19. júní


19. júní - 19.06.2010, Page 35

19. júní - 19.06.2010, Page 35
Ertu sammála því að rétt sé að setja upp kynjakvóta? Það er nauðsynlegt að koma á einhvers konar kynjakvóta til að breyta stöðunni. Því miður hallar enn mikið á konur þó að hvatning og krafa um jafnrétti sé í lögum. Hvernig hefur konum gengið að feta sig í stjórnum í því fagfélagi sem þú ert í? Alþingismenn eru ekki í fagfélagi, þeir búa við lítið starfsöryggi og þurfa að leggja störf sín í dóm kjósenda á fjögurra ára fresti eða oftar. Þetta er mönnum misauðvelt. Laun þeirra og starfskjör eru ákveðin af kjararáði. Hver var fyrsta konan í þínu embætti og hvenær hóf hún störf? Eins og ég nefndi áður hefur Alþingi starfað í einni málstofu frá 1991 og starf forseta þingsins varð þá til í þeirri mynd sem nú er. Salome Þorkelsdóttir var fyrst kvenna kosin forseti Alþingis árið 1991 og gegndi hún því starfi til 1995. Hún hafði áður verið forseti efri deildar ein kvenna. Sólveig Pétursdóttir var forseti Alþingis árin 2005 til 2007 og ég var kosin forseti Alþingis 15. maí 2009 á fyrsta þingfundi eftir kosningar. En eins og áður sagði var Guðrún Helgadóttir fyrsta konan og sú eina sem var forseti sameinaðs þings fyrir sameiningu deildanna. Það var árin 1988-1991. 35 32-41 Eg er kona5styrk.indd 5 6/2/10 12:30:05 PM

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.