19. júní


19. júní - 19.06.2010, Page 33

19. júní - 19.06.2010, Page 33
Hvers vegna er enn til kynbundið launamisrétti á Íslandi? Ég veit það ekki og skil það ekki. Það á auðvitað að borga einstaklingum sömu laun fyrir sömu vinnu. Ég hef ekki tekið eftir því í minni stétt að það sé launamisrétti og vonandi dregur úr því í öðrum stéttum. Ertu sammála því að rétt sé að setja upp kynjakvóta? Ég held að það sé ágætt að hafa kynjakvóta til að hafa viðmið fyrir bæði kynin. Í kokkabransanum er samið um laun á veitingahúsunum en það er farið eftir stöðluðum launum í t.d. mötuneytum. Hvernig hefur konum gengið að feta sig í stjórnun í því fagfélagi sem þú ert í? Í dag sitja tvær konur í sjö manna stjórn Matvís, önnur er þjónn og hin matartæknir. Ég sit í stjórn Klúbbs matreiðslumeistara en í honum eru 120 kokkar, þar af átta konur. Það er ágætis hlutfall miðað við framboð, held ég. Hver var fyrsta konan í þínu starfi og hvenær hóf hún störf? Fyrsta konan sem útskrifaðist heitir Erla Ívarsdóttir og það var árið 1970. Ég veit ekki til þess að kvenkokkur hafi opnað sinn eigin veitingastað í sama gæðaflokki og ég. Ég prófaði að googla orðið kvenkokkur og þá kom bara; varstu að meina Kevin kokkur sem segir meira en mörg orð. karlastörf. Margar konur gegna nú áhrifamiklum stöðum í þjóðfélaginu. Við fengum nokkrar þeirra til að svara spurningum er varða þessi mál. 33 32-41 Eg er kona5styrk.indd 3 6/1/10 2:13:27 PM

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.