19. júní


19. júní - 19.06.2010, Side 32

19. júní - 19.06.2010, Side 32
Karlavígin falla eitt af öðru, heyrist stundum sagt. Á undanförnum árum hefur konum fjölgað mjög í þeim störfum sem áður voru kölluð Finnur þú fyrir því að vera kona í því sem einu sinni var kallað karlastarf? Já, stundum. Ég fann þó meira fyrir því þegar ég var að byrja því ég er þekktari í dag. Fólk varð oft mjög hissa þegar ég sagði því að ég væri að læra kokkinn því kannski lít ég ekki út fyrir að vera kokkur. Vinnulega séð finn ég ekki fyrir því en þegar ég var að byrja var erfitt að fá námssamning vegna þess að ég var stelpa. Það voru allir hræddir um að ég yrði ólétt og færi í barneignarfrí sem var auðvitað ekki í mínum plönum því ég ætlaði í fjögurra ára nám. Ertu meðvituð um það að eitt sinn datt engum í hug að kona gæti gegnt þessu starfi? Mér datt sjálfri ekki í hug að það væri hægt að læra að verða kokkur því það voru bara karlmenn sem voru áberandi í því starfi. Þá erum við að tala um árið 2000 þegar ég hóf námsferilinn. Ég hef hins vegar tekið eftir mikilli aukningu kvenna í stéttina eftir að ég lauk námi. Svo ég víki aftur að námssamningnum í upphafi þá sagði námsráðgjafinn í MK að það væri meira vit fyrir mig að læra matartækninn því vinnutíminn væri miklu betri. Ég fussaði við því og sagði að ég vildi vera eins og Siggi Hall :). Telur þú að komið sé öðruvísi fram við þig í starfinu af því að þú ert kona en ef þú værir karlmaður? Frá byrjun hef ég verið mjög dugleg að passa upp á að það sé ekki gert. Ég bið aldrei um hjálp nema kannski til að láta rétta mér eitthvað sem er hátt uppi því ég er svo lítil. Ég hef því alltaf verið ein af strákunum. Maður setur línurnar sjálfur. Það eru kannski fyrstu tíu mínúturnar sem eru öðruvísi en svo sjá þeir að ég er bara ein af þeim. Hvað telur þú að helst hafi orðið til þess að breyta ríkjandi hugsunarhætti um að sumar stöður séu ekki kvennastörf? Það er auðvitað alltaf einhver sem er fyrstur. Ég las nýlega grein um fyrsta íslenska karlmanninn sem varð snyrtifræðingur og mér fannst það sniðugt. Ég held að hugsunarhátturinn breytist eftir því sem fleiri konur/karlar gegni störfunum. Ætli það snúist ekki bara um viðurkenningu í samfélaginu. Það eru ennþá til kynbundin störf en það er mikið að breytast. Hverja telur þú vera ástæðuna fyrir því að konur sækjast minna eftir stjórnunarstöðum en karlar? Ég held að konur séu orðnar fleiri í stjórnunarstöðum og það er að færast á aukana með breyttu samfélagi. Það var auðvitað alltaf í verkahring konunnar að sjá um börnin og heimilið. Nú eru karlmenn farnir að hugsa meira um börnin og heimilið eða verkefnin deilast á báða aðila. Ég á nokkra vini þar sem karlinn er heimavinnandi og konan í stjórnunarstöðu og aðalfyrirvinnan. Ég hugsa að það yrði þannig á mínu heimili líka ef ég myndi eignast börn (þó að maður viti aldrei hvernig móðureðlið myndi bregðast við). Hvað telur þú geta aukið áhuga kvenna á setu í stjórn fyrirtækja? Í útlöndum er oft boðið upp á daggæslu fyrir börn í stærri fyrirtækjum sem auðveldar fólki að sinna vinnunni. Ég held annars að það sé bara persónubundið en ekki kynjabundið hvort fólk vilji sinna stjórnunarstörfum. Það er miklu meiri og erfiðari vinna sem felst í því sem þýðir að minni tími verður með fjölskyldu og vinum þannig að fólk þarf að velja og hafna. Konur eru meiri félagsverur en karlar. Hvað getum við gert til að hvetja konur til að sækja um valdastörf? Ég tel að eftir því sem fleiri konur eru áberandi í valdastöðum þeim mun meiri hvatnig sé fyrir aðrar konur að sækjast í þannig störf. Gott er að hafa jákvæðar fyrirmyndir fyrir ungu kynslóðina. Það er mjög hvetjandi að geta horft upp til einhvers sem er ekki skyldur manni. Hrefna Sætran Ég er kona … og er matreiðslumaður K A R L A V Í G I N F A L L A 32 32-41 Eg er kona5styrk.indd 2 6/1/10 2:13:17 PM

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.