19. júní - 19.06.2010, Síða 26
sagt það áður og segi enn, að samstaða kvenna er beittasti
búrhnífurinn. Við mættum því vel bera meira traust hver til
annarrar, vera duglegri að hampa hver annarri og vitna hver
í aðra. Upphefð einnar okkar sáldrast nefnilega yfir okkur
hinar.“
Skrifar söngleik fyrir alla fjölskylduna
Gerður er gift Kristjáni B. Jónassyni, bókaútgefanda og
formanni Félags íslenskra bókaútgefenda. Þau eiga tvo syni,
Hjalta, 2 ára og Skírni, 5 ára. Verkaskiptingin á heimilinu hefur
aldrei verið til neinnar sérstakrar umræðu, heldur bara komið
af sjálfu sér. „Kristján er betri kokkur en ég og aldrei hef ég
búið í svo víðfeðmum salarkynnum að það hafi vafist fyrir
mér að þrífa í kringum mig. Eftir að börnin komu til sögunnar
hafa kvöldfundir Kristjáns stundum orðið mikilvægari mínum
en á móti kemur að á hverju ári fer ég ein míns liðs til útlanda
eða út á land til að skrifa. Þá hugsar Kristján vitaskuld um
heimilið og synina. Annars forgangsraða ég hlutum eftir
mínu höfði og það truflar mig ekki þótt leikföng barnanna
liggi á stofugólfinu. Það þarf ekki allt að vera fullkomið heima
hjá okkur. Það má alveg sjást að á heimilinu býr fólk sem
leikur sér og nýtur lífsins saman. Og hvað með það þótt það
sjáist á stofusófanum að yngri
sonur minn skuli hafa fundið
sig tilknúinn að bera á hann
maskara?“
Gerður er afkastamikill
rithöfundur. Hún er um þessar
mundir að skrifa söngleik að
beiðni Þjóðleikhússins. Hann
er unninn upp úr Ballinu á
Bessastöðum og Prinsessunni
á Bessastöðum og er ætlaður
allri fjölskyldunni. Auk þess
er hún að skrifa ljóðabók
sem kemur út í haust. Hún
nýtur þess að skrifa og telur
það forréttindi að fá að vinna
heima. Leikskólinn er stutt
frá heimilinu og Gerður vinnur
meðan drengirnir eru þar.
„Einmitt svona vil ég hafa lífið.
Ég réri að því öllum árum að geta einn daginn hætt að vinna
sem ritstjóri og helgað mig skáldskapnum. Ég gætti mín því
á að greiða niður námslánin á meðan ég var á sæmilegum
launum og koma mér ekki í neinar skuldir.”
Þéttum raðirnar
Þótt nóg sé að gera hjá Gerði við skriftir og barnauppeldi
gefur hún sér tíma til að lesa góðar bækur. Hún var að ljúka við
bókina Veröld sem var, sjálfsævisögu austurríska gyðingsins
Stefans Zweig. „Það er margt hægt að læra af þessari bók.
Þar stendur til dæmis þetta: „Við töldum okkur ekki skylt
að taka þátt í neinni vitleysu, þó að veröldin hagaði sér
fáránlega“. Þessu er gott að fara eftir,“ segir Gerður.
Hún er ákveðin í því að taka þátt í kvennafrídeginum næsta
haust og hlakkar til hans. „Við konur þurfum að halda áfram
að þétta raðirnar. Samstaða karla er dásamleg og við megum
margt af henni læra. Það á ekki síst við þegar illa gengur. Við
verðum að láta konurnar sem við komum til valda finna að við
stöndum líka við bakið á þeim þótt á móti blási og hvetja þær
áfram. Herópið „Áfram stelpur!” á enn fjarska vel við.” a
26
24-27 Upphefð Gerður Kristnypil4 4 6/2/10 11:19:12 AM