ útskýrir
Gerður.
Virðingin fyrir
strákunum
Móðir Gerðar
Kristnýjar, Ingunn
Þórðardóttir, er
hjúkrunarfræðingur
og braust til mennta
af eigin rammleik. „Foreldrar mínir hvöttu mig líka til að
mennta mig, enda sagði pabbi mér einhverju sinni að án
góðrar menntunar fengi ég ekki vellaunað starf þar sem ég
væri kvenmaður. Þau höfðu mikinn metnað fyrir mína hönd.
Annars voru kvenréttindi ekki rædd á heimilinu frekar en
önnur pólitík. Ég var hins vegar ekki há í loftinu þegar mér
fór að finnast viðhorf umverfisins til mín og vinkvenna minna
öðruvísi en strákanna í kringum mig. Það var einfaldlega meiri
virðing borin fyrir t.d. skoðunum þeirra og áhugamálum,“
rifjar Gerður upp.
Hún segir að eftir því sem hún eltist hafi hugurinn opnast
frekar fyrir baráttu kvenna og hún hafi farið að hlusta eftir
henni. „Margar sterkar jafnréttiskonur voru auðvitað komnar
fram á sjónarsviðið. Ég var líka svo heppin að hafa þær dr.
Sigrúnu Stefánsdóttur og Helgu Kress sem kennara í Háskóla
Íslands. Svo hnaut ég ung um bækur höfunda sem létu
jafnréttisbaráttuna sig varða, s.s. Auðar Haralds og Svövu
Jakobsdóttur. Ekki varð það nú til að draga úr áhuga mínum
á kvennabaráttunni.“
Sextán ára kjörtímabil Vigdísar Finnbogadóttur hafði
vissulega áhrif á þær ungu konur sem voru að vaxa úr grasi.
Gerður var ein af þeim. „Vigdís hafði hiklaust mikil áhrif á
kynslóðina mína. Hún gerði íslenskri tungu og menningu hátt
undir höfði og hafði djúpa þekkingu á hvoru tveggja. Eftir því
hjó ég auðvitað því að frá barnsaldri ætlaði ég mér að verða
rithöfundur.“
Karlar hampa
hverjir öðrum
Gerður telur
eðlilegt að karlar og
konur búi við sömu
réttindi. „Hvernig er
líka hægt að vera á
móti því?“ spyr hún.
„Ég leit alltaf svo á
að ég væri jafnvíg
karlmanni en þegar
út á vinnumarkaðinn
var komið fór ég að
átta mig betur á að konum var gert erfiðara fyrir. Einhverju
sinni var ómenntaður karlkyns jafnaldri minn ráðinn í sama
starf og ég hafði þurft að hafa fyrir að komast í – og það ekki
án þess að þurfa að svara því hvort ég ætlaði mér að eignast
börn á næstunni. Því hafði jafnaldri minn ekki þurft að svara.
Vinnuveitandinn sagði mér að jafnaldri minn hefði minnt hann
á hann sjálfan þegar hann var ungur. Ég hugsaði með mér,
skyldi ég nokkurn tíma eiga eftir að hafa yfirmann sem réði
mig í vinnu út á það?
Konur þurfa að þétta raðirnar og standa saman til að
ná fram jafnrétti á vinnumarkaðnum, t.d. í launum. Ég hef
Gerður Kristný rithöfundur
Gerður Kristný rithöfundur er femínisti og hefur alltaf látið málefni kvenna sig miklu
skipta. Hún hvetur konur til að standa betur saman. Gerður Kristný ætlar að taka þátt í
kvennafrídeginum í haust og hlakkar til hans.
UPPHEFÐ einnar
sáldrast yfir okkur hinar
Gerður hefur hlotið margvísleg verðlaun og
viðurkenningar, m.a. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness
fyrir skáldsöguna Bátur með segli og allt. Auk þess hlaut hún
Bókaverðlaun barnanna árið 2003 fyrir Mörtu smörtu, tilnefningu
til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabókina Höggstað
árið 2007 og Bókaverðlaun bóksala fyrir Garðinn. Hún fékk líka
Blaðamannaverðlaun Íslands árið 2005 fyrir bókina Myndin af
pabba – Saga Thelmu.
24-27 Upphefð Gerður Kristnypil2 2 6/2/10 11:18:43 AM