19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.2010, Qupperneq 29

19. júní - 19.06.2010, Qupperneq 29
Guðrún segir að fyrst hafi verið rætt um kvennaárið í desember 1972 en þá hafi Sameinuðu þjóðirnar ákveðið að árið 1975 yrði kvennaár, undir einkunnarorðunum Jafnrétti – framþróun – friður. „Fljótlega fóru af stað vangaveltur hjá konum og kvenfélögum um allt land hvort ekki væri hægt að gera eitthvað sérstakt í tilefni ársins. Rauðsokkur hvöttu mjög til þess að allar konur, hvar í flokki sem þær stæðu, sameinuðust um kvennaárið og það skapaðist ákveðin stemning,“ útskýrir Guðrún. Árið 1974 var sett á laggirnar óformleg samstarfsnefnd og fengu konur úr Kvenfélagasambandi Íslands, Kvenréttindafélagi Íslands, samtökum Rauðsokka, Félagi Háskólakvenna, Félagi Sameinuðu þjóðanna og MÍR, Menningar og friðarsamtökum kvenna, sæti í þeirri nefnd. Guðrún sem verið hafði framkvæmdastjóri félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi settist í nefndina. Jafnframt var hún formaður Jafnlaunaráðs. Kvennafrí eða verkfall „Í maílok 1975 skipaði ríkisstjórnin sérstaka Kvennaársnefnd. Í henni áttu sæti fulltrúar þeirra félaga sem voru í samstarfsnefndinni en að auki konur frá Alþýðusambandinu og BSRB. Ég varð formaður nefndarinnar,“ útskýrir Guðrún. „Við vorum með hátíðafund í Háskólabíói um miðjan júni þar sem Eva Kolstad frá Noregi hélt erindi um jafnrétti. Nokkrum dögum síðar var haldin mikil kvennaráðstefna á Hótel Loftleiðum þar sem mættu 300 manns víðs vegar af landinu. Þar báru átta konur upp tillögu um að hvetja konur til að leggja niður vinnu í einn dag til að sýna fram á mikilvægi starfa þeirra. Sú tillaga var samþykkt. Hugmyndin hafði, held ég, fyrst komið upp hjá Rauðsokkum árið áður. Strax eftir ráðstefnuna skapaðist mikill áhugi um allt land fyrir kvennafrídeginum,“ segir Guðrún og bætir síðan við: „Vissulega voru líka deilur innan Kvennaársnefndarinnar. Ákveðin pólitík braust fram og konur deildu um hvort þetta ætti að kallast kvennaverkfall eða kvennafrí. Loks náðist samkomulag um að hvetja allar konur til samstöðu, víkja pólitíkinni frá og kalla þetta kvennafrídag. Samþykkt var að kvennafrídagurinn yrði á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október. Einnig var samþykkt að vera með útihátíð á Lækjartorgi en fæstir gerðu sér grein fyrir hvað yrði úr þessu. Fjölmörg skemmtiatriði voru, m.a. söng Guðrún Guðrún Erlendsdóttir rifjar upp Kvennafrídaginn 1975 Guðrún Erlendsdóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari og fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Hæstaréttar, var formaður kvennaársnefndar árið 1975 og sat í undirbúningsnefnd fyrir kvennafrídaginn. Hún minnist dagsins með miklum hlýhug og segir hann hafa verið stórkostlega upplifun. ÁÁhrifin eru enn aðskila sér í þjóðfélaginu „Fyrir fundinn hafði verið töluvert fjallað um það í blöðum hvort taka ætti laun af konunum ef þær leggðu niður vinnu þennan dag. Sumir vinnuveitendur hótuðu því.“ 29 29-31 AhrifinGuðrunAðalh.indd 3 6/1/10 2:11:46 PM

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.